Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 28

Freyr - 01.07.2000, Blaðsíða 28
Áður en innflutningur hefst þarf innflytjandi að skrá það sem flytja á inn svo að öruggt sé að heimild til innflutnings fáist. Þegar um mark- aðssetningu á innlendum vörum er að ræða þarf að skrá þær um leið og framleiðslan fer fram. Eftir skráningu getur innflytjandi flutt inn vöruna að vild, en verður að tilkynna hverja sendingu til Að- fangaeftirlitsins svo að hægt sé að sannreyna að hún sé í samræmi við upphaflega skráningu og svo að hægt sé að taka sýni ef ástæða þykir til (J. mynd). Við hvern innflutning er gefin út heimild til innflutnings sem fylgir öðrum innflutningsskjölum til tollaf- greiðslu. Þá þarf innflytjandinn að vera viðbúinn því að framvísa þeim vottorðum sem krafist er. Til dæmis er krafist salmonellu-vott- orða við innflutning á flestum teg- undum fóðurs, með sáðvöru þarf að vera spírunar- og hreinleika- vottorð og með áburði yfirlýsing um innihald kadmíums. Þegar varan hefur verið flutt inn getur innflytjandinn annað hvort selt hana til smásala, beint til bænda eða annarra ræktenda sé var- an þess eðlis eða tekið hana til frek- ari vinnslu hér innanlands, t.d. fóð- ur í fóðurblöndur. Við sölu, dreifíngu og kynningu á eftirlitsskyldum aðföngum er með öllu óheimilt að vísa til þess að þau séu háð opinberu eftirliti eða fram- leidd með opinberu samþykki eða leyfí. Hafa ber í huga að hlutverk Aðfangaeftirlitsins er ekki að bera saman gæði aðfanga sem seld eru hér á landi, heldur að sannreyna að varan uppfylli þau skilyrði sem hið opinbera setur og að hún sé í sam- ræmi við þær upplýsingar sem inn- flytjendur/framleiðendur og selj- endur gefa um hana. Að sjálfsögðu geta bændur og aðrir notendur aðfanga farið fram á að Aðfangaeftirlitið athugi vöru sem þeim fínnst vera óeðlileg á ein- hvem hátt og geta þá annað hvort haft samband beint við Aðfangaeft- irlitið eða talað við ráðunautana í sínu héraði og þeir svo aftur haft samband við Aðfangaeftirlitið. Til að sýni séu viðurkennd sem rann- sóknasýni þurfa þau að vera tekin af opinberum aðila sem Aðfanga- eftirlitið samþykkir. Leiði rannsókn í ljós að varan uppfylli ekki þær kröfur sem settar eru, sé ekki í sam- ræmi við skráningu hennar hjá Að- fangaeftirlitinu eða standist ekki þá lýsingu sem fylgir henni frá selj- anda sér Aðfanga- eftirlitið til þess að sala vörunnar verði stöðvuð og að ekki verði flutt inn meira af henni fyrr en gengið hef- ur verið úr skugga um að bætt hafi verið úr þeim ágöllum sem fund- ust. Sé málið talið alvarlegt er það sent þar til bærum yfirvöldum til frekari meðferðar. Aðfangaeftirlitið sér aftur á móti ekki um að gera 3. mynd. Skjalaeftirlit, skoðun og leyfisveiting fyrir tollaf- grelAslu. 28 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.