Freyr - 01.09.2003, Page 7
Endaveltihorn þar sem búið er að setja upp hliðgrind frá Kaupfélagi
Skagfirðinga. Ljósm: TB.
Smíðaður er fótur undir staurinn úr
kambstáli og hann síðan látinn lig-
gja á jörðinni. í kerfmu er eingöngu
gert ráð fyrir notkun plaststaura.
Helstu kostir kerfisins eru m.a.
þeir að gott er að viðhalda spennu
á girðingunni vegna þess að auð-
velt er að slá grasið undir henni.
Hægt er að girða á hvaða árstíma
sem er meðan ekki er snjór, girð-
ingarnar eru færanlegar, fljótlegt
er að velta þeim við og þær eru
hentugar í uppsetningu. Nauðsyn-
legt er að jafna vel undir girðing-
amar og gera má ráð fyrir nokkr-
um kostnaði við það.
Heildstætt girðingarkerfi
FYRIR ALLA BÆNDUR
Daði hefur unnið að því að fá
fjármagn í verkefnið en lítið orðið
ágengt. Að hans sögn snýst verk-
efnið um að þróa heildstætt girð-
ingarkerfi, ekki fyrir Lambeyrar
einar og sér, heldur fyrir alla aðra
girðinganotendur. Verkefni sem
þetta kostar mikinn tíma og pen-
inga og á næstu vikum og mánuð-
um verður unnið að því að fá fleiri
aðila til þátttöku. Daði hefur átt
samstarf við fyrirtækið Plastmót-
un allt frá árinu 1984. Plastmótun
framleiðir allan plastþátt rafgirð-
inganna og reyndar líka plastpróf-
ílinn sem notaður er í rimlagólfin.
Fyrsta rafgirðingin úr plaststaur-
um var 7 km fjallgirðing sem girt
var sumarið 1995 á Lambeyrum.
Frá þeim tíma hefúr Daði ein-
Rimlagólf klætt plasti
Athyglisverð nýjung í fjár-
húsunum á Lambeyrum er
rimlagólf úr tré sem klætt er
plasti. Allir sauðQárbændur
þekkja gömlu málmristamar
sem vilja ryðga og tærast
með tímanum. Nýja gólfið er
þannig að plastprófilar eru
sagaðir eftir endilöngu og
smeygt upp á ódýrt timbur-
efni. „Kindurnar voru óör-
uggar til að byrja með á
þessu nýja efni en vöndust
því fljótt.“ Aðspurður um
styrkinn segir Daði að hann
sé góður og slitið sé lítið en
það eigi þó eftir að konta í
ljós. Hann hafi 18,5 mm á
milli rimla og örlítill flái sé á
plastinu sem gerir það að
Rimlagólfið i fjárhúsunum á Lambeyrum. Ljósm. Ásmundur Einar Daða-
son.
verkum að taðið smeygist einkar auðveld sem gerir hús-
auðveldlega í gegn. Þrif eru ið allt vistlegra.
Freyr 7/2003 - 7 |