Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.2001, Side 17

Freyr - 15.04.2001, Side 17
Mynd 4. Afurðir fullmjólka kúa flokkaðar eftlr burðarmánuðum árið 2000. anna lítillega og lítur hún þannig út; Birtingaholt I .......537 kg Baldursheimur ........526 kg M-Hattardalur.........523 kg Dýrastaðir...............505 kg Miðhjáleiga..............502 kg Voðmúlastaðir.........501 kg Metið á þennan mælikvarða eru afurðir búsins í Birtingaholti I þær mestu sem náðst hafa á einu búi hér á landi, en á síðasta ári náðu bú hér á landi í fyrsta sinn að klífa 500 kg múrinn í þessum efnum, en meðal- afurðir kúnna í Baldursheimi voru þá 533 kg. Burðartími kúnna Mynd 3 sýnir skiptingu eftir burðarmánuðum á burði kúnna sem bera á árinu, með þeim fyrirvörum að inn á skýrslur ársins koma ekki allir burðir hjá kúnum sem bera í desember. Hér má enn greina breytingar í átt til hærra hlutfalls kúnna sem bera að hausti eða snemrna vetrar en áður hefur verið. í þessum efnum hefur á síðasta ára- tug orðið ótrúlega mikil breyting, nánast umsnúningur. Hinn mikli toppur af vorbærum kúm, sem áður var algengastur í mörgum héruð- um, er nú nánast alveg horfinn. Hluta breytinganna má einnig rekja til yngingar kúastofnsins. Megin- hluti af öllum fyrsta kálfs kvígun- um ber orðið að haustinu eða snemma vetrar. Nú er þessi breyt- ing á burðartíma í raun gengin það langt að augljóst er að það þjónar ekki hagsmunum mjólkurmarkað- arins að hún gangi lengra. Mesta hagsmunamál íslenskrar mjólkur- framleiðslu hefur verið og verður að standa vörð um og hlúa að inn- lendum mjólkurmarkaði. Lykil- atriði í þeim efnum er að geta ætíð tryggt nægt og jafnt framboð af mjólk og mjólkurvörum. Burðar- tími kúnna er einn af mikilvægari stjómþáttunum í því starfi. Ég hef nokkrum sinnum áður í þessum greinum vakið athygli bænda á að huga að því hvort ekki geti verið hagkvæmt að stefna að því að láta kvígumar bera heldur fyrr en núna tíðkast víða. Þetta bendi ég á m.a. með hliðsjón af þróun sem hefur mátt sjá í nálægum löndum á síð- ustu áratugum í þessum efnum. Mynd 4 sýnir hvemig meðalaf- urðir hjá heilsárkúm eru eftir því á hvaða tíma ársins þær bera. Eins og oft hefur verið bent á þá má ekki lesa meira úr þessum niðurstöðum en þær í raun sýna. Þær má ekki túlka sem mælingu á áhrifum burð- artímans á afurðir kúnna. Til að mæla það yrði að nota afurðir af sambærilegum mjólkurskeiðum hjá kúm sem bera á mismunandi árs- tíma. Ársframleiðslan sem hér er sýnd er blanda tveggja mjólkur- skeiða hjá öllum kúm sem bera í apríl eða síðar á árinu. Ýmsir aðrir þættir Á síðustu árum hafa bændur gert mikið átak til lækkunar á frumutölu í mjólk. Þær niðurstöður, sem fram koma í skýrsluhaldi nautgriparækt- arfélaganna, eru ekki að fullu sam- bærilegar við niðurstöður mælinga úr tanksýnum vegna þess að hér er byggt á einstökum mælingum úr kúnum óháð mjólkurmagni hjá þeim. Vegna innibyggðs sambands á milli frumutölu í ml mjólkur og mjólkurmagns má því ætla að þess- ar mælingar úr kýrsýnum eigi að gefa ívíð hærri meðaltalstölur en tanksýnatölur. Hins vegar eiga þessar mælingar ekki síður að mæla þær breytingar sem verða og þann mun sem kann að vera á milli héraða heldur en tanksýnaniður- stöður gera. Þegar tekið er beint meðaltal af mælingum fyrir einstakar kýr, sem hafa mælingu á frumutölu, þá er það meðaltal 330 (334). Breytingin er því lítil frá fyrra ári, þó að hún sé í rétta átt. Ef skoðað er margfeldis- Mynd 5. Frumutala hjá skýrslufærðum kúm eftir héruðum árið 2000. FR6VR 4-5/2001 - 17

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.