Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.2000, Side 6

Freyr - 01.07.2000, Side 6
segja mér að nú sé starfsumhverfi þeirra orðið allt annað, eink- um í nautgriparæktinni. Þegar ég var þarna seldu þau gripina beint til kjötkaupmanna en nú eru þeir sendir til áframeldis í svokallað séu ekki í kjötinu. Maður sá þó að ekki höfðu allir biðlund í 100 daga ef verðið fór að falla. Eru Bandarfkjamenn nokkuð uppnœmir fyrir hormónum ? „feeding lodge“ eða fóðrunarstöðvar, frá 12 mánaða aldri. Þar er dýrunum hrúgað saman eins þröngt og mögu- legt er, fúkkalyf gefin í fóðrið, því að þéttleiki og smit er svo mikið og hormónahylki sett bak við eyrun á skepnunum. Þeir viðurkenna þetta ekki, en sonur hjónanna vann á svona stöð og kynntist þessu. Þettaer hagræðingin sem nú er iðkuð þama. Varðandi sauðféð þá hrundi ullarverðið og þá hafa menn farið út í að blanda féð við kjötkyn til að fá lömb í einblendingsrækt, sem alin eru upp til að gefa kjöt, en ærin gefur áfram ull. Bændafólk þama er afar duglegt en manni fannst þetta ákaflega þægilegur búskapur miðað við hér, veðurfarið var alveg einstakt. Það var smávegis heyjað en það var til að eiga fóður yfir mesta þurrkatím- ann. Eg hafði gaman af því að þegar heyjað var þá var slegið á föstudegi og ég ætlaði strax að fara að snúa en þá var sagt við mig: Við spilum tennis á laugardögum. Sunnudag- inn ætlaði ég líka að snúa en þá var mér sagt að við fömm í barbique, þ.e. grillveislu, á sunnudögum. Þá kemur fólk með salat og kjöt og grillar þetta úti í garði. Á mánu- deginum snemm við svo heyinu og bundum það. Hvaða grastegund var þetta? Þeir kalla þetta „stjörnugras", stargras, sem er þolið gegn miklum Nei, þeir nota hormóna bæði við mjólkur- og kjötfram- leiðslu og finnst þetta bara eðlileg hagræð- ing. Neytendum fmnst þetta líka í lagi, það er búið að segja þeim að þetta sé óskaðlegt og þeir trúa því. Manni dettur þó ýmislegt í hug þegar maður sér þama vaxtarlag fólks og ég er hrædd við þetta og vil gera allt til að koma í veg fyrir að þetta verði leyft hér á landi. Eitthvað fleira hafið þið skoðað á þessari löngu leið? Já, við stoppuðum í Singapore á leiðinni til Ástralíu og á Fidjieyjum og Hawaii á leið til Bandaríkjanna. Við skoðuðum okkur töluvert vel um á þessum stöðum. Svo vom líka sumarfrí sem við gátum notað til að ferðast um og gerðum það ósvikið. Hvenœr kemur þú svo heim úr þessari hnattferð? Ég kem heim árið 1985 og fer þá aftur að vinna á RALA og þá í sauðfjárdeild hjá Sigurgeiri og Stefáni Sch. Thorsteinssyni. Þá kynnist ég manninum mínum, Áma Jónssyni, sem þá var bústjóri á Hesti. Hann er frá Sámsstöðum hér í Fljótshlíð. Við bjuggum fyrst í tvö ár á Hesti og þar fæddist eldri dóttir okkar, en flytjum svo hingað árið 1988. Sonur okkar var tveggja mánaða þegar við komum hingað þannig að hann er fæddur Borgfirð- ingur. Guðrún Stefánsdóttir og Ámi Jónsson með börn sín, f.v. Gerður Guðrún, Ásdís Hulda og Jón Örn. Fyrir framan situr hundurinn Rex, œttaður úr Borgarfirði. (Freysmynd). þurrkum, gróf og leiðinleg jurt, að mér fannst. Það fór reyndar svo að vinkona mín fékk ekki pláss í Ástralíu en fór til Nýja-Sjálands. Við hittumst hins vegar aftur á leiðinni til Bandaríkj- anna og vomm ekki langt hvor frá annarri þar. Það var uppi í Kletta- fjöllum í Montana, sem er eitt af ríkjum Bandaríkjanna, næst austan við Washington sem er við Kyrra- hafsströndina, og við landamæri Kanada. Þar em Yellowstone þjóð- garðurinn og Glazier Park aðalað- dráttaraflið. Þama var ég á holdanautabú- garði, með hreinræktuðum Here- ford kúm, alls um 1000, sem kálfar gengu undir, aldir upp til 2ja ára aldurs. Þegar þeir voru um árs- gamlir var sett hormónahylki bak við eyrun á þeim. Þetta er fest við húðsepa og gefur vaxtarhvetjandi hormón í 100 daga en eftir það eiga að koma aðrir 100 dagar fríir við hormónagjöf til að hreinsa efnið úr dýrunum fyrir slátrun og þá vilja þeir meina að hormónar 6 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.