Freyr - 01.09.2003, Page 21
Starfsemi sauðfjársæð-
ingarstöðvanna árið 2002
essi grein gefur hefð-
bundið yfirlit um starf-
semi sauðfjársæðinga-
stöðvanna í desember 2002.
Áfram hélt kraftmikil starfsemi
á þessu sviði og þátttaka í
starfinu sló öll eldri met. Starf-
semin varð hins vegar um leið
fyrir vissum áföllum sem vikið
verður að síðar í greininni.
Þessi starfsemi hefur með
hverju ári orðið veigameiri hlekk-
ur í framkvæmd sauófjárkynbóta-
starfs í landinu. Undirstaða þess
er að á stöðvunum sé á hverjum
tíma að finna blómann úr stofni
kynbótahrúta í landinu. Með
skipulegu vali hrútanna á síðustu
árum hafa tvímælalaust verið stig-
in skref í þá átt. Á það er hins veg-
ar rétt að benda að mjög stór
svæði landsins eru lokuð stöðv-
unum fyrir hrútatöku inn á þær.
Talsvert af þessu eru svæði þar
sem fyrir um áratug fóru ffam
stórfelld fjárskipti vegna útrým-
ingar á riðuveiki. Með markvissu
ræktunarstarfi hjá fjölda fjár-
bænda á þessum svæðum fer hins
vegar þar víða að verða að fmna
athyglisverða kynbótagripi. Það
væri því ræktunarstarfi í landinu
tvímælalaust til framdráttar ef á
næstu árum yrði mögulegt að lyfta
því helsi af sumum þessum rækt-
unarbúum sem þar er í dag.
Sæðingamar eru með siaukinni
þátttöku á síðustu árum að breyt-
ast úr því að vera þáttur í reglu-
legri endumýjun í hrútastofni á
búinu yfir í það að bændur stefna
að því að talsvert hátt hlutfall end-
umýjunar í ærstofninum sé einnig
tilkomið með sæðingum. Ekkert
vafamál er að þessar breytingar
munu stuðla að enn meiri ræktun-
arárangri í sauðfjárræktinni á
næstu árum en hingað til. Jafn-
hliða hefur stórlega dregið úr
notkun samstillinga ánna enda
hafa niðurstöður til fjölda ára sýnt
lakara árangur úr sæðingum þegar
samstillingar em notaðar en þegar
sætt er ósamstillt. Því má ætla að
notkun samstillinganna heyri
meira sögunni til nema í þeim til-
vikum þar sem þær eiga fullan rétt
á sér eins og í litlum hjörðum og
þegar verið er að sækjast eftir ein-
hverju mjög sérstöku eins og for-
ystuhrútum eða mislitum hrútum.
Veturinn 2002 voru stöðvar
starfræktar í Laugardælum og á
Möðruvöllum. Fleiri hrútar voru á
stöðvunum en nokkru sinni áður
eða samtals 48 hrútar, jafnmargir
á hvorri stöð. I Laugardælum var
staðfest gamaveiki í einni af ánum
á stöðinni seint í nóvember og í
aðgerðum til að hreinsa stöðina
voru felldir þrír hrútar. Hliðstætt
tilvik kom fyrir á stöðinni á
Möðruvöllum fyrir rúmum tveim-
ur áratugum eins og einhverjir
muna ef til vill. Þessi atburður
gerir að litlu allar hugmyndir um
að sameina rekstur sæðingastarf-
seminnar á eina stöð, þar sem
þetta óhapp sýnir vel þá miklu
áhættu sem með því væri tekin
fyrir þessa starfsemi gagnvart
ófyrirséðum atvikum eins og
þessu.
Hrútakosturinn í Laugardælum
skiptist þannig að 16 hymdir hrút-
ar vom þar og sjö kollóttir, auk
forystuhrúts. Á Möðruvöllum
vom 15 hymdir hrútar, átta koll-
óttir og þar var einnig einn for-
ystuhrútur.
Endumýjun í hrútakosti var um-
talsverð eins og verið hefúr und-
anfarin ár. Af hrútum, sem voru á
stöðvunum í desember 2001, vom
13 sem höfðu fallið, af margvís-
legum ástæðum. Nýliðun var hins
vegar meiri en nokkru sinni eða
samtals 21 hrútur. Hrútamir sem
horfnir vom af sjónarsviðinu voru
þessir: Sunni 96-830, Teigur 96-
862, Askur 97-835, Fengur 97-
863, Spónn 98-849, Prestur 94-
823, Mjaldur 93-985, Moli 93-
986, Bjálfi 95-802, Mölur 95-812,
Búri 94-806, Bassi 95-821 og
Biskup 96-822.
Nýir hrútar á stöð
Nýliðamir í hrútakostinum eru
taldir upp hér á eftir um leið og
gerð er grein fyrir uppmna þeirra,
en um fyllri upplýsingar um þessa
hrúta er vísað í stórglæsilega
hrútaskrá stöðvanna.
Baukur 98-886 kom frá Borgar-
felli í Skaftártungu. Hann er sonur
Búts 93-982 en móðir hans, Una
94-406, er undan Funa 93-426.
Baukur er hvítur og hymdur og
var á stöð í Laugardælum.
Víðir 98-887 var fenginn frá
Freyr 7/2003 - 21 |