Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2000, Page 38

Freyr - 01.07.2000, Page 38
geti verið kostur á þurru landi og í þurrkatíð er það ótvíræður ókostur í úrkomutíð og rökum jarðvegi. Þannig geta skjólbelti aukið fram- ræsluþörf lands og seinkað jarð- vinnslu að vori. Ljós og geislun Skjólbelti skýla ekki einungis gegn vindi heldur „skýla“ þau einn- ig gegn ljósi, þ.e. þau skyggja á birtu sólar. Þetta er raunar ekki um- talsvert vandamál fyrr en skjólbelti ná mikilli hæð og miklum þéttleika en þar sem beltin liggja austur-vest- ur getur myndast svæði sem ekki nýtur jafn mikillar birtu og önnur. Þetta getur komið niður á vexti þeirra plantna sem næstar liggja beltinu. Við skipulag skjólbelta skyldi hafa skugga þeirra í huga og hafa land sem ekki nýtist skuggamegin við þau, s.s. vegi og skurði (Bjöm B. Jónsson o.fl., 1996). Skjólbelti hafa einnig áhrif á end- urkast geislunar en geislun sem lendir á trjágróðri endurkastast af honum. Þannig auka skjólbelti endurkast geislunnar einkum ef heiðskírt er (Souto og Meneses, 1998). Næringarefni Skjólbeltaplöntumar þurfa sína næringu og keppa þannig við plönt- ur akurlendisins sem þær skýla. Þetta veldur uppskemrýmun næst skjólbeltunum en hagkvæmni belt- anna veltur á því, hversu mikla uppskeruaukningu skýlda svæðið gefur í heild. Trjátegundir hafa mismunandi rótarkerfi sem eru misjafnlega plássffek og liggja mi- sjafnlega djúpt. Jóhannes Sigvaldason (1995) kannaði efnamagn í jarðvegssýnum sem tekin vom með ákveðnu milli- bili hlémegin við skjólbelti við bæinn Naust innan Akureyrar (5. mynd og 6. mynd). I ljós kom að nokkurt fall verður í efnamagni næst skjólbeltum einkum hvað varðar fosfór (P) og kalsíum (Ca). í grein sinni telur Jóhannes að hugsanleg aukning útskolunar kals- íums eigi sér stað vegna snjó- söfnunar beltisins. Þetta gæti einn- ig skýrt lægra sýmstig þar sem snjósöfnun er mest og snjór situr lengst fram á vor. Lágt fosfórmagn má e.t.v. skýra með þeim hætti að minna falli til af tilbúnum áburði 38 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.