Freyr - 01.09.2003, Síða 35
Tafla 1. Hreinleiki kinda (á kvarðanum 0-5) gerð. á hverri gólf-
Hálmur Málmristar Fura Steypa Harðviður Epoxy
Framfótahné og leggur 1 1 3 3 2 3
Síða 1 2 2 2 2 2
Haekill 1 2 3 4 4 4
Læri 1 2 3 3 3 3
Bringa 1 2 2 2 3 3
Reyfi 1 2 2 3 3 3
Hey í ull 1 2 2 2 2 2
Hreinleiki, meðaltal 1,0 1,9 2,4 2,7 2,7 2,9
ir ef klaufimar voru skemmdar og
klaufir sem greinilega þörfnuðust
klippingar voru að sjálfsögðu
klipptar, en mældar bæði fyrir og
eftir klippingu.
Á mynd 5 er sýndur lengdar-
vöxtur afturklaufa á mismunandi
gólfgerðum. Timburgólfin slíta
klaufunum minnst - jafnvel
minna en hálmgólfið. í hinum
endanum er epoxy-sand bland-
an, steypan og málmristarnar.
Hafa verður í huga að epoxy-
sand gólfið var nýtt, og steyptu
rimlarnir einnig, en ristarnar
voru ársgamlar. Harðviðurinn og
furan voru nær óslitin. Við vit-
um ekki af hverju vöxturinn í
hálmstíunni var minni en á við-
argólfunum. Hugsanlega er þetta
fyrir tilviljun - þvi að munurinn
er ekki mikill miðað við staðal-
frávikið, en einnig gæti verið að
kuldinn í hálmstíunni hafi feng-
ið kindurnar til að setja ullarvöxt
í forgang, og draga úr klaufa-
vexti.
Svo virtist sem skemmdar
klaufir væru algengastar á viðar-
gólfunum - sérstaklega á harð-
viðnum. Án efa eru tengsl milli
langra klaufa og hættunnar á
skemmdum.
Hreinleiki kinda á mismunandi
gólfgerðum
Hreinleiki kindanna var metinn
á sérstökum kvarða áður en
vorsnoð var tekið af þeim. Hver
kind var metin á kvarðanum 0-5
þar sem 0 var mjög hreint en 5 var
mjög skítugt. Sundurliðaðar nið-
urstöður eru sýndar í töflu 1. Þar
kemur fram að kindumar á hálm-
inum voru áberandi hreinlegastar
en skitugastar voru kindumar á
hörðu gólfúnum (epoxy, harðviði
og steypu). Athygli vekur að
hálmurinn festist ekki í reyfi kind-
anna í hámstíunni, og hefúr því
ekki neikvæð áhrif á ullargæði.
Snoðinu var safnað, flokkað eftir
gólfgerðum, en enginn munur
kom fram í ullarmati; allt snoðið
fór í annan flokk.
Vinna
Mælingar á vinnu við þrif eru
tvískiptar. í fyrsta lagi er skráð
daglega hvort sópa þurfti viðkom-
andi kró - og þá metið hversu
mikið uppsóp var á gólfinu. I öðru
lagi em framkvæmdar vinnumæl-
ingar á þeim tíma sem fer í að
sópa mismunandi gólfgerðir.
Bráðabrigðaniðurstöður sýna að
hreinsun heyslæðings úr hverri
kró tekur um tvær mínútur og ekki
er merkjanlegur munur milli gólf-
gerða. Hins vegar er grundvallar-
munur á timburgólfunum (fura og
harðviður), annars vegar, og hin-
um gólfgerðunum, hins vegar.
Timburgólfin þarf nær aldrei að
sópa en hin gólfin (epoxy, steypu
og málmristar) þarf að sópa nær
daglega. Það skal tekið fram á að
Hesti er gefið einu sinni á dag og
slæðigrindur eru í hverri jötu. Ef
innistaðan er að meðaltali 200
dagar og hreinsunin á hverri 25
kinda kró tekur 2 mínútur á dag,
þá gefur það uin 27 klst. á hverjar
100 ær.
Freyr 7/2003 - 35 |