Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 10

Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 10
Vélinni ekið um yfirkeyrsluhliðið. Ljósm: ÁED Upplyftihlið. Þessi hlið eru gerð eftir ástralskri fyrirmynd en þau voru aðlöguð aö veltikerfmu og íslenskum aðstæðum. Þau byg- gja á því að girðingunni er lyft upp og fé er látið hlaupa undir. Þetta verða ódýrari hlið heldur en hin og kosturinn við þau er að ekki þarf að klippa vírinn í sund- ur. Lítill vandi er að fjarlægja hliðið ef ekki er lengur þörf fyrir það. Með þessu hliði fækkar hom- staurum vegna þess að engan hornstaur þarf við það. Mjög auð- velt er að opna og loka hliðinu, það slaknar lítillega á vírunum þegar það er opnað og strekkist þegar því er lokað. Yfirkeyrslustaur. Hann er ekki ólíkur hefðbundnum veltistaur nema að soðin er plata á fótinn og staurinn er boltaður við hana. Með því móti er hægt að leggja hann á hliðina til þess að fara yfir með vélar. Staurinn fellur inn í veltikerfið. Með þessu hliði fækk- ar hornstaurum vegna þess að engan homstaur þarf við hliðið. Að lokum Veltikerfið er nánast fullþróað en verið er að fullmóta smíðaþátt þess. Markmiðið er að auðvelda smíðina og fækka einingum. Áætlað er að þessari vinnu verði lokið á fyrstu mánuðum næsta árs. Þá hefur Daði hugsað sér að færa Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri sýningareintök af öll- um hlutum kerfisins í þeirri von um að það komi til með að nýtast girðinganotendum um land allt. Texti: Tjörvi Bjarnason. Molar ERLENT VINNUAFL í LANDBÚNAÐl í NOREGI Búist er við því að á þessu ári komi um 16.500 útlendingar til starfa tímabundið við landbúnað i Noregi en þörf er á þessu vinnuafli við tínslu á jarðaberjum og fleiri uppskerustörf. Á sl. ári, 2002, voru þetta 15.700 manns og árið 2000 9.900. Flestir koma frá Póllandi, en þar næst frá Lit- háen og Lettlandi. Þó að at- vinnuleysi fari vaxandi í Noregi dregur það ekki úr þörf á þessu vinnuafli. Þá hefur einnig verið rýmkað atvinnuleyfi þessa fólks en það gildir nú í sex mánuði, en gilti áður í þrjá. (Bondebladet nr. 31-32/2003). Mjólkurmál í ESB Lönd innan ESB fá úthlutaðan mjólkurkvóta á hverju ári frá höf- uðstöðvum sambandsins. Jafn- framt ber þeim að greiða sekt fyrir að leggja inn meiri mjólk en kvótinn mælir fyrir um. Ýmis lönd gera það og hefur Ítalía þar lengi verið framarlega í flokki og frá árinu 1995 hefur þessi umframframleiðsla verið veruleg og sektin, sem ítölskum mjólkurframleiðendum ber að greiða til Brussel, nemur 924 millj- ónum evra fyrir þetta tímabil. Þeir hafa hins vegar ekkert greitt af sektinni og ítalska ríkisstjórnin vinnur nú að því að bændurnir þurfi ekki að greiða nema tjórðung af upphæðinni. Bændurnir neita hins vegar að greiða nokkuð. Það flækir málið að 56% af allri mjólkursölu í Ítalíu er innflutt mjólk og mjólkurvörur en við- skiptafrelsi er með þessar vörur innan ESB. Mjólkurbændur í Norður-Ítalíu hafa mótmælt þess- um innflutningi. Mjólkurkvótar eru viðkvæmt pólitískt mál í Ítalíu. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra, hefur tekist að bregða fæti fyrir nýja skattalöggjöf í ESB með því að tengja hana við stjórn mjólkurframleiðslunnar á Ítalíu og krefst þess að 23 þúsund kúabændur fái gefna eftir mjólk- urskuld sína við bandalagið. Perspektiv nr. 20/2003). 110 - Freyr 7/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.