Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 37

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 37
Áhrif erfða á endingu mjólkurkúa af íslensku kyni Inngangur A síðari árum hefur endingartími íslenskra mjólkurkúa styst veru- lega. Vega þar þungt þættir eins og auknar kröfur um mjólkurgæði og tilkoma framleiðslutakmarkana í mjólkurframleiðslunni. Ending mjólkurkúa hefur umtals- verð áhrif á efnahagslega afkomu þeirra er kúabúskap stunda. í því sambandi má minna á fjóra þætti. I fyrsta lagi hefur styttri endingar- tími í för með sér aukinn kostnað vegna uppeldis á nýjum gripum, sem aftur hefur í för með sér að minni hluta framleiðsluþáttanna (vinnuafl, fóður, húsnæði) er hægt að nýta í þágu hinna afurðagefandi gripa, mjólkurkúnna og gripa til kjötframleiðslu. I þriðja lagi leiðir skert ending til þess að lægra hlut- fall gripa er á síðari og nythærri mjaltaskeiðum (kýr ná hámarksnyt á 3.-4. mjaltaskeiði), þar af leiðir lægri meðalnyt hjarðarinnar. í fjórða lagi dregur styttri ending úr því vali sem bændur hafa vegna óbundinnar förgunar gripa, t.d. vegna ófullnægjandi afkastagetu. I ljósi þessa snúast rannsóknir á sviði nautgripakynbóta þessi miss- erin í auknum mæli um að finna að- ferðir til að meta endingu og á hvem hátt megi stunda kynbætur fyrir þeim eiginleika. Sem dæmi má nefna að Danir hyggjast gefa út kynbótaeinkunnir fyrir endingu næsta vor (mars 2001). Grundvöll- ur þessara kynbóta er að ljóst sé af hve miklu leyti ending ráðist annars vegar af erfðum og hins vegar af umhverfi. Markmið verkefnisins, sem grein þessi er unnin upp úr, er að leggja mat á þátt erfða í endingu mjólkurkúa af íslensku kyni. Efniviður og aðferðir I verkefninu voru skýrsluhalds- gögn Bændasamtaka íslands notuð. Gögnin náðu frá 1.1. 1974- 31.12.1997. Þar var um að ræða mjólkurskeiðsfærslur frá árunum 1981-1997 og ársafurðafærslur frá 1974-1997. Þá fylgdu gögnunum ættemisfærslur eins langt og heim- ildir voru fyrir. Fjöldi gripa í gagnasafninu reyndist vera 158.054. Ekki reynd- ist unnt að nota gögnin beint eins og þau komu fyrir, heldur varð að fella út umtalsverðan fjölda gripa. Flestir gripir voru felldir út sökum þess að skýrsluhaldi var hætt, tíma- bundið eða alveg, á því búi sem gripurinn kom frá. Eftir að hreins- un gagnanna hafði farið fram, stóðu eftir færslur um 44.130 gripi, frá 500 búum. Ending gripanna var annars veg- ar skoðuð sem flokkunarbreyta, þ.e. hvort gripur sem hafði skrán- ingu á fyrsta burði, var lifandi eða dauður á ákveðnum tíma, við 36, 48, 60, 72 og 84 mánaða aldur. Hins vegar var endingin metin sem samfelld breyta, framleiðslualdur, þ.e. fjöldi daga sem leið frá fyrsta burði til förgunar. Skoðuð vom áhrif þess að leiðrétta slikar end- ingartölur fyrir hæstu dagsnyt á 1. mjaltaskeiði. Þá var endingin einn- ig metin sem heildarmagn mjólkur sem gripimir náðu að framleiða á æviskeiðinu, könnuð voru áhrif þess að leiðrétta þá breytu fyrir aldri við fyrsta burð. Aðferð sennilegustu frávika (REML), var notuð til að reikna erfðastuðla, með einþátta einstakl- ingslíkani (single trait animal mod- el) og forritinu MTDFREML en forrit þetta byggir á þeirri aðferð að reyna kerfisbundið erfða- og um- hverfisstuðla, þar til þeir stuðlar sem hámarka sennileikafall gagn- anna em fundnir. Einstaklingslík- anið hefur þann kost að í því em nýttar allar þær skyldleikatengingar sem fyrir hendi eru í viðkomandi gögnum. Til að athuga hvaða umhverfis- þættir væru þess virði að hafa með í líkönunum, sem notuð voru til að meta erfðastuðla, var gerð sk. fer- vikagreining (ANOVA) á öllum líkönunum, til þess var nýtt töl- fræðiforrit Harvey. Útreikningar á kynbótagildum fyrir fjölda daga í framleiðslu, voru gerðir í sama for- riti og áður hefur verið nefnt, MTDFREML. Til hliðar við rannsókn á áhrifum erfða á endingu var gerð athugun á förgunarhlutfalli og förgunarástæð- um kúa á árabilinu 1992-1997, þar sem talinn var saman fjöldi gripa sem fargað var á tímabilinu og þeir flokkaðir eftir förgunarástæðum. Niðurstöður I 1. töflu má sjá meðaltal, staðal- frávik (S.D), breytileikastuðul (C.V) og hæsta og lægsta gildi á þeim eiginleikum sem erfðastuðlar voru metnir fyrir. 11. töflu má sjá að kýr hafa verið í framleiðslu í rúm fjögur ár að jafnaði á tímabilinu sem hér um ræðir. Breytileikinn er hins vegar gríðarlega mikill, endingin er allt frá tæpum mánuði upp í tæp 24 ár. Sama gildir um æviafurðirnar, þær spanna frá engu upp í rúm 105 tonn mjólkur, að jafnaði tæp 16 tonn. Hvað lifunina (lifun, hlutfall gripa í lífi við ákv. aldur) varðar, þá eru pR€VR 4-5/2001 - 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.