Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2003, Síða 49

Freyr - 01.09.2003, Síða 49
BLUP kynbótamatið vegna kíötmatsins haustið 2003 Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir hel- stu niðurstöðum úr BLUP kynbótamatinu fyrir kjötmatsupplýsingar sem unnið var haustið 2003 eftir að meg- inhluti af gögnum frá haustinu 2002 voru tiltæk til úrvinnslu. Þetta er þriðja árið sem þessi úr- vinnsla er gerð. Með hveiju ári eykst umfang gagnanna, sem not- uð eru, umtalsvert. Nú eru komn- ar upplýsingar úr kjötmatinu frá fimm árum og þessar upplýsingar eru um rúmlega 1,3 miljónir falla. Til útreikninga eru teknar allar kjötmatsupplýsingar frá þessum fimm árum i íjárræktarfélögunum þar sem um er að ræða lömb sem eru feðruð. Öllum ófeðruðum lömbum er sleppt við þessa úr- vinnslu. I gögnunum er að fínna upplýsingar íyrir lömb undan nær 22 þúsund hrútum. Síðan eru ætt- ir gripa raktar eins og kostur er og þegar gögnin eru tilbúin til endan- legrar úrvinnslu er þar að finna upplýsingar um nær 2,3 milljónir einstaklinga, sem þarna fá sitt kynbótamat. Lömbin, sem upp- lýsingamar eru um og aldrei urðu nema sláturlömb, eru að vísu sem slík ekki áhugaverð fyrir okkur vegna þess að þau af augljósum ástæðum koma aldrei við sögu beint í ræktunarstarfmu, en þau mynda hins vegar grunninn íyrir mat allra annarra einstaklinga. Þess má geta að langstærsti lambahópur undan einum hrút í þessum gögnum eru afkvæmi Mola 93-986 sem nú eru komin á þriðja þúsundið. I fyrri greinum hefur verið nokk- ur grein gerð fyrir meginkostum þeirrar úrvinnsluaðferðar sem hér er notuð og hvaða upplýsingagildi niðurstöðumar eiga að hafa fram yfir aðrar niðurstöður. Vísast þar til þeirra greina, sem er að finna í haustblöðum Freys um sauðljár- rækt undangengin tvö haust. Að- eins skal minnt á örfá atriði: Þetta eru niðurstöður þar sem bera iná saman kynbótamat gripa um allt land á sama gmnni. Þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru, eru nýttar á besta mögulegan hátt með því að taka tillit til allra þekktra skyldleika- tengsla. í þessum útreikningum er leið- rétt fyrir valpörun sem oft hefur talsverð áhrif í gögnum úr sauð- fjárræktinni. í töflunum, sem fylgja grein- inni, er birt kynbótamat hrútanna fyrir báða þætti kjötmatsins, þ.e. fitu og gerð, ásamt heildareinkunn eftir Jón Viðar Jónntundsson, Ágúst Sigurðsson, Bænda- samtökum íslands þar sem fitumatið vegur 60% og mat fyrir gerð 40%. NÝJA KJÖTMATIÐ ER VIRKT í RÆKTUNARSTARFINU Það verður með hverju ári ljós- ara að hið nýja kjötmat hefur orð- Leki 00-880. Var með hæsta BLUP-kynbótamat hrúta á sæðingarstöðvunum sl. vetur. (Ljosm. ÓlafurG. Vagnsson). Freyr 7/2003 - 49 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.