Freyr - 01.09.2003, Page 52
Tafla 4. Kynbótamat hrúta á sæðingarstöðvum sem eiga
afkvæmi árið 2000 eða síðar með upplýsingar úr kjötmati.
Heildar-
Nafn Númer Fjöldi Fita Gerð einkunn
Flekkur 89-965 487 97 107 101,0
Húnn 92-809 363 123 95 111,8
Bjartur 93-800 766 84 115 96,4
Héli 93-805 347 105 107 105,8
Njóli 93-826 549 88 117 99,6
Sólon 93-977 257 99 103 100,6
Mjaldur 93-985 1199 90 117 100,8
Moli 93-986 2113 98 124 108,4
Jökull 94-804 291 99 100 99,4
Búri 94-806 724 90 109 97,6
Sveppur 94-807 520 101 103 101,8
Peli 94-810 834 95 118 104,2
Amor 94-814 559 111 110 110,6
Prestur 94-823 123 144 43 103,6
Atrix 94-824 436 104 121 110,8
Mjölnir 94-833 701 65 128 90,2
Prúður 94-834 770 101 122 109,4
Kúnni 94-997 437 94 108 99,6
Bjáfi 95-802 1287 116 115 115,6
Mölur 95-812 927 105 102 103,8
Stubbur 95-815 704 104 129 114,0
Hnykill 95-820 411 117 104 111,8
Bassi 95-821 1007 106 105 105,6
Ljóri 95-828 770 130 105 120,0
Bambi 95-829 400 89 97 92,2
Massi 95-841 575 90 122 102,8
Sónn 95-842 299 120 100 112,0
Hnykkur 95-875 248 98 124 108,4
Biskup 96-822 79 143 48 105,0
Sunni 96-830 899 92 112 100,0
Hnoðri 96-837 217 112 87 102,0
Eir 96-840 365 114 114 114,0
Teigur 96-862 483 96 102 98,4
Askur 97-835 1134 76 121 94,0
Sekkur 97-836 1316 106 114 109,2
Dalur 97-838 620 127 108 119,4
Klængur 97-839 397 98 118 106,0
Lækur 97-843 1240 107 125 114,2
Neisti 97-844 466 98 119 106,4
Sjóður 97-846 716 130 105 120,0
Kóngur 97-847 632 116 124 119,2
Stúfur 97-854 294 94 129 108,0
Hnokki 97-855 264 100 109 103,6
Sónar 97-860 260 120 104 113,6
Glær 97-861 563 96 112 102,4
Fengur 97-863 552 101 112 105,4
Bjargvættur 97-859 734 115 103 110,2
Lagður 98-819 183 84 100 90,4
Austri 98-831 262 90 113 99,2
Freyr 98-832 265 94 103 97,6
Morró 98-845 246 78 116 93,2
Hængur 98-848 552 107 115 110,2
Spónn 98-849 814 97 121 106,6
Flotti 98-850 1106 113 109 111,4
Styrmir 98-852 431 99 117 106,2
Hagi 98-857 595 100 120 108,0
gerð, en fram hefur komið í um-
íjöllun um afkvæmarannsóknir
síðustu tvö haust hér í blaðinu að
þessi hrútur hefúr verið að skila
einkar athyglisverðu kjötmati eins
og þessar niðurstöður staðfesta
enn rækilegar. Þessi úrvalskind er
fædd á Amarvatni í sömu sveit og
er undan Læk 97-843. Spakur er
nú kominn á sæðingarstöð.
Skarfur 99-148 í Ytri-Skógum
er þama í öðru sætinu, aðeins stigi
lægri í matinu. Þessi hrútur vakti
strax veturgamall feikilega athygli
fyrir góða gerð á sláturlömbum
undan honum og var efni í stöðv-
arhrút þegar hann féll frá tveggja
vetra gamall. Lúður 95-560 á Am-
arvatni kemur í þriðja sæti en
hann hefur áður verið að fínna of-
arlega í þessari töflu enda verið að
skila feikilega vel gerðum lömb-
um. Hann er móðurfaðir Spaks
sem fjallað er um hér að framan. I
þessari töflu er að fínna þrjá hrúta
sem voru á stöðvunum síðastlið-
inn vetur, þá Vísi 01-892 (hann er
sonur Skarfs sem fjallað er um hér
á undan), Víði 98-887 og Glæsi
98-876. Hrútamir í töflunni eru af
talsvert ljölbreyttum uppruna, en
Garpur 92-808 á þar samt líklega
fleiri afkomendur en aðrir hrútar.
Atriði, sem ástæða er til að
benda á við samanburð á töflu 1
og 2, er hve hlutfall mjög ungra
hrúta er miklu hærra á meðal hrút-
anna sem em að skora mjög vel
fyrir gerð. Þetta er ljós staðfesting
þess að kynbótaframfarir fyrir
gerð á allra síðustu ári hafa verið
miklu meiri en fyrir fitu.
Hrútar með hæstu heilda-
REINKUNN ÚR KJÖTMATI
Tafla 3 sýnir síðan þá hrúta á
landinu sem ná 120 eða meira í
heildareinkunn úr kjötmati. Þama
skipar Spakur 00-005 í Vagn-
brekku efsta sætið með talsverða
yfirburði umfram aðra hrúta því
að til viðbótar einstakri gerð hjá
| 52 - Freyr 7/2003