Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 39

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 39
Ávaxtalundur 7. mynd. Skjólbelti í hlíðum geta dregið úr aðstreymi á köldu lofti (Olesen, 1979). næst skjólbeltinu þegar borið er á túnið sem liggur að því eða með næringarefnaupptöku skjólbelta- trjánna. Skjólbelti og næturfrost Skjólbelti draga úr hreyfingu lofts og þar með blöndun þess. I kyrru veðri og heiðskíru að nóttu til getur útgeislun frá jörðu myndað næturfrost við skjólbelti. Þetta gerist einkum við aðstæður þar sem vindhraði er mjög lítill en þá myndast logn í skjólinu en and- varinn nægir til að blanda lofti og koma í veg fyrir næturfrost á óskýldu landi (Óli Valur Hansson, 1983). Danskar mælingar sýna að sé vindhraði lágur eða um 1 m/sek er einmitt meiri hætta á næturfrosti í skjóli en á berangri (Olesen, 1979). Sé algjört logn eru líkur á nætur- frosti á skýldu landi og skjóllausu sambærilegar en þó má gera ráð fyrir því að vegna hlýrri og rakari jarðvegs í skjólinu séu minni líkur á næturfrosti þar. Þetta sannaðist í tilraun í Mosfellssveit 3.-9. sept 1980 þar sem hiti var mældur á heiðskýrri nóttu í skjóli og á ber- angri. í ljós kom að frostið fór nið- ur í -2,2 °C á berangri á sama tíma og það fór einungis í -0,5 °C í skjólinu (Ólafur Njáls- son, 1984 eftir Liebricht og Sig- geirsson, 1981)). Einnig má nefna að næst beltunum er hitastig í öllum tilfellum hærra en á opnu svæði. Ástæða þessa er einkum sú að innrauð hita- geislun frá jörð- inni endurkastast af trjánum (Souto og Men- eses, 1998, eftir Guyot, 1988) Til að koma í veg fyrir að kulda- pollar myndist við skjólbelti verður að haga þeim þannig að kaldi loft- massinn, sem er eðlisþyngri, eigi greiða leið burt. Þetta má fram- kvæma með því að hafa op á skjól- beltunum eða að greinastýfa neðri hluta beltanna þannig að loftið geti flætt burt. Skjólbelti má einnig nota til að hindra aðstreymi á köldu lofti undan halla og verja þannig akur- lendi eða annan viðkvæman gróður (Ólafur Njálsson, 1984). Lokaorð Af framangreindu er ljóst að skjólið skapar ýmsar breytingar sem áhrif geta haft á lífríkið og nytjar þess. Margar þessar breyt- ingar eru jákvæðar en einhverjar geta verið tvíeggjaðar. Almennt skapar þó skjólið betri vist fyrir plöntur og dýr og tryggir öruggari og meiri afrakstur lands. Heimildir Bjöm B. Jónsson, Hallur Björgvins- son og Gunnar Freysteinsson, 1996. Skjólbeltarækt. Skógarþjónusta Skóg- ræktar ríkisins Suðurlandi, Selfoss. Cabom, J.M., 1965. Shelterbelts and Windbreaks. Faber and Faber Ltd., London. Jóhannes Sigvaldason, 1995. Áhrif snjóalaga á efnamagn í jarðvegi, Freyr 1995, 10. tbl. bls. 416-417, 419. Bún- aðarfélag íslands, Reykjavík. Olesen, Frode, 1979. Læplantning, dyrkningssikkerhed, Klimaforbedring, Landskabspleje. Landhusholdningssel- skabets Forlag, Köbenhavn. Ólafur Njálsson, 1984. Skjólbelti. Gerð þeirra og skjóláhrif, Ársrit Skóg- ræktarfélags íslands 1984, bls. 3-25. Skógræktarfélag Islands, Reykjavík. Óli Valur Hansson, 1983. Um skjól- beltaræktun, Handbók bænda, bls. 129- 148. Búnaðarfélag Islands, Reykjavík. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 1996. Jarðræktarrannsóknir 1996 Fjöl- rit Rala nr. 189, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Reykjavík. Sigfús Ólafsson, 1978. Skjólbelti, Handbók bænda 1978, bls. 100-103. Búnaðarfélag íslands, Reykjavík. Souto L.F.M.A.R. og J.F. Meneses, 1998. The multi-effects of living wind- breaks, Evrópuráðstefna landbúnaðar- verkfræðinga í Osló 1998, ritgerð nr. 98-E-065. Fyrirbyggjandi starfíheilsugœslu... Frh. af bls. 4. starfi sínu, þó að þau hafi ekki komið eins mikið upp á yfirborðið og t.d. í Noregi þar sem efnt er til námskeiða til að fjalla um þau. Á íslandi er heldur ekki til nein starfsemi sem svarar til Landbrukshels- en í Noregi né Heilsuvemd starfsmanna. Hér á landi er hagræðing og aukin afköst hins vegar jafn mikið kall tím- ans og í þessum löndum. Viðhöfumþó látiðundirhöfuðleggjastaðsinna herkostnaðinum af þessu kalli, sem er stóraukið sálrænt álag á fólk. Full ástæða er til að þessum málum verði betur sinnt. M.E. FREYR 7/2000 - 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.