Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 18
Nautkálfar 2000
□ Kjöt
■ Slátrað
□ Drápust
□ Seldir
meðaltal fyrir kýr á hverju búi
fæst meðaltal sem er 265
(269). Vert er að vekja athygli
á því að frumutölumælingar
er ekki að finna fyrir nema
tæplega 18 þúsund af þeim
kúm sem eru á skýrslum í fé-
lögunum. Öllum þátttakend-
um þar stendur til boða að
senda slík sýni til mælinga.
Greinilega er í þessum efnum
pottur brotinn um fram-
kvæmdina á alltof mörgum
búm. Full ástæða er til að
hvetja alla skýrsluhaldara til
að nýta sér þessa þjónustu.
Slíkar mælinganiðurstöður
eru ómissandi hjálpartæki fyrir alla
mjólkurframleiðendur sem eiga í
baráttu við mesta vágest mjólk-
urframleiðslunnar, júgurbólguna.
Einnig skal bent á það að þessar
mælingar eru einu marktæku upp-
lýsingamar sem hægt er að nýta hér
á landi í viðleitni til að taka tillit til
júgurheilbrigði í ræktunarstarfinu.
Skorti hins vegar mælingarnar
getur árangurinn aldrei orðið mik-
m.
Á mynd 5 er sýnur mismunur á
þessum meðaltölum fyrir skýrslu-
færðar kýr eftir hémðum. Munur á
milli héraða er talsverður í þessum
efnum og meiri en stundum áður.
Eins og áður er ástandið í þessum
efnum best á Snæfellsnesi, Dala-
sýslu og Suður-Þingeyjarsýslu.
Mörg af stærstu mjólkurfram-
leiðsluhémðunum eru í þess-
um efnum öfugu megin með-
altalsins.
Eins og fram kom í upphafi
greinarinnar þá eykst enn
hreyfanleikinn í kúastofninum
og þar með förgun gripa. Af
kúnum eru 8.223, sem fargað
er eða hverfa af skýrslu á ár-
inu, eða 27,9% kúnna. Þetta er
hærra hlutfall en nokkru sinni
áður. Þegar skoðaðar eru förg-
unarástæður þá er um að ræða
hlutfallslega fækkun af flest-
um förgunarástæðum, nema
þeim þætti sem helst er óskað
eftir að ekki sé merkt við, þ.e. Mynd 7. Afdrif kvigukálfa fæddra árið 2000, %.
Mynd 6. Afdrif nautkálfa fæddra árið 2000, %.
„annað“ en 13,6% kúnna hafa þá
ástæðu tilgreinda. Á þessu er sú
skýring að lang algengast er á bú-
um, sem hverfa úr framleiðslunni,
að þau skili ekki lokaskýrslu um af-
drif gripa. I þeim tilvikum þá
hverfa gripir af skýrslum með því
að framangreind förgunarástæða er
skráð hjá þeim í skýrsluhaldi. Við
hið feikilega mikla brotthvarf búa
úr mjólkurframleiðslu á síðasta ári
stækkar þessi hópur því mikið.
Þannig er ljóst að þær tölur sem á
þennan hátt fást ofmeta förgun í
stofninum nokkuð. Eftir sem áður
er júgurbólga lang algengasta förg-
unarástæða, en 34,6% kúnna hafa
þessa förgunarástæðu tilgreinda,
Þetta hlutfall er talsvert lægra en
síðustu árin. Þessu til viðbótar
koma spenastig, júgur- eða spena-
Kvfgukálfar 2000
I lAsettar
■ Kjöt
□ Slátrað
□ Drápust
gallar sem 12,5% tilvika, en
ljóst er að skilin á milli sumra
af þessum þáttum eru oft óljós
og því eðlilegt að skoða þá í
samhengi. Hlutfall kúa, sem
fargað er vegna þess að þær
festa ekki fang, er 9,9% og er
það mjög áþekkt og áður. Hlut-
fall gripa þar sem lélagar af-
urðir eru tilgreindar sem förg-
unarástæða er 8,9% eða ívíð
hærra en á fyrra ári. Trauðla
verður úr því skorið hvort það
skýrist af lakari kvígum inn í
framleiðsluna en árið áður, eða
því sem víðast erlendis er gefin
sem skýring á slíkri þróun, að
um leið og svigrúm skapist frá
bundinni förgun vegna júgur-
skemmda eða ófrjósemi herði
bændur kröfur sínar með tilliti til
afurðahæfni gripanna. Þess má að
lokum geta til gamans að aðeins
um 1,3% kúnna fá þau eftirmæli að
þeim sé fargað vegna elli.
Eins og undanfama áratugi þá
mælist kynhlutfall kálfa sem fæðast
verulega skekkt. Af kálfunum sem
fæðast og hafa slíkar upplýsingar,
sem er meginhluti þeirra, þá eru
53,3% nautkálfar. Örlítið hærra
hlutfall tvíklefdra kúa voru árið
2000 en árið áður eða 1,23%.
Eins og áður er að síðustu á
myndum 6 og 7 dregnar saman
niðurstöður um afdrif kálfa sem
fæðast, annars vegar um
nautkálfa en hins vegar kvígurn-
ar. Breytingar í þessum efn-
um eru ekki stórfelldar frá
fyrra ári. I annarri grein hér
í blaðinu gerir Baldur H.
Benjamínsson grein fyrir
niðurstöðum úr athugun
sem við létum vinna um
ástæður fyrir kálfadauða hjá
íslenskum kúm. Eins og þar
kemur fram þá er það hlut-
fall sem orðið er hér á landi
uggvænlega hátt og hærra
en dæmi eru um nánast í
nokkru öðru landi. Hér er
því um ræða vandamál sem
full ástæða er orðin til að
beina athygli að.
18 - FR6YR 4-5/2001