Freyr

Volume

Freyr - 15.04.2001, Page 9

Freyr - 15.04.2001, Page 9
Mynd 2. Algeng sjón á Nýja-Sjálandi, beitarhólf með mjólkurkúm. (Ljósm. Halla Eygló Sveinsdóttir). Meðalbúið er því með rúmlega 230 kýr og hefur um 90 ha lands. Beitarþungi er því mikill eða yfir 2,5 kýr/ha. Alls eru framleiddir 11 milljarðar lítra mjólkur á Nýja-Sjálandi og meðalnyt kúnna er um 3.650 kg á árskú.(Meðalframleiðsla á ha/ár er 8500 kg mjólkur). Þess ber þó að geta að mjólkurskeiðið er einungis 9 mánuðir enda er mjólkurfram- leiðslan árstíðabundin. Erfðafræði- leg geta kúnna til mjólkurfram- leiðslu er þó mun meiri en fram- leiðslukerfið býður upp á. Bændur og mjólkuriðnaðurinn leggja lítið upp úr nythæð en því meira upp úr efnamagni og er meðalfituhlutfall mjólkur um 4,7% og meðalprótein- hlutfall 3,5%. Verðlagning mjólkur fer eingöngu eftir efnainnihaldi, þó þannig að verðskerðing kemur á aukið magn, þ.e. efnalitla mjólk. Þetta er gert vegna þess að 90% mjólkurafurða er flutt á erlenda markaði í formi nýmjólkur- og undanrennudufts, osta og smjörs og því mikilvægt að þurrefnisinnihald mjólkurinnar sé sem mest. Það lækkar vinnslukostnaðinn. Bændur fá 10-12 íkr. fyrir hvern lítra mjólkur sem þýðir að veltan á meðalbúinu er á bilinu 8-10 millj. íkr. Það verður þó að hafa í huga að um helmingi ódýrara er að lifa á Nýja-Sjálandi en hérlendis enda laun um helmingur af því sem við þekkjum. Framleiðsla mjólkur er árstíða- bundin og yfir vetrartímann (maí- júlí) er einungis framleidd mjólk fyrir ferskvörumarkað innanlands. Bændur fá greitt mun hærra verð fyrir vetrarmjólk. Nautakjötsframleiðsla fer að mestu fram á blönduðum búum, sauðfjár og holdanauta, og eru um 17 þús. slík í landinu. Þar ráða landnýtingarsjónarmið og er þetta hagrænt atriði við skipti- eða blandaða beit. (Mynd 3). Fjöldi holdanautgripa á Nýja- Sjálandi er um 4,6 milljónir og heildarframleiðsla nautakjöts er 637 þúsund tonn. Þar af eru 80% flutt á erlenda markaði, einkum til Bandaríkjanna og Asíu. Verð á nautakjöti til bænda er um 110-120 íkr./kg og gripum er ekki slátrað fyrr en við 3ja ára aldur. Fallþungi er oft um 350-400 kg. Nánast er óþekkt að naut séu gelt þar sem það minnkar vaxtarhrað- ann um of. Bændur sögðu gripina vera rólega í haganum ef þeir væru færðir nægilega oft milli beit- arhólfa, þ.e. áður en þær færu að helga sér svæði. í nýsjálenskri nautgriparækt er að finna aragrúa nautgripakynja. I mjólkurframleiðslunni eru þó ný- sjálenskar Friesian kýr ráðandi ásamt Jersey. Segja má að skipting- in sé eftirfarandi: Holstein-Friesian 58% Jersey 16% Holstein-Friesian x Jersey 19% Ayrshire 1 % Önnur kyn 6% (Brown Swiss, Guemsey o.fl.) Mjög fátítt er að bændur haldi kynjum hreinum en þeim mun al- gengara að sjá Friesian kúahjarðir með nokkrum Jersey kúm og svo blendingum. Nýsjálenskar Friesian kýr eru mun minni en frænkur þeirra í Hol- landi og Ameríku, litlu stærri en ís- lenskar kýr eða 450-460 kg á fæti. Jersey kýmar eru um 360 kg og H- F x Jersey blendingar um 440 kg. I nautakjötsframleiðslunni er jafnvel enn fleiri kyn að finna en í mjólkurframleiðslunni. Algengast er þó að undaneldiskýmar séu Hol- stein-Friesian x Hereford en þær þykja góðar mæður, góð og róleg beitardýr og mjólka ágætlega. Þeim er gjarnan haldið undir Simmental, Angus, Charolais eða Limousin, allt eftir því hvort bændur vilja auka vaxtarhraða, kjötgæði eða minnka hættu á burðarerfiðleikum. Kynbætur Árlega eru afkvæmaprófuð 300 naut á grunni upplýsinga um a.m.k. 80 dætra. Ættliðabilið er 5 ár og eru nautin geymd hjá völdum bændum þar til afkvæmadómur liggur fyrir. Naut eru valin til áframhaldandi notkunar strax að lokinni fyrstu nytmælingu dætra ef öryggi er talið pR€VR 4-5/2001 - 9

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.