Freyr - 15.04.2001, Page 26
Tafla 1. Niðurstöður úr mjaltaathugun hjá dætrum nauta frá 1994
Nafn og nr. Fjöldi dætra Meðal- einkunn Lekar % Mjólkast seint % Selja illa % Mis- mjólkast Gæða- röð Júgur- bólga % Skap- gallar %
Sokki 94003 41 2,53 2 1 2 17 2,97 35 12
Klaki 94005 48 3,02 0 6 2 20 3,00 45 15
Völsungur 94006 50 2,38 2 8 6 14 2,36 31 4
Hamar 94009 49 3,00 6 2 0 18 2,97 35 12
Skyggnir 94010 35 2,68 11 5 0 11 2,97 28 14
Tvinni 94011 46 2,91 4 6 4 28 2,76 27 6
Óðinn 94012 56 2,92 5 5 7 14 2,96 20 7
Pinkill 94013 57 3,26 3 14 3 19 3,25 41 12
Vestri 94014 57 3,00 5 10 1 28 2,92 36 12
Fengur 94015 40 3,22 5 5 2 17 3,12 30 10
Sveipur 94016 39 2,97 0 10 2 7 2,88 20 5
Kaðall 94017 66 2,75 9 4 0 15 2,68 29 3
Glaður 94018 48 2,97 0 8 2 14 3,10 19 8
Búri 94019 46 2,69 4 8 6 13 2,75 11 9
Spakur94021 47 3,38 4 14 4 17 2,84 37 13
Drórni 94025 49 2,46 0 8 4 18 2,78 21 6
Frískur 94026 50 2,90 0 6 0 18 2,94 14 6
Steinn 94027 44 2,86 2 13 6 9 2,83 21 14
Prúður 94030 44 3,22 4 11 6 27 3,20 50 20
Punktur 94032 53 2,69 1 11 5 20 2,42 21 5
Galsi 94034 50 3,00 0 10 2 12 2,93 27 8
Breiði 94037 50 2,82 8 8 2 22 2,85 27 2
erfðavísi fyrir homum, en það eru
samt hlutfallslega færri naut en oft
áður. Nautin sem fá þann stimpil að
geta gefið hymt eru: Hamar 94009,
Óðinn 94012, Drómi 94025,
Frískur 94026, Prúður 94030,
Punktur 94032 og Galsi 94034.
Þar sem mörg af nautunum em
nánir afkomendur Tvists 81026
þarf það vart að koma að óvart að
sum af þessum nautum séu að gefa
fremur stórar kýr. Þau naut, sem
sérstaklega má benda á í því sam-
hengi, eru Klaki 94005, Tvinni
94011, Pinkill 94013 og Frískur
94026.
Fyrir skrokkbyggingu fá dætra-
hópar undan Klaka 94005 og Frísk
94026 hæstan jafnaðardóm, eða
28,5 stig, og dætur Spaks 94021
voru einnig mjög sterkbyggðar,
með 28,4 stig að jafnaði.
Júgurgerð hjá þessum kúm er
eins og áður segir jafnabetri en áð-
ur hefur gefið að líta. Þar koma
með hæst stig dætur Sveips 94016
og Frísks 94026 með 16,2 stig að
jafnaði. Fyrir þennan þátt eru dætur
Sokka 94003 með slakastan dóm
en stigagjöf þeirra er samt ekki til-
takanlega lág í samanburði við
hópa fyrr á ámm eða 15,4 stig. Rétt
er í þessu sambandi að víkja örfá-
um orðum að kynbótamati naut-
anna um júgur sem sjá má í töflu 2.
I þessu niati þá eru til viðbótar
dómsniðurstöðunum, sem hér er
fjallað um, einnig dregnir inn þætt-
ir úr línulegu mati á dætrahópunum
og þar er júgurdýpt úr línulega mat-
inu látin fá tiltölulega hátt vægi.
Með hliðsjón af fjölmörgum er-
lendum rannsóknum frá síðustu ár-
um er slíkt áreiðanlega rétt. Það eru
einmitt mjög vel borin júgur hjá
kúm undan Kaðli 94017 og Breiða
94037, sem skila þeim háu kyn-
bótamati fyrir þennan eiginleika.
Hins vegar er langsamlega mesti
veikleiki í júgurgerð hjá dætrum
Sokka 94003 sá hve síðjúgra sumar
af þessum kúm eru og því er þeim
refsað gífurlega sterkt í útreikningi
á kynbótamatinu fyrir eiginleikann.
Spenagerð er fremur jöfn og
gallalítil hjá kúnum undan þessum
nautum. Þar skipa sér á toppinn
dætur Sveips með 16,4 stig að með-
altali. hjá dætrum Galsa 94034 er
meðaltalið 16,3 og 16,2 er það hjá
dætrum Vestra 94014 og Glaðs
94018.
Eins og áður segir voru hópamir
nijög jafnir og þannig var meðaltal
þeirra í heildar'einkunn á bilinu
81,0 til 81,9 stig. Þetta eru miklu
jafnari gripir en dæmi em um áður.
Hæsta heildareinkunn að meðaltali
fá dætur Vestra 94014, eða 82,9
stig, meðaltal hjá dætrum Sveips er
82,8 stig og þá koma dætur
Skyggnis með 82,6 stig.
Einkennisorð
einstakra dætrahópa
Hér á eftir verður gerð tilraun til að
gefa stutta lýsingu á einstökum hóp-
um með örfáum einkennisorðum.
Sokki 94003. Svartar eða svart-
leistóttar kýr. Fremur langar kýr
með áberandi þaklaga malir. Alltof
26 - f R€VR 4-5/2001