Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 33

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 33
ugan garð að gresja fyrir lýðræðis- legan hugsunarhátt til að vaxa í og dafna.. Hugmyndin um alþýðumenntun á Norðurlöndum sem baráttutæki fyr- ir lýðræðislegum réttindum varð til upp úr baráttu fólks fyrir jafnrétti og jöfnum skoðanarétti og rétti þess til að hugsa og tjá sig. Þettaerjafn- framt mikilvægasta ástæða þess að Norðurlöndin styðja alþýðumennt- un. I Finnlandi er það t.d. staðfest í markmiðsgrein laga um frjálsa menntun að starfsemin skuli stuðla að lýðræði í raun. Hið sama gildir á öðrum Norðurlöndum. Alþýðumenntunin þróaðist á Norðurlöndum samhliða þróun hinna norrænu rikja. Lágstéttin, (almúginn), tók við stjóm eigin mála (demos). Jafnframt styrktist menningarlegur skilningur hennar á sjálfri sér (etnos). Utkoman varð fyrirmyndar lýðræðisstjóm. Um þessar mundir stendur lýð- ræðið andspænis nýjum hættum. Hluti þeirra stafar af firringu ein- staklingsins frá ákvarðanatöku, en einnig stafar hún af breyttri stöðu þjóðríkjanna. Jafnframt því hafa bæði Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, og Evrópusam- bandið, ESB, hvatt til að lýðræðis- leg gildi verði styrkt. Eftirfarandi efni, sem ekki er enn fullmótað, er ætlað að koma að not- um jafnt við skipulag á rannsókn- um á lýðræðinu og við mat á námi í lýðræði. í því sambandi ættu m.a. eftirtaldir þættir að styrkja lýðræð- islegt uppeldi: Þættir í námi í lýðræði Forsendur fyrir þátttöku Sjálfstæð hugsun Þekking Hæfni til tjáningar Skipulagshæfileikar Aðgangur að opinberum aðil- um Lýðræðislegt starf Lýðræðislegur einstaklingur og umburðarlyndi Starfsreglur fyrir námið Starfsreglur fyrir samfélagið Hið þjóðlega og hið alþjóð- lega lýðræði Mat á eigin stöðu Mikilvægar breytingar í þjóð- félaginu Öfl sem hafa áhrif á stöðu ein- staklingsins Framtíðarfræði og framtíðar- spár Þjóðfélagsleg markmið Óskamarkmið Nýjar félagslegar hugmyndir Valkostir við leit að lausnum 1. Forsendur fyrir þátttöku Lýðræði byggir á jafn rétthárri þátttöku fólks sem er að fjalla um sameiginleg áhugamál. Málasviðið nær frá nærumhverfinu til hins þjóðfélagslega og nú á tímum einn- ig til hins alþjóðlega samfélags, þar með talin hin hnattrænu málefni. Þátttakendumir þarfnast ákveðinn- ar undirstöðu til þess að þeir séu færir um þátttöku en hennar er unnt að afla sér. Þátttaka er t.d. erfið ef þátttakendur hafa ekkert að segja eða þora ekki og eru ófærir um að tjá sig. Sjálfstœð hugsun. Innsta eðli Iýð- ræðis er fólgið í sjálfstæðri hugsun fólks; þegnamir hafa áhrif á samfé- lagið út frá sinni eigin dómgreind. Sjálfstæð hugsun, sem byggjast á sterkum persónulegum meginregl- um, er einkum mikilvæg á tímum þegar fjöldahreyfingar em áhrifa- miklar - og stundum með skelfi- legum afleiðingum. Samkvæmt heimspekingnum Emmanuel Kant er hagnýting þekk- ingar án afskipta annarra það að vaxa og ná þroska. Spyrja má hvemig unnt er að kenna sjálfstæða hugsun? Menntastofnanir hvers konar eiga a.m.k. að endurspegla það að sjálfstæð hugsun hvers ein- staklings sé metin mikils. Á þann sama hátt sem Sókrates ræddi við fólk og lagði fyrir það spumingar er unnt að efla þá kennd að manneskj- an sé trú sjálfri sér þegar hún notar eigin skynsemi sína. Það sem leita ber eftir er rökhyggja, sveigjanleiki og sköpunargáfa. Þekking. Öllum eiga að standa til boða sömu möguleikar á að kynna sér og leggja mat á þjóðfélagsmál. Hér er bæði átt við réttinn til að leggja til efni til opinberrar umræðu og réttinn til að afla sér þekkingar og upplýsinga. Stjómmálafræðing- urinn Robert A. Dahl leggur áherslu á að allir hafi sömu mögu- leika á að komast að niðurstöðu um og meta hver vilji hans eða hennar er í viðkomandi máli. Hœfni til tjáningar. Hæfileiki hvers og eins til að tjá hugsanir sín- ar er afgerandi eiginleiki við um- ræður og skoðanaskipti. Unnt er að þjálfa upp hæfileika og kjark til að tjá sig, svo sem að tala, rökræða, skrifa, semja greinar, vinna með tölvur, læra tungumála, tjá sig list- rænt o.s.frv. Samræður við annað fólk, (hin opinbera notkun á skynseminni) er kjami lýðræðisins. Til þess þarf marga samkomustaði og margs konar umræðuform, svo sem les- hringi, námskeið, fundi og önnur samskipti, umræður á Intemetinu og fleira. Þá verður fólk einnig að hafa gaman af þátttökunni. Skipulagshœfileikar. Skipulags- hæfileikar eru í rauninni hæfileikar sem hagnýta má til að komast að sameiginlegri niðurstöðu þar sem ólíkar skoðanir eru á ferð þannig að meirihlutinn fallist á hana. Sem slfkir leiða þeir til lýðræðislegra vinnubragða. Með hjálp skipu- lagshæfileika geta menn starfað þannig að samstarfið uppfylli sam- þykktir og lagafyrirmæli fyrir skráð félög. 2. Lýðræðislegt starf Það lýðræði, sem beitt er í hinu smáa samfélagi og manna á milli er forsenda fyrir því að lýðræði í stærra samhengi geti virkað. I hinu FREYR 7/2000 - 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.