Freyr - 01.09.2003, Page 18
Mynd 4. Reiknaó magn dilkakjöts eftir hverja fullorðna á á skýrslu haustið
2002.
2000 algert metár um afurðir í
sögu fjárræktarfélaganna og
haustið 2001 var vænleiki dilka
einnig mjög góður. Utkoman frá
haustinu 2002 er sjónarmun lakari
en árið áður í þessum efnum.
Reiknað magn af dilkakjöti eft-
ir hverja tvílembu var 31,3 kg
(31,5). Eftir einlembuna fengust
að jafnaði 17,6 kg (17,7). Hjá
hverri á, sem skilaði lambi til
nytja að hausti, var reiknuð fram-
leiðsla 28,1 kg (28,4) og eftir
hverja á, sem lifandi var í byrjun
sauðburðar, var framleiðslumagn-
ið 26,2 kg (26,5). Ástæða er til að
vekja á því athygli að allar tölur
um kjötmagn í fjárræktarfélögun-
um eru enn miðaðar vió blautvigt
þó að langsamlega flest sláturhús í
landinu skili bændum þessum
upplýsingum sem þurrvigt. Þessi
framsetning leyfir aftur á móti
samanburð á niðurstöðum síðustu
tvo áratugi sem þessi grunnur hef-
ur verið notaður.
Rúmlega 151 þúsund lömb hafa
upplýsingar bæði um þunga og
fæti og fallþunga sem gerir mögu-
legt að reikna kjöthlutfall þeirra.
Þær upplýsingar eru umreiknaðar
í uppgjörinu miðað við tvilemb-
ingshrúta og er það þannig reikn-
að 40,1% (40,4) sem er ívíð lægra
en árið áður sem er í samræmi við
örlítið minni vænleika lambanna.
Mynd 4 sýnir hvert var reiknað
framleiðslumagn í dilkakjöti eftir
hverja á í einstökum sýslum
haustið 2002. Myndin, sem við
blasir, er í meginatriðum lík þeirri
sem var haustið 2001. Eins og
mörg undanfarin ár tróna Stranda-
menn þama á toppinum með 28,2
kg kjöts eftir ána. Þetta er að sjálf-
sögðu frábær árangur þó að fram-
leiðslan sé nær einu kg minni en
árið áður. Næstir þeim og aðeins
þrepi lægra koma nágrannar
þeirra í Vestur-Húnavatnssýslu og
Eyfírðingar með 27,9 kg kjöts eft-
ir hverja á. Þetta er þau sömu þrjú
héruð og vom á toppi með fram-
leiðslu haustið 2001. Þegar árin
eru borin saman í einstökum hér-
uðum kemur í ljós að afurðir eru
áþekkar eða ívíð meiri á Vestur-
landi, á Mið-Norðurlandi (Aust-
ur-Húnavatnssýsla, Skagaljörður)
eru þær nokkru minni og það
sama er uppi á teningnum í Þing-
eyjarsýslu. Framleiðslan er mjög
áþekk bæði árin i Múlasýslunum;
ívíð meiri í Skaftafellssýslunum,
snöggtum minni í Rangárvalla-
sýslu en meiri í Árnessýslu. 1
meginatriðum endurspegla þessar
breytingar á milli ára sveiflumar á
milli ára í meðalfallþunga lamba í
einstökum héruðum því að eins og
áður greinir voru sveiflumar í
frjósemi hverfandi litlar milli ára.
Það em samtals 10 fjárræktarfé-
lög þar sem framleiðsla er 30 kg
af dilkakjöti eða meira eftir hverja
skýrslufærða á. Mestar eru þær í
Sf. Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar
en þar eru 139 ær skýrslufærðar á
tveimur búum og skila þær að
jafnaði 34,8 kg af dilkakjöti.
Mörg af þeim félögum, sem sýna
þessar gríðarmiklu afurðir, eru
með fremur fátt fé skýrslufært þó
að árangur þeima sé jafn glæsileg-
ur fyrir því. Ástæða er hins vegar
til að vekja athygli á tveimur mjög
stómm félögum sem ná að fylla
þennan hóp. í Sf. Kirkjuhvamms-
hrepps em nær 2000 skýrslufærð-
ar ær sem skila 32,9 kg af dilka-
kjöti að jafnaði. Áður hafði komið
fram að frjósemi ánna í þessu fé-
lagi var árið 2002 með afbrigðum
mikil og er þessi árangur frábær. I
Sf. Skriðuhrepps eru skýrslufærð-
ar tæplega 1200 ær og þar var
vænleiki dilka haustið 2002 einn-
ig afar mikill og var framleiðsla
eftir hverja skýrslufærða á þar
32,9 kg.
Það þarf vart að segja nokkmm
það lengur að tölur um fram-
leiðslumagn einar og sér segja
ekki allt. Hins vegar verður aldrei
rekinn arðbær fjárbúskapur nema
framleiðni sé góð og mælikvarði á
hana er frjósemi og framleiðslu-
magn á hverja einingu (á). Til við-
bótar er mikilvægt að gæði fram-
leiðslunnar séu fyrir hendi. Við
mikinn vænleika verður það lífs-
spursmál að búa við íjárstofn sem
hefur hæfileika til mikillar vöðva-
söfnunar og lítillar fitusöfnunar.
Bændur í Sf. Kirkjuhvamms-
hrepps hafa margir um árabil tví-
118-Freyr 7/2003