Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 32

Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 32
4. tafla. Mevrni/seigjumælinqar HÓPUR Shearforce gildi (Kg) ’) A. viðmiðun 3.31 a B. kál 2.26 b C. hey-3 vikur 2.49 b D.hey+kjarnf.-3 v. 2.04 b E.hey- 6 vikur 2.17 b F. hey+kjarnf.-6 v. 2.30 b 1) Gildi i hverjum dálki fyrir sig, sem hafa ekki sama bókstaf, eru marktaekt frábrugðin tölfræðilega (p<0.05). þar sem sauðimir, þrátt fyrir að vera ívið þyngri en gimbrarnar, eru með um 5-7 mm minni síðu- fítu. Ekki var gert tölfræðilegt uppgjör á því hvort þessi munur á milli kynjanna væri marktækur vegna þess hversu fáir sauðimir voru. Þetta verður þó að teljast nokkuð augljós vísbending um að mikill munur sé á fitusöfnunar- eiginleikum haustgeltra sauða og gimbra, þeim fyrmefndu í hag, við innieldi fyrir jólaslátrun. Lífeðlisíræðileg skýring á þessu, auk hugsanlegra áhrifa af árstíðum (fengitími), er sú að við sama þunga eru gimbrar líffræðilega komnar lengra í þroskaferlinum en hrútar. Hægt er að nota það sem mælikvarða á þroska hversu miklu hlutfalli af fullorðinsþunga skepna er búin að ná. Ef við segjum sem svo að eðlilegur fullorðinsþungi sé 65 kg hjá ám en 90 kg hjá hrútum, þá er 40 kg gimbur búin að ná um 62% af fullorðinsþunga en 40 kg hrútur er aðeins búinn að ná um 44% af fúllorðinsþunga. Til þess að ná sama þroska og 40 kg gimb- ur þyrfti hrúturinn skv. þessu að ná (90 x 62% =) 56 kg þunga. Með auknum þroska vex hluti fitu í þungaaukningu jaíhan á kostnað vöðvavaxtar. Með töluverðri ein- földun má þá segja að búast megi við að 56 kg hrútur sé álíka “feitur” og 40 kg gimbur. Meyrni/seigjumœlingar Eins og 4. tafla sýnir (Guðjón Þorkelsson o.fl., óbirt gögn) er meyrni kjöts af hryggvöðva minnst hjá lömbunum, sem slátr- að var beint af úthaganum, og er munurinn milli þess hóps og hvers af hinum marktækur. Hins vegar er ekki marktækur munur í þessu tilliti milli neinna af hinuin hóp- unum. Þetta er a.m.k. við fyrstu sýn merkileg niðurstaða, þar sem meymi hefur almennt frekar verið talin minnka með aukinni þyngd. Ljóst er þó að fleiri þættir hafa áhrif, svo sem ef til vill hvort lambið er í bötun eða afturför við slátrun. í Evrópuverkefni um lambakjöt (Guðjón Þorkelsson o.fl., 2000) voru mæld sambæri- leg gildi allt frá 1,72 (meðalstór íslensk gimbrarlömb) til 4,17 (þung ítölsk lömb), svo að gildin sem mældust í þessari tilraun eru í lægri kantinum, nema helst á við- miðunarhópnum (A). Ályktanir í þessari tilraun skiluðu tiltölu- lega stórir skammtar af kjamfóðri litlum vaxtarauka fram yfir ein- hliða fóðmn á góðu gróffóðri og þarf ekki að fjölyrða um að kjam- fóðumotkunin reyndist ekki hag- kvæm í þessum mæli. Bæði var þar um að ræða að kjamfóðurgjöf- in dró tiltölulega mikið úr heyáti og að það umframfóður, sem kjamfóðurlömbin þó fengu, skilaði sér ekki nægjanlega vel í auknum vöðvavexti, heldur ffemur í til- hneigingu til aukinnar fitusöfhun- ar. Vöxtur lambanna á kálbeit var ágætur og sömuleiðis var þunga- aukning á 6 vikna innieldi vel ásættanleg, en 3ja vikna innieldi virðist vera of stuttur tími til að ná ffam verulegri þungaaukningu. Fitusöfnun gimbra á innieldinu var óhófleg, en þeir fáu haustgeltu sauðir sem voru í tilrauninni sýndu allt aðra eiginleika hvað þetta varðar. Til innieldis og slátrunar í nóvember og desember virðist mun vænlegra að nota haustgelta sauði en gimbrar, með tilliti til vaxtargetu og fitusöfnunareigin- leika, jafnvel þó að nokkm þurfi að kosta til með geldingu á hrútunum. Til að skoða þetta ffekar verður gerð tilraun á Hestbúinu nú í haust (2003) með mismunandi eldi þar sem eingöngu verða notaðir sauðir. Svo virðist sem hausteldi lamb- anna hafi almennt haft heldur já- kvæð áhrif á meymi kjötsins. Hcimildir Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjömsson, 2001. Haustbötun sláturlamba á ræktuðu landi - gamalt vín á nýjum belgjum? Freyr 10/2001: 43-50. Guðjón Þorkelsson, Þyr- í Valdimarsdóttir og Magnús Guð- mundsson, 2000. Evrópuverkeíhi um lambakjöt. IV-Eðlis- og eíhaffæðileg- ir þættir. Ráðunautafundur 2000: 247-254. Jóhannes Sveinbjömsson og Fann- ey Ólöf Lárusdóttir, 2002. Athugun á vetrareldi lamba á þremur bæjum í Skaftártungu. Freyr 8/2002: 29-32. Stefán Sch. Thorsteinsson, Ingi Garðar Sigurðsson RALA og Sig- valdi Jónsson, 1993. Prótein í fóðri tvílembna eftir burð. Ráðunautafúnd- ur BÍ og Rala, 14 bls. Stefán Sch. Thorsteinsson og Sig- urgeir Þorgeirsson, 1989. Vetrarfóðr- un og hirðing fjár. I: Frjósemi, vöxt- ur og fóðmn sauðfjár- rit til minning- ar um dr. Halldór Pálsson: bls- 113- 146. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Búnaðarfélag íslands, Reykja- vík. | 32 - Freyr 7/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.