Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2003, Page 30

Freyr - 01.09.2003, Page 30
Mynd 1. Skiputag tilraunarinnar. fæti, ómmæld og fita á síðu metin fyrir hverja af hinum fjórum slátr- unum, þ.e. 4. október, 7. nóvember, 28. nóvember og 19. desember. Upplýsingum úr sláturhúsi var safh- að á hefðbundinn hátt (fallþungi og flokkun) en auk þess var mæld fitu- þykkt á síðu (J - mál) á öllum skrokkum auk annarra heföbund- inna útvortis- og þverskurðarmála sem mæld eru í afkvæmarannsókn- um á Hesti, og gefin stig fyrir læri og frampart. EUROP- flokkun skrokkanna var snúið yfír á línuleg- an skala líkt og gert er t.d. í uppgjöri afkvæmahópa hjá hrútum (Fitufl. 2 = 5; Fitufl. 3 = 8; Fitufl. 3 + = 9; Fitufl. 4= 11, Fitufl. 5 = 14 - P = 2; O = 5;R= 8;U = 11; E = 14). Guðjón Þorkelsson (Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins), Óli Þór Hilmarsson (Matvælarannsóknum Keldnaholti) og samstarfsmenn gerðu meymi/seigjumælingar á alls 36 lömbum úr tilrauninni, sex úr hverjum tilraunahópi. Sýni til mæl- inganna voru tekin daginn eftir slátrun úr hryggvöðva lambanna. Mælingar á meymi/seigju voru gerðar á elduðum hryggvöðva, með alls fjórum aðferðum, en hér verð- ur aðeins greint frá niðurstöðum úr einni þeirra, svo kallaðri “Wamer Bratzler shear force” -aðferð. Þessi aðferð byggir á því að skera sundur vöðvasýni á ákveðinn hátt og er krafturinn sem þarf til þess mældur. Því minni sem krafturinn er því meyrara er kjötið. Meymi/seigja mæld á þennan hátt hefúr mjög háa fylgni (0,9) við skynmat á meymi og er sú viðmið- unaraðferð sem flestir viðurkenna (eftir Guðjóni Þorkelssyni o.fl., 2000). Niðurstöður og umræða Át Niðurstöður mælinga á áti lamb- anna em sýndar í 1. töflu. Lömb- in átu kjamfóðrið mjög vel, en lít- illega minna kjamfóðurát hjá hóp D heldur en F skýrist af því að það tók lömbin 3-4 daga að læra átið á kjamfóðrinu þannig að þau ætu allan þann skammt er þeim stóð til boða. Það er hins vegar athyglis- vert að skoða í hvaða mæli kjam- fóðurgjöfín dregur úr áti lambanna á gróffóðrinu. Ef fyrst er litið á styttra eldis- tímabilið má sjá að meðalát hjá hópi D er 1,05 kg þe. á dag, þar af 0,34 kg þe. úr kjamfóðri og 0,71 kg þe. úr gróffóðri. Hópur C sem fær eingöngu gróffóður étur 0,93 kg þe. á dag. Kjamfóðurgjöfin dregur því úr gróffóðurátinu sem nemur 0,22 kg (0,93-0,71). Þetta þýðir að um 65% kjamfóðursins (0,22/0,34) kemur í stað gróffóð- ursins en um 35% kjamfóðurgjaf- arinnar eru bein viðbót í áti. Hjá hópunum, sem aldir vom lengur (6 vikur), skilar kjamfóður- gjöfín sér í minna mæli í auknu áti. Hópur F étur 1,10 kg þe, á dag (0,74 úr heyi og 0,36 úr kjamfóðri) en hópur E étur 1,03 kg þe. af gróf- fóðri eingöngu. Kjamfóðurgjöfin dregur úr gróffóðurátinu sem nem- ur 0,29 kg þe. á dag (1,03-0,74) sem þýðir að 81% kjamfóðursins kemur í stað grófföðurs en einung- is 19% skila sér í auknu áti. Fyrri þrjár vikur af eldistíma þessara hópa var hlutfallið 79% en síðari þrjár vikumar var það 84%. Mun- urinn þar á milli gæti skýrst af þvi að meðalorkustyrkur heysins var lítið eitt hærri á síðara tímabilinu (0,77 FEm/kg þe.) heldur en á því fyrra (0,75 FEm/kg þe.). Það er vel þekkt úr erlendum tilraunum að eft- ir því sem orkustyrkur grófföðurs 1. tafla. Át innifóðraðra lamba á heyi og kjarnfóðri á eldistímanum. Hóour Hev Át. ka be. á daa Kiarnfóður Alls FEm/daa Alls úr fóðri AAT a/daa PBV a/daa C. hey-3 vikur 0,93 0,93 0,70 72,9 32,1 D. hey+kjarnf.-3 v. 0,71 0,34 1,05 0,91 97,6 25,0 E. hey- 6 vikur 1,03 1,03 0,80 77,1 57,3 F. hey+kjarnf.-6 v. 0,74 0,36 1,10 0,97 99,3 40,4 | 30 - Freyr 7/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.