Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2003, Side 19

Freyr - 01.09.2003, Side 19
Tafla 2. Bú með mest kjötmagn haustið 2002 eftir skýrslufærða á Nafn Heimili Tala Lömb til Kg áa nytja pr./á Eiríkur Helgason Ytra-Gili 14 2,43 52,3 Þorvaldur Jónsson Innri-Skeljabrekku 10 2,00 43,8 Hörður Pálsson Hömrum 23 2,04 42,8 Steingerður Jósavinsdóttir Brakanda 8 2,00 41,4 Ólafur og Hulda , Reykjum 10 2,00 41,2 Valdimar Sigmarsson Sólheimum 11 2,09 40,2 I Jóhann Tryggvason Vöglum 6 1,83 40,1 mælalaust verið í fararbroddi þeirra sem hafa verið að takast á við þessa ögrun í ræktunarstarfmu og árangur þeirra er óumdeilan- lega verulegur. Afurðahæstu búin Hvað varðar einstaka framleið- enda þá eru margir þeirra að ná mjög eítirtektarverðum árangri. Þar hefur ætíð verið venjan að skoða það út ffá ffamleiðslumagni eftir hverja á. Það ber að sjálf- sögðu að gera með þeim fyrirvör- um sem að ffaman eru nefndir um framleiðslugæði, en mörg búanna, sem þar eru ofarlega á lista, eru einnig vel þekkt af listum um framleiðslugæði út frá kjötmati sem fjallað er á öðrum stað í þessu blaði. Árið 2002 náðu 195 skýrslu- haldarar því marki að framleiða 30 kg af dilkakjöti eða meira eftir hverja á. Þrátt fyrir það að munur í meðalafurðum sé lítill á milli ár- anna 2001 og 2002 þá er hann nægjanlegur til þess að þessi hóp- ur er snöggtum minni haustið 2002 en árið áður. í töflu 2 er gef- ið yfírlit um allra afúrðamestu bú- in á þessum lista. Allt eru þetta litlar hjarðir þar sem frjósemi ánna er feikilega mikil. Efsta sæt- ið skipar Eiríkur Helgason á Ytra- Gili í Eyjafjarðarsveit en 14 ær hans ffamleiða að meðaltali 52,3 kg af dilkakjöti, en frjósemi hjá ánum í þessari hjörð eru fáheyrð þar sem 2,43 lömb eru til nytja að jafnaði eftir hverja þeirra. I hópi búa með 100 ær eða fleiri skýrslufærðar ná 204 að þessu sinni 28 kg framleiðslumarkinu. Líkt og í 30 kg búunum er þessi hópur talsvert minni haustið 2002 en 2001 sem skýrist af þeim mun, þó að lítill sé, sem er á fallþunga og frjósemi á milli ára, þannig að hópurinn, sem er rétt við mörkin, er stór að þessu sinni. Þau tvö bú, sem undanfarinn áratug hafa nokkuð bróðurlega skipt með sér toppsætinu á þess- um lista, ef undan er skilið haust- ið 2001 þegar þau bæði þokuðu örlítið niður hann, eru aftur búin að ná sinni rótgrónu stöðu. Þetta eru að sjálfsögðu bú Indriða og Lóu á Skjaldfönn og hjá Hjálmari og Guðlaugu á Bergsstöðum á Vatnsnesi. Skýrslufærðar ær á Skjaldfönn eru 238 og þær skila að meðaltali 1,71 lambi til nytja að hausti. Þroski Skjaldfannar- lambanna er löngu landsþekktur og reiknað framleiðslumagn eftir hverja á var 36,1 kg haustið 2002. Á Bergsstöðum voru æmar 324 og frjósemi þeirra frábær því að 1,97 lömb fást til nytja eftir hverja þeirra. Þó að vænleiki lambanna sé feikilega mikill þá er hann talsvert minni en á Skjald- fönn en eftir ána er framleiðslu- magnið árið 2002 36,0 kg að jafn- aði. Líkt og árið áður er í þriðja sæti Tryggvi Eggertsson í Gröf með 180 ær sem skiluðu að með- altali 35,8 kg af dilkakjöti. í töflu 3 er yfírlit um þau 18 bú úr þess- um flokki sem ná 33 kg markinu haustið 2002. Þama er víst fáa ný- græðinga að sjá heldur eru þetta Tafla 3. Bú með mest kjötmagn eftir skýrslufærða á haustið 2002, þar sem 100 eða fleiri ær voru skýrslu- færðar Nafn Heimili Tala áa Lömb til nytja Kg pr./á Indriði og Lóa Skjaldfönn 238 1,71 36,1 Hjálmar og Guðlaug Bergsstöðum 324 1,97 36,0 Tryggvi Eggertsson Gröf 180 1,89 35,8 Gunnar og Doris Búðarnesi 179 1,80 35,1 Ellert Gunnlaugsson Sauðá 357 1,93 35,0 Félagsbúið Lundi 313 1,76 35,0 Heimir Ágústsson Sauðadalsá 338 1,92 34,0 Reynir og Ólöf Hafnardal 266 1,81 33,7 Arnar og Kjartan Brimnesi 110 1,84 33,6 Aðalsteinn Jónsson Klausturseli 269 1,99 33,6 Vernharður Vilhjálmsson Möðrudal 188 1,86 33,6 Þorsteinn Kristjánsson Jökulsá 228 1,75 33,6 Ragnheiður Jónsdóttir Gestsstöðum 118 1,88 33,4 Hulda Snorradóttir Dagverðartungu 114 1,81 33,4 Björn og Guðbrandur Smáhömrum 267 1,85 33,3 Elin Anna og Ari Guðmundur Bergsstöðum 278 1,83 33,2 Félagsbúið Þríhyrningi 115 1,81 33,0 Árni Halldórsson Garði 205 1,96 33,0 Freyr 7/2003 -19 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.