Freyr - 01.09.2003, Blaðsíða 25
- Guðmundur S. Jónsson, Ærlæk
Múlasýslur
- Jón Víðir Einarsson, Hvanná og
Bragi Björgvinsson, Breiðdalsvík
Austu r-Skaftafellssýsla
- Guðfinna Benediktsdóttir, Vola-
seli
Vestur-Skaftafellssýsla
- Jón Jónsson, Prestbakka
Rangárvallasýsla
- Þorsteinn Oddsson, Hellu
Arnessýsla austan vatna
- Amór Karlsson, Biskupstungum
Vestmannaeyjar
- Birgir Sigurjónsson, Vestmanna-
eyjum.
I október mun ég senda dreifi-
bréf til markavarða með ábend-
ingum og leiðbeiningum um söfn-
un marka og útgáfu markaskráa
2004. Gert er ráð fyrir að þeir
safni mörkum til áramóta þannig
að unnt verði að vinna að tölvu-
setningu og öðrum undirbúningi
undir prentun á fyrstu mánuðum
næsta árs. Skrámar komi síðan út
vorið og sumarið 2004 og dreif-
ingu verði alls staðar lokið fyrir
réttir það haust. Sauðijárbændur
og aðrir ijáreigendur em beðnir að
hafa þetta í huga og fylgjast með
tilkynningum frá markavörðum
og mér í héraðsfréttablöðum,
Bændablaðinu og víðar nú í vetr-
arbyrjun. Öll mörk, sem á að nota
áfram, þarf að endurskrá svo og
ný mörk og eigendaskipti eða
breytingar á búsetu. Nú er búið að
útrýma öllum óleyfilegum sam-
merkingum, eftir því sem best er
vitað, og þess verður gætt að ekki
verði til nýjar. Markaverðir gefa
upplýsingar og aðstoða við upp-
töku nýrra marka. Einnig geta þeir
ráðstafað svokölluðum marka-
varðamörkum sem eru laus á
hverjum tíma.
Fækkum soramörkum
Um árabil hefur verið unnið
gegn miklum særingarmörkum,
sem í mörgum tilvikum má rétti-
lega kalla soramörk. Reyndar eru
sum „stóru“ mörkin mjög greini-
leg á eyra ef þau eru rétt og vel
mörkuð en oft má að skaðlausu
fækka benjum. Sérstaklega bið ég
þá sem eru að taka upp ný mörk
að huga að þessu, skoða vel við-
komandi markaskrá og helst
landsmarkaskrána líka og velta
upp ýmsum möguleikum. Með
fækkun marka verður auðveldara
að finna „lítil“ mörk og jafnvel að
breyta eldri mörkum með því að
fækka benjum. Athugið hvort
hægt er að sleppa einhverjum
undirbenjum, t.d. bitum og Qöðr-
um, og hugsanlega yfirmörkum,
jafnvel að vera með annað eyrað
alheilt. Best er að særa lömbin
sem minnst því að síðan bætist við
gat fyrir plötumerki, a.m.k. í öllu
skýrslufærðu fé og þar með í öllu
fé á búum með gæðastýringu.
Reyndar er líklegt að skylt verði
að plötumerkja allt fé í landinu
innan fárra ára. Þess ber að geta
að áfram verður notað sama bæj-
amúmerakerfi þrátt fyrir samein-
ingu sveitarfélaga, og litakerfi eft-
ir vamarsvæðum, enda til mikils
hagræðis við fjárrag og auðkenn-
ingu fjár, allt til slátmnar.
Skylt að eyrnamarka lömbin
Við hérlendar aðstæður, þar sem
meiri eða minni samgangur er á fé
frá ýmsum eigendum, gegna
eymamörk veigamiklu hlutverki.
Það ákvæði afréttarlaga að lömb
skuli eymamarka fyrir lok 12.
viku sumars er enn í fullu gildi.
Þótt einnig séu notuð önnur mörk,
svo sem plötumerki í eym og
brennimörk á hom, er óheimilt að
sleppa eymamörkun. Þess em því
miður dæmi að þessi gmndvallar-
regla sé brotin af ásettu ráði. Slíkt
er fráleitt því að eymamörkun
varðar ekki aðeins eignarrétt held-
ur auðveldar hún eftirlit með sauð-
fjársjúkdómum og er veigamikill
liður í upprunamerkingu vegna
gæðastýringar. I nýlegri reglugerð
um gæðastýrða sauðijárfram-
leiðslu er auk einstaklingsmerk-
ingar með plötumerki tekið skýrt
fram að allt sauðfé skuli eyma-
merkt eiganda sínum samkvæmt
ákvæðum afréttarlaga. Stöku ær
sleppa með ómarkað og alltaf fæð-
ist eitthvað af sumrungum þannig
að ekki er óeðlilegt þótt einhverjir
ómerkingar komi ffam í skilarétt-
um á haustin. Að hluta ganga
þessi lömb út, þannig að mæður
helga sér þau, en venjulega gengur
eitthvað af. Enn þarf því að senda
töluvert af slíkum lömbum í slátr-
un sem óskilafé. Eg tel mjög brýnt
að markaskoðunarmenn í slátur-
húsum fylgist vel með þessum
málum og láti það ekki óátalið ef
verið er að senda heila hópa af
ómörkuðum lömbum frá ákveðn-
um bændum í slátrun, jafnvel þótt
þau séu plötumerkt. Sé það lög-
brot liðið eykst mjög hætta á mis-
ferli. Fækkun sláturhúsa og flutn-
ingur sláturfjár um langan veg á
milli héraða krefst enn vandaðri
markaskoðunar og eftirlits með
því fé sent er að koma inn í húsin
og þar má ekki slaka neitt á kröf-
um um auðkenningu fjárins.
Ábendingar
Ég mun nú sem fyrr mæla með
því að allar fjallskilasamþykktir
verði birtar í markaskrám. Þar eru
þær aðgengilegri en í Stjómartíð-
indum fyrir þorra bænda. Því vil
ég koma þeirri ábendingu á fram-
færi að hraðað verði endurskoðun
Qallskilasamþykkta þar sem henn-
ar er þörf til þess að hægt sé að
birta nýja útgáfu af þeim í marka-
skrám 2004. Ferlið tekur a.m.k.
nokkra mánuði og ekki er ráð
nema í tíma sé tekið. Landbúnað-
arráðuneytið þarf að fá allar
fjallskilasamþykktir til staðfest-
Frh. á bls. 54
Freyr 7/2003 - 25 |