Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 58

Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 58
Alyktanir aðalfundar Landssamtaka sauðfjár- bænda 2003 Aðalfundur Landssam- taka sauðfjárbænda var haldinn á Hrafna- gili í Eyjafirði 24. og 25. júní sl. Hér á eftir fara hclstu ályktanir fundarins, en fund- argerð, ásamt öllum ályktun- um fundarins, er að finna á heimasíðu bændasamtakanna, bondi.is Endurskoðun búnaðargjalds „Aðalfundur Landssamtaka sauðíjárbænda 2003 beinir því til stjórnar félagsins og búnaðar- þingsfulltrúa að beita sér fyrir endurskoðun búnaðargjalds með það í huga að hluti þess Ijármagns sem rennur til Lánasjóðs landbún- aðarins verði nýttur til markaðs- etningar á dilkakjöti". Samþykkt með 23 atkvœðum gegn 3. Endurskoðun Á SAUÐFJÁRSAMNINGI „Aðalfundur Landssamtaka sauðijárbænda, 2003 gagnrýnir þá málsmeðferð og afgreiðslu sem tillögur aðalfundar LS 2002 um endurskoðun á sauðfjársamn- ingi fengu. Jafnframt beinir fundurinn því til stjórnar sarntak- anna að fylgjast grannt með gangi WTO samninga og framkvæmd gæðastýringar, í ljósi þess að óska eftir endurskoðun á sauð- íjársamningnum telji hún ástæðu til“. Samþykkt með 19 atkvœðum gegn 8. Veggirðingar og MERKINGAR Á VEGUM „Aðalfundur Landssamtaka sauðljárbænda 2003 beinir því til sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og annarra hlutaðeigandi aðila að gera með sér samninga um veggirðing- ar og merkingar á vegum í sam- ræmi við reglur um lausagöngu sauðfjár á mismunandi svæðum. Sett verði upp aðgerðaáætlun um þessa hluti og unnið eftir henni“. Greinargerð: „Árlega verður verulegt tjón þar sem ekið er á sauðfé á vegum landsins. Þetta tjón mætti minnka verulega með samræmdari vinnu- brögðum varðandi veggirðingar sem og merkingar á vegum þar sem veggirðingar eru enn ekki fyrir hendi eða lélegar. Víða mætti taka betur á þessum málum með auknu samstarfi Vegagerðar, sveitarfélaga, bænda og annarra hlutaðeigandi“. JÁKVÆÐARI ÍMYND SAUÐFJÁR- RÆKTAR OG SVEITALÍFS „Aðalfúndur Landssamtaka sauðljárbænda 2003 beinir því til stjómar LS að unnið verði skipu- lega að því að skapa sauðljárrækt, Ijárbændum og sveitalífi jákvæð- ari ímynd í hugum landsmanna“. Forfallaþjónusta FYRIR SAUÐFJÁRBÆNDUR „Aðalfundur Landssamtaka sauðljárbænda 2003 beinir því til stjómar LS að kanna hvort nýta megi hluta tryggingargjalds til að íjármagna forfallaþjónustu fyrir sauðljárbændur“. Rannsóknir og eftirlit með SMITLEIÐUM RIÐUVEIKI „Aðalfundur Landssamtaka sauðíjárbænda 2003 beinir því til Yfirdýralæknis og Sauðljárveiki- vama að efla rannsóknir og eftirlit með öllum hugsanlegum smitleið- um riðuveiki". Endurskoðun Á SAMÞYKKTUM LS „Aðalfundur Landssamtaka sauðljárbænda, 2003 samþykkir að stjóm LS skipi þriggja manna nefnd til að endurskoða sam- þykktir LS sem kynntar verði á formannafundi og lagðar fyrir næsta aðalfund“. Mistök við notkun Á SÆÐISVÖKVA VERÐI BÆTT „Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2003 harmar þau mistök sem voru gerð við notkun á nýjum sæðisvökva frá Sauðfjár- sæðingastöð Suðurlands á síðasta vetri og beinir því til stjómar LS að fylgja því eftir að bændum verði bættur sá skaði er af hlaust“. Samþykkt með meginþorra at- kvœða gegn 4. Samræming á kjötmati MILLI SLÁTURHÚSA „Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2003 beinir því til yfirkjötmats ríkisins að áfram | 58 - Freyr 7/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.