Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 4
Búfé má ekki ala með
fóðri úr sömu tegund
Viðtal við Halldór Runólfsson, yfirdýralækni
að hefur verið erilsamt und-
anfama mánuði hjá Halldóri
Runólfssyni yfirdýralækni.
Þegar fárið með kúariðuna
rénaði kom upp gin- og klaufaveiki-
faraldur í Evrópu og vinnur yfírdýra-
læknisembættið nú að því að koma í
veg fyrir að þessi veiki berist hingað
til lands. En það eru ýmis fleiri
verkefni sem embættið þarf að sinna
og blaðamanni Freys lék forvitni á
að fræðast um þau.
Hver eru meginhlutverk emhœttis
yfirdýralœknis og liver eru meg-
inverkefni þess?
Meginverkefnið er að viðhalda
góðri sjúkdómastöðu landsins og
halda sjúkdómum, sem þekktir eru
erlendis, frá landinu. Einnig vinn-
um við að útrýmingu þeirra sjúk-
dóma, sem eru fyrir hér á landi, svo
sem riðuveiki og garnaveiki. Bar-
áttan við þessa sjúkdóma er reynd-
ar langtímaverkefni en henni miðar
í rétta átt.
Yfirdýralæknir hefur einnig með
höndum matvælaeftirlit. Við skoð-
um þá bústofninn, bæði með tilliti til
matvælaframleiðslu og sjúkdóma-
vama. Við höfum einnig eftirlit með
sláturhúsunum til að tryggja að búfé,
sem sent er til slátrunar, sé heilbrigt
og eins að verkun afurðanna sé eins
og best verður á kosið. Ef korna upp
vandamál, eins og t.d. gerðist á Suð-
urlandi með salmónellu, verður að
vinna að því að ráða bót á þeim.
Við höfum einnig verið að stór-
auka verkefni við að fyrirbyggja að
sjúkdómar berist í bústofninn og
erum með sérstaka dýralækna sem
sinna hverri búgrein, frá eldri tíð
hafa starfað dýralæknar sem sinna
sauðfé og nautgripum og sérstak-
lega júgursjúkdómum. Auk þess
starfa sérstakir dýralæknar hrossa-
sjúkdóma, alifuglasjúkdóma,
svínasjúkdóma, loðdýrasjúkdóma
og fisksjúkdóma. Þessir menn hafa
fyrst og fremst á sinni könnu að
hjálpa bændum að hafa sín bú í
góðu lagi og þar eru fyrirbyggjandi
aðgerðir mikilvægastar. Því miður
vill það hins vegar oft verða þannig
að starfíð byggist meira á því að
slökkva eldana. Við þyrftum að
vera miklu öflugri í fræðslu og út-
gáfustarfsemi, tengt fyrirbyggjandi
aðgerðum, og erum m.a. að vinna í
því að koma upp heimasíðu og ann-
arri upplýsingagjöf sem við þurfum
að vera öflugri í.
Svo má ekki gleyma aðstoð við
landbúnaðinn vegna sölu á búfjár-
afurðum erlendis. Þar verðum við
að gefa út mikið af vottorðum sem
verða að fylgja vörunum þegar þær
fara úr landi. Þetta á bæði við um
afurðirnar og eins búféð sjálft, þá
aðallega hross. Við þurfum að
framfylgja reglum sem okkur er
gert að taka upp vegna EES-samn-
ingsins, gefa upplýsingar um sjúk-
dómastöðu landsins, sækja fundi
erlendis og margt fleira sem nauð-
synlegt er að sinna til að fylgjast
með því sem er að gerast.
Nú olli ný lyfjareglugerð talsverð-
um titringi í haust. Hversu mikla
kvaðir voru í raun cí okkur lagðar
að taka upp þœr reglur sem þarna
voru settar?
Vegna EES-samningsins ber
okkur að innleiða þær tilskipanir
ESB sem í gildi eru. Það var því
skylda okkar að taka upp þessar
hertu reglur um hvaða lyf dýra-
læknar mega láta af hendi og hvaða
lyf þeir einir mega gefa dýrum.
Þessar reglur voru mun frjálslegri
áður. Bændur gátu t.d. átt vara-
birgðir af sýklalyfjum til að bregð-
ast við ef einhver sýking kæmi
skyndilega upp hjá þeim en með
nýju reglunum verður dýralæknir
að greina vandamálið og hefja
meðferð sjálfur. Síðan getur hann
látið bóndann hafa lyf fyrir eft-
irmeðferð ef á þarf að halda. Þarna
er í raun verið að færa þetta í sama
horf og er hjá mannfólkinu.
Sýklalyfin eru þama í sérflokki
og tilgangurinn er að stemma stigu
við sýklalyfjaónæmi. Það er opin-
ber stefna í öllum nágrannalöndum
að draga úr sýklalyfjanotkun eins
og hægt er. Við stöndum reyndar
betur að vígi en margar aðrar þjóðir
að því leyti að við höfum aldrei
leyft notkun á sýklalyfjum í fóður
en notkunin hefur hins vegar verið
töluverð við meðferð mjólkurkúa.
Þetta hefur haft það í för með sér að
töluvert er um ónæma sýklastofna
sem valda júgurbólgu. Það var því
mikil þörf á því að taka þessi mál
föstum tökum hér á landi og ég
held að það hafi ekki verið um neitt
annað að ræða en að setja þessa
reglugerð og fara eftir henni.
Eg gerði einnig kröfu um að á
svæðum þar sem bóndi þarf að
sækja dýralækni sérstaklega langt
fái dýralæknir heimild frá yfirdýra-
lækni til að leyfa þessum bændum
að eiga lyf til að bregðast við með
sérstökum skilyrðum.
Menn hafa haldið því fram að
reglugerðin sé strangari hér á landi
en í Evrópusambandinu í heild og
vitna þá til þess að í einstökum
löndum megi bændur hafa lyf undir
höndum og gefa þau sjálfir. Hvert
land fyrir sig má hins vegar hafa
strangari reglur og þær hafa lengi
verið í gildi á Norðurlöndunum.
Þarna er ímynd landbúnaðarins í
veði, sérstaklega mjólkurfram-
leiðslunnar, og okkur ber að aðlaga
4 - FrCVR 4-5/2001