Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2003, Page 56

Freyr - 01.09.2003, Page 56
Mör og tólg Lambamör hérlendis er ýmist notaður í blóðmör og lifrapylsu, eða bræddur í tólg. Tólg er minna notuð nú en áður fyrr. Þá var hún notuð til rnargs konar steikingar, t.d. kleinu- og laufabrauðsbakst- urs og brædd og höfð út á soðinn fisk. Lifur Lifur er sennilega sá innmatur sem helst er nýttur hérlendis til matar. Aður fyrr var lambalifúr einkum höfð í lifrarpylsu. Islensk lifrarpylsa er gerð úr lambalifur og stundum líka nýrum, mör, mjólk og rúgmjöli og oft einnig hafragrjónum og sett í vambark- eppi. Lifrarpylsa í núverandi mynd þekktist ekki hér fyrr en eft- ir miðja 19. öld. Áður en lifrar- pylsugerð varð almenn var lifrin oftast soðin og súrsuð. Lambalifúr er dökk og bragðmikil, og afar meyr, enda ekki vöðvi og inni- heldur því engan bandvef. Liffin er injög jámauðug og inniheldur mikið af A vítamíni. Lifur má létt- steikja á pönnu, ofnsteikja og grilla eða hakka og búa til buff og lifrarkæfu. Nýru Hérlendis eru nýru oft elduð með öðrum innmat, pönnusteikt með lifur eða notuð í pottrétt með hjörtum. Nýrun eru ekki vöðvar, heldur kirtlar og í þeim er enginn bandvefur. Þess vegna eru þau meyr og þurfa mjög stutta eldun, eins og lifrin. Bræddur nýrnamör, þ.e. fítan sem er næst nýrunum í sláturdýrum, er oft talin besta fit- an til djúpsteikingar. Hjörtu Lambahjörtu er næringarmikill matur. Hjartað er sá vöðvi líkam- ans sem mest er notaður og er hann því mjög þéttur í sér. Venjan er að nota hjörtun í pottrétti sem em látnir malla lengi eða fylla þau t.d. með ávöxtum og kjöthakki og sjóða þau síðan eða steikja heil. Hjörtu eru líka oft hökkuð með öðru kjöti og notuð í pylsur eða bjúgu. Gollurinn eða gollurhús er himna með mör sem umlykur hjartað. I sláturtíð hér áður fyrr var gollurinn barnaglaðningur og þekktur réttur í flestum héruðum ffam undir miðja 20. öld. Gollurs- húsið var þá fyllt með kjötmeti eða lifúr og nýmamör og síðan soðið. Hrútspungar Hérlendis hefur lengi tíðkast að setja eistu lambhrúta í kepp, nú vambarkepp en áður voru pung- amir sjálfir notaðir, þeir soðnir, pressaðir og síðan súrsaðir. Þind Þindin er þunnur og flatur vöðvi sem skilur að brjósthol og kviðar- hol. Þindar úr lömbum má nota á ýmsan hátt t.d. hakka og nota í bollur, kjötkássu eða búa til kæfu. Áður fyrr vom þindar m.a. saum- aðar utan um lundabagga. Lungu Hérlendis eru lungu sláturdýra ekki lengur notuð til matar en hér áður vom þau nýtt að einhverju leyti. Þau voru t.d. soðin og súrs- uð og borðuð eins og annar súr- matur. Svokallað „grjúpán” eða lungnabjúgu var gert úr lungun- um, þau vom snöggsoðin fyrst og síðan grófhökkuð og brytjað var saman við þau mör og síðan látin í Ianga úr nautgripum. Eftir það vom þau soðin og léttreykt. Einn- ig voru lungu hökkuð með öðrum innmat, kjöti og mör, kryddað t.d. með lauk, pipar og engifer, og gert úr þessu innmatardeig, sein mátti ofnbaka, nota í buff og bjúgu. Heili Heilar úr sláturdýrum eru sjaldnast nýttir til matar hér á landi í dag og nú er raunar óheim- ilt að selja þá með hausunum. Áð- ur fyrr voru heilar þó nýttir eins og annað og í heimild frá því um miðja 19. öld segir af heilakökum og bollum, þ.e. heila sem var hnoðaður saman við mjöl og soð- inn. Hóstarkirtill Á ensku kallast hóstarkirtill „sweetbread” og er nafnið talið vísa til þess að þeir þykja víða mikið sælgæti, einkum kirtlar úr lömbum og kálfum. Þeir eru illfá- anlegir hérlendis en fyrr á öldum voru þeir borðaðir eins og flest annað. Kirtlar voru ásamt ýmsum öðrum innmat settir í kepp sem sums staðar nefndist “ruslakepp- ur”, soðnir og hafðir til inatar. Garnir og vambir Gamir úr sláturdýrum eru nýttar hérlendis til pylsugerðar, en víða erlendis eru þær notaðar til matar og svo var einnig gert hér áður fyrr. Þær voru m.a. soðnar og súrsaðar. Vambir hafa verið notað- ar í slátur. Hausar Hérlendis eru lambahausar sviðnir og soðnir eða hafðir í svið- asultu. íslendingar borða enn mik- ið af sviðahausum, ýmist heilum eða í sviðasultu, þótt dregið hafi úr sviðaneyslu á síðari ámm. Hálsar og kœfa Kindakæfa var áður fyrr gerð á hverju íslensku heimili og var þá aðallega notað í hana ærkjöt, ekki síst lélegir bitar, svo sem hálsæðar og þindar, hæklar, slög og mikið af mör eða tólg. Best þótti að kæfan væri vel feit, því að þá geymdist hún best og var orkumikill matur. Enda var kæfa mikið notuð sem nesti til ferðalaga og kostur handa vermönnum, gangnamönnum og | 56 - Freyr 7/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.