Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 23

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 23
urfellingarsleðunum upp í og úr flutningsstöðu. í kerfið eru inn- byggðar þrengingar, þannig að niðurfellingarsleðarnir falla ekki mjög hratt niður. Þriðja settið sér um að veita nægilegu vökvastreymi með þrýstingi til vökvamótoranna á sleðunum. Mótorarnir eru sam- tengdir og hver þeirra snýr fimm hnífum sem hreinsa frá opunum, t.d. heyrusl og þvíumlíkt. Jafnframt loka þeir fyrir opin með jöfnu milli- bili þannig að niðurfellingin verður í „slögum“ eða með „púlsum" sem áður var um getið. Allar dráttarvél- ar, sem á annað borð ráða við að snúa mykjudælunni, munu hafa nægilega afkastamikið vökvakerfi til að knýja mótorana. Hleðsla Hleðslan og útakstur má segja að geti farið fram með tvennum hætti. Dæla má beint á geymslustað áburðarins í tankinn, en afkastageta niðurfellingatækisins verður þá fremur lítil, einkum ef langt er á völl. Ef tækið er í sameign eða rek- ið af verktaka getur komið til álita að flytja áburðinn að tækinu með öðrum flutningatækjum. Það virðist álitlegt ef flytja þarf áburðinn lengri leiðir til að ná betri nýtingu á niðurfellingarbúnaðinum. Einnig ef fella á niður áburð á uppgræðslu- svæðum. Losun - niöurfelling Við niðurfellingu áburðarins þarf að gæta þess að sleðamir hvíli af fullum þunga á jarðveginum, þ.e. að vökvakerfið beri ekki að nokkru þunga sleðanna uppi. Ella er hætta á að hluti áburðarins verði á yfir- borðinu. Mykjudælan er látin vinna upp þann þrýsting sem óskað er eft- ir, en hann getur þó takmarkast verulega af afli dráttarvélar. Dýpt niðurfellingarinnar ræðst bæði af þrýstingnum og þéttleika jarðvegs- ins. Gerðar voru athuganir á niður- fellingardýpt á fremur þéttu mýrar- túni sem var nokkuð snarrótar- blandað. Mykjan var vatnsblönduð, með 5-6% þurrefni. Snið, sem tekin voru í jarðveginum, sýndu að mykj- an fór niður á um 3-4 cm dýpt mið- að við að þrýstingur frá dælu væri um 5 bör, en notuð var 75 kW (100 hestafla) dráttarvél. Ekið var á 4,7 km hraða og þá var bil milli niður- fellingastaða um 12 cm og „vasam- ir“ sem mynduðust voru 7-8 cm langir (langsnið) og um 2 cm breið- ir (þversnið). Magn áburðar svarar þá til um 45 m3/ha. Við niðurfell- inguna kom fram að ef yfirborðið er vel slétt fer mestallur áburðurinn undir yfirborðið. Nái meiðarnir hins vegar ekki að falla alveg niður að sverðinum, t.d. ef mikið er um snarrótarþúfur, fer töluvert magn áburðarins á yfirborðið. Lauslegar athuganir sýndu að magn á yfir- borði gat orðið allt að 30%. Aðeins var kannað hvemig til tekst með niðurfellingu á smágrýttum melum. Engin vandkvæði virtust vera á því, en greinilegt er að gijótið má ekki standa sem neinu nemur upp úr yf- irborðinu. Afköst Gerðar voru athuganir á afköst- um við útakstur á áburði úr geymslu. Búið var að blanda áburð- inn vatni með mykjudælu. Þykkt áburðarins var um 5,2% þurrefni og áburðinum dælt úr dælubrunni. Vegalengd á tún var um 1 km og vinnslubreiddin 6 m. Tankurinn tekur um 8 m3 eins og áður kom fram. Eftirfarandi niðurstöður feng- ust við vinnuathuganir en ætla má að þær séu nokkuð dæmigerðar (7. tafla). í 7. töflu kemur fram að hver ferð tekur 20 mín. eða að jafngildi um 24 tonna á klst, en það svarar til um 1,25 tonna af þurrefni. Af tölunum kemur einnig fram að nær helming- ur tímans fer í akstur, sem að sjálf- sögðu er breytilegur eftir aðstæð- um, og niðurfellingin tekur aðeins um 3,8 mín, eða um 0,5 mín. á tonn. Nettó afköstin við sjálfa nið- urfellinguna verða því sem svarar til um 6,2 tonna af þurrefni á klst. miðað við áðumefnt þurrefnisinni- hald. Fyrrgreindar tölur um afköst breytast vemlega ef vatnsblöndun er minnkuð, t.d. í 8-9% þurrefni, en það á ekki að vera tæknilegum vandkvæðum bundið. Notkun tækisins - kostir - annmarkar Tækið er með föstum stöðufæti og dráttarlykkju fyrir dráttarkrók á dráttarvélinni. Hún er því auðveld í tengingu á krók eða á sveiflubeisli sem er tengt vökvalyftu dráttarvél- ar. Hæðarstillingar eru ekki á beisl- inu, en það virðist ekki koma að sök við allar algengar gerðir drátt- arvéla. Þegar fylling tanksins fer fram þarf einfaldlega að koma hon- um fyrir undir dælu eða dæla á milli tanka, t.d. frá haugsugu, ef ekið er að niðurfellingartækinu vegna fjar- lægðar frá geymslustað. Þegar hækka fer í tanknum er ekki „gægjugler“ til að fylgjast með hleðslu hans, sem verður að teljast nokkur ókostur. Fullhlaðinn vegur tankurinn um 10 tonn en nokkur hluti af þeim þunga hvílir á dráttar- 1. tafla. Niðurstöður mælinga við útakstur. Verkþáttur Tími, mín Hlutfall, % mín/m3 Hleðsla Undirbúningur 1,61 7,3 0,20 Fylling 2,57 11,7 0,32 Frágangur 0,84 3,8 0,11 Akstur (2x1000 m) 9,69 44,5 1,21 Dreifing, niðurfelling 3,83 17,5 0,48 Ýmislegt, tafir 3,29 15,2 0,41 Alls 21,83 100,0 2,72 FREYR 7/2000 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.