Freyr - 01.09.2003, Page 6
„Beitarstjórn er það sem
koma skal“
segir Daði Einarsson á Lambeyrum
Daði Einarsson á Lamb-
eyrum hefur sannað sig
sem brautryðjandi í ís-
lenskri sauðfjárrækt. Fyrir
nokkrum árum fullþróaði hann
gjafagrindur sem eru orðnar
vel þekktar um allt land. Nýj-
asta uppfinning Daða eru plast-
rimlar í fjárhúsgólf sem ætlað
er að leysa gömlu málmristarn-
ar af hólmi. Nú er hann einnig,
í góðu samstarfi við son sinn
Ásmund, að hanna girðingar-
kerfi sem hann telur að eigi eft-
ir að gagnast vel. Að mati Daða
er girðingarkerfið einn af
grundvöllum landnýtingarþátt-
ar gæðastýringarinnar. Það
gegnir lykilhlutverki í að forða
kindum frá vegum landsins og
fellur vel að markmiðum land-
nýtingarverkefnisins Betra bú.
Beitarstýring er grundvöll-
UR BÆTTRA BÚSKAPARHÁTTA
Með breyttum búskaparháttum
verður beitartími á afréttum trú-
lega smám saman styttur. Beit á
ræktað land og grænfóður mun
aukast í kjölfarið en þá vex nauð-
syn þess að hafa stjóm á beitinni.
Til þess að beitarstýring geti orðið
er nauðsynlegt að hafa góðar girð-
ingar. Útlit er því fyrir að á kom-
andi árum muni þörf fyrir girðing-
ar aukast mikið og eru þessar
breytingar þegar farnar að gera
vart við sig viða um land.
Gott girðingaskipulag gengur út
á að hólfa landið niður, búa til
heimahólf, fjallgirðingar, túngirð-
ingar og ýmsar aðrar beitargirð-
ingar. Skipulagðar rennur þurfa að
vera á milli hólfa svo unnt sé að
stýra fjárhópum án vandkvæða.
Ýmsar hindranir hafa hins vegar
verið í veginum fyrir því að bænd-
ur geti búið til hið „fullkomna“
girðingaskipulag, s.s. hár kostnað-
ur og útleiðsla rafgirðinga.
Það er erfitt að stjóma beit sam-
kvæmt kröfúm nútímans með hefð-
bundnum netgirðingum, að mati
Daða, þar sem þær em of dýrar og
rafgirðingar, eins og þær em i dag,
hafi sína galla. Þekkt vandamál við
rafgirðingar er útleiðni vegna gróð-
urs. Nokkrar aðferðir hafa verið
reyndar en ekki borið tilætlaðan ár-
angur. M.a. hefúr verið reynt að slá
undan girðingum með orfí en sú
leið er illfær þegar girðingar em
mjög langar. Þá hefúr verið reynt
að salta undir girðingar og bera möl
undir en þær lausnir hafa verið
flóknar í ffamkvæmd og dugað
skammt. Erlendis hafa verið notuð
eiturefúi en það þykir alls ekki
henta hér þar sem frainleiðslan er
markaðssett á forsendum gæða og
hreinleika.
Veltikerfið
Girðingarkerfíð sem hefúr verið i
hönnun og þróun á Lambeyrum í
rúm þrjú ár gengur undir nafninu
„ veltikerfið “. Það byggist í grófúm
dráttum á því að hægt er að slá und-
ir girðingamar með því að velta
þeim á hliðina. Settir hafa verið
upp nokkrir kílómetrar af tilrauna-
girðingum þar sem reyndar hafa
verið nýjar útfærslur á t.d. aksturs-
hliðum, homstaumm og almennum
girðingarstaurum. Homstauramir
em á steyptum klumpi og því er
enginn staur í kerfínu jarðfastur.
Hér má sjá þegar búið er að slá undir girðingunni. Mynd: ÁED.
| 6 - Freyr 7/2003