Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Síða 45

Freyr - 01.09.2003, Síða 45
Einkunnir sæðingarstöðva- hrútanna haustið 2003 Með þessari grein er birt hin árlega tafla um nýjustu upplýs- ingar um hrúta á sæðingar- stöðvunum sem er að fínna í uppgjöri fjárræktarfélaganna. Rétt er að gera aðeins grein íyr- ir hvemig flokka má upplýsing- amar í töflunni. Þar eiga að vera upplýsingar fyrir alla hrúta á sæð- ingarstöðvunum sem áttu 100 dætur eða fleiri í uppgjöri haustið 2002. Reikna má með talsverðum áhrifum frá öllum slíkum hrútum í ræktunarstarfmu þó að nokkur ár séu frá því að notkun þeirra elstu lauk. Auk þess eiga að vera upp- lýsingar fyrir alla hrúta sem not- aðir vom á stöðvunum síðustu tvo vetur. Þessar upplýsingar eru að- eins um afkvæmi -þessara hrúta sem eru tilkomin við sæðingar nema þær upplýsingar sem eru í sviga. Það em upplýsingar sem fengnar em úr heimafélagi hrúts- ins. Þetta á við um upplýsingar um dætur hrúta sem vom sitt ann- að ár á stöð. Fyrir hrúta, sem vom fyrsta skipti í notkun á stöð síðast- liðinn vetur, eru slíkar upplýsing- ar aðeins fengnar á þann hátt. Birtar eru annars vegar ein- kunnir um lömb undan hrútunum, sem eru í raun fyrst og fremst orðnar fallþungaeinkunnir. Að baki þeim einkunnum liggja upp- lýsingar fyrir öll sláturlömb, sem komið hafa á skýrslu undan hrútn- um, tilkomin við sæðingu, nema fyrir örfáa fádæma mikið notaða hrúta vegna þess að hætt er að safna þessum upplýsingum fyrir hrút þegar komnar em upplýsing- ar fyrir um 2000 afkvæmi hans. Flins vegar eru dætraeinkunnir hrútanna. í þeirri einkunn vegur frjósemi dætranna mest þegar fjöldi dætra er orðinn jafn mikill og raunin er um marga þessara hnita. Niðurstöðumar eru aðeins byggðar á upplýsingum um dætur stöðvahrútanna frá haustinu 2002, nema ef um er að ræða upplýsing- ar úr heimafélagi þá eru það upp- lýsingar fyrir öll afurðaár dætra þeirra sem fram hafa komið í skýrsluhaldi í félaginu þar sem hrúturinn var notaður. Þegar einkunnir hrútanna fyrir sláturlömb em skoðaðar sést að sáralítill munur er yfirleitt á milli þessara hrúta. Þetta er raunar í samræmi við það sem ætíð hefúr verið. Að þessu sinni em samt ör- fáir hrútar að sýna meiri frávik en yfírleitt hefúr áður verið að sjá í þessum einkunnum. Þetta em koll- óttir hrútar, einkum þeir Sónar 97- 860 og Boli 99-874, enda vöktu lömb undan þeim athygli liaustið 2002 fyrir feikilega góðan þoska. Þá vekur það athygli að hrútahóp- urinn, sem er að gefa að jafnaði þroskaminnstu lömbin, virðast vera mórauðu hrútamir sem hafa verið á stöðvunum síðustu árin. Dætraeinkunnir hrútanna HAFA MIKIÐ SPÁSAGNARGILDI Reynslan hefur sýnt að það eru niðurstöður dætraeinkunnar hrút- anna, sem hafa mikið spásagnar- Dalur 93-878. Víðtæk reynsla af afkvæmum hans hefur sýnt að hann er einn öflugasti kynbótahrútur hér á landi. (Ljosm. Lárus G. Birgisson). Freyr 7/2003 - 45 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.