Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2003, Side 57

Freyr - 01.09.2003, Side 57
öðrum sem þurftu að dvelja fjarri heimili sínu um lengri eða skemm- ri tíma. í dag er mömum sleppt í kæfugerð og notast við meðalfeitt kjöt, eða blöndu af feitu og mögru kjöti. Einnig em notaðar þindar, bringukollar, slög og annað kjöt sem nýtist illa í hefðbundna kjöt- rétti. Oftast var kæfan höfð sem viðbit með brauði eða jafnvel borðuð ein og sér, en nú er hún að- allega notuð sem álegg ofan á brauð. Ristlar Kindaristlar voru notaðir hér áður fyrr í lundabagga, og hjarta- bagga. Ristlamir voru hreinsaðir og vafðir utan um kjötið. Lunda- baggar voru súrsaðir, en hjarta- baggar innihéldu söxuð hjörtu og vora reyktir eða borðaðir nýjir. Júgur Kindajúgur vom alls staðar hirt til matar. Þau vora flegin og skor- in í bita, og ýmist soðin og súrsuð eða léttsöltuð og reykt. Lappir Lambalappir vora venjulega sviðnar, súrsaðar eða soðnar í fótasultu. Leg Leg var helst matreitt úr kind- um, og vora þau rist, skafin, soðin og súrsuð. Sauðamjólk Mjólk var nýtt hér áður fyrr og voru ær mjaltaðar á Islandi fram yflr 1950. Hún var drukkin eins og hún kom úr ánni eða búinn til úr henni mjólkurmatur eins og úr kúamjólkinni. Önnur nýting hliðarafurða I skýrslunni er einnig ijallað um aðra nýtingu hliðarafúrða í sauð- ijárrækt, svo sem fóður og áburð- arframleiðslu, einnig um nýtingu í öðrum iðnaði, þ.e. matvælaiðnaði, ullar- og skinnaiðnaði, framleiðslu á eldsneyti (hjá Kjötmjöli ehf.), snyrtivöra- og lyíjaiðnaði og en- símaframleiðslu. Þá er kafli um sauðfjárrækt og ferðaþjónustu. SÓKNARFÆRI í lok skýrslunnar er bent á nokkur tækifæri til aukinnar nýt- ingar á hliðarafurðum sauðijár sem athuga mætti ffekar. Beinast liggur við að nýta meira af hliðarafúrðum í bræðslu á kjöt- mjöli, sem myndi sfyrkja innlenda fóðurframleiðslu enn frekar og um leið skapa umhverfíslegan ávinning. Þar sem bændur fá ekki greitt fyrir úrgang til bræðslu væri þetta ekki bein verðmætasköpun fyrir þá. Aukin nýting á innmat er nauð- synleg og þarf bæði vöraþróun, öfluga markaðssetningu og við- horfsbreytingar almennings til að það gangi, ásamt auðveldari að- gang framleiðenda í stórvöru- markaði en nú er það svo að barist er um hillupláss í verslunum, og vöram sem seljast ekki er hent út. Með því að nýta betur hluta af innmat þá má skapa verðmæti fyr- ir tugi milljóna króna. Hjá Matvælarannsóknum Keldnaholti era í gangi tvö verk- efni er lúta að vinnslu hliðaraf- urða sauðfjárslátranar og vinnslu á ærkjöti. Fyrra verkefnið felst í rann- sóknum á áhrifum súrsunar á gæði súrmats. Markmið verkefnisins er að afla fræðilegrar þekkingar á þessari verkunaraðferð og áhrif- um hennar á hollustugildi, bragð- gæði og öryggi matvæla. Með aukinni fræðilegri þekkingu á súrsun er hugsanlegt að þróa og bæta súrmeti á þann hátt að fram- boð þess verði mögulegt allt árið um kring. Verkefnið gæti stuðlað að aukinni nýtingu sláturafúrða, nýjum leiðum í framleiðslu og markaðssetningu súrsaðra mat- væla. Þetta verkefni er sfyrkt af Rannsóknarráði Islands og Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins. Síðara verkefnið gengur út á það að nýta ærkjöt til þurrverkun- ar í vöra sem er sambærileg við hráskinku. Hráskinka er mjög dýr munaðarvara sem er einna helst framleidd á Spáni og Ítalíu. Ef hægt er að nota ífekar ódýrt ís- lenskt hráefni í sams konar fram- leiðslu, þá getur það leitt til auk- innar verðmætasköpunar úr ódýra hráefni. Talið er að eiginleikar ær- kjöts séu heppilegir fyrir slíka verkun. Fyrstu niðurstöður lofa góðu hvað bragðgæði kjötsins varðar. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Nýta má betur íslenskar matar- hefðir í ferðaþjónustu og gera bændum kleift að selja afurðir sín- ar beint til ferðamanna og geta boðið þeim upp á þjóðlegan mat. Ein leið, sem er þekkt frá Evrópu, t.d. Danmörku og Þýskalandi, era svokallaðar hlaðbúðir þar sem bændur sjálfir setja upp markað við eigin býli og viðskiptavinir gera sér leið í sveitina til að nálg- ast matvöruna. Sauðamjólk mætti nýta hér á landi, ekki síst þar sem víða er far- ið að slátra lömbum í júlí og ág- úst, þannig að ær ganga lamblaus- ar fram á haust. Mætti nýta sauða- mjólkina til vinnslu á ostum og auka þannig tekjur bænda og val neytenda. Hægt er að nota tólg í verðmæt efnasambönd og til áffamhaldandi vinnslu í sápugerð og snyrtivörar. Hér á landi er hafín framleiðsla meðal annars á bílaþvottasápu úr tólg sem virkar mjög vel og er auk þess umhverfísvæn. Ymsir möguleikar eru fyrir vinnslu hliðarafurða í snyrtivöra- og lyfjaiðnaði og öðrum iðnaði, Frh. á bls. 28 Freyr 7/2003 - 57 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.