Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT
FORMÁLI
06-08
■ NÝJAR REGLUR ESB UM
MATVÆLAFRAMLEIÐSLU
- Ólafur Oddgeirsson dýra-
læknir fjallar um rekjanleika,
heimaframleiðslu og áhrif
nýrra reglna ESB á matvæla-
framleiðslu
■ ÁHRIF RÆSAGERÐAR Á
FERÐIR GÖNGUFISKA OG
LÍFFRÆÐILEGAN FJÖL-
BREYTILEIKA
- eftir Bjarna Jónsson hjá
Norðurlandsdeild Veiðimála-
stofnunar.
38-40
■ SJÁLFBÆR FERÐAÞJÓN-
USTA OG UMHVERFIS-
VOTTUN
- eftir Elínu Berglindi Viktors-
dóttur og Kjartan Bollason.
■ NIKKULEIKARINN í
NAUTASTÖÐINNI
- viðtal við Ingimar Einarsson
sem hefur starfað við Nauta-
stöð BÍ á Hvanneyri í 33 ár.
26-28
■ AFURÐAHÆSTU KÝRNAR
ÁRIÐ 2004 OG HÆSTU
KÝR í KYNBÓTAMATI
- eftir Jón Viðar Jónmunds-
son.
■ TÆKNIVÆÐING í SAUÐ-
FJÁRRÆKT
- Ásmundur Einar Daðason
bendir á ýmsar hagkvæmar
lausnir í fjárhúsunum.
Gæði og magn
f sveitum hafa þurrkar komið illa
við túnrækt en spretta er með
minnsta móti víða um land. Það
er bændum áhyggjuefni sem
vilja að sjálfsögðu mikinn og
næringarríkan heyfeng. Bjarni
Guðmundsson hjá Landbúnað-
arháskóla Islands skrifar að
þessu sinni tvær greinar í FREY
um heyverkun. Önnur greinin
fjallar um meðferð heys á velli
og gildi forþurrkunar en hin er
um hjálparefni við heyverkun. I
seinni greininni bendir Bjarni
réttilega á að lykilatriði í heyskap
sé að velja réttan sláttutíma, ná
góðum þurrki og ganga rétt frá
heyinu hvort heldur sem það er
laust eða bundið. Á vef Bænda-
samtakanna, www.bondi.is, eru
birtar upplýsingar um þroska
túngrasa. Mælingar á efnainni-
haldi hafa verið gerðar víða um
land og niðurstöður þeirra birtar
jafnóðum á Netinu. Þessar upp-
lýsingar eru gulls ígildi fyrir
bændur því þær gefa vísbend-
ingar um hvenær rétt er að
hefja slátt með hliðsjón af nær-
ingargildi heyfengs. Einnig má
ætla að upplýsingagjöf sem
þessi skerpi vitund manna um
að standa faglega að sínum bú-
skap. ( heyskap, eins og svo
mörgu öðru, er happadrýgra að
stefna frekar á gæði en magn.
Rétt er í þessu samhengi að
hvetja bændur til að taka hey-
sýni og nýta sér þá þjónustu
sem boðið er upp á hjá LBHÍ við
heyefnagreiningar.
FREY er í þetta sinn dreift í
fjórum sinnum stærra upplagi
en venjulega. Allir bændur fá
blaðið sent heim á hlað til kynn-
ingar. Eitt af markmiðum með
breyttri útgáfu FREYS var að
breikka og stækka lesendahóp-
inn. Tíminn mun leiða í Ijós hvort
það tekst en byrjunin lofar
góðu. Viðtökur lesenda hafa
verið jákvæðar og áskrifendum
fer nú fjölgandi. Vert er að
þakka sérstaklega gömlum og
tryggum áskrifendum sem
standa þétt að baki blaðsins.
/TB
Hjálparefni við heyverkun - eftir Bjarna Guðmundsson............4
Musso Sports - jeppaumfjöllun....................................9
Meðferð heys á velli
- Bjarni Guðmundsson fjallar um forþurrkun og gildi hennar. ...12
Fjárræktarbúið á Hesti 2003-2004 - eftir Sigurð Þór Guðmundsson,
Sigvalda Jónsson og Eyjólf Kristinn Örnólfsson..................14
Fullkomin fóðurstöð og 8000 grísir - viðtal við Geir Gunnar Geirsson,
framkvæmdastjóra Stjörnugríss og bústjóra á Melum...............18
Endurmat nautsfeðranna sem fæddir eru árin 1994, 1995 og 1996
- eftir Jón Viðar Jónmundsson...................................22
Vinningshafar í áskrifendahappdrætti FREYS......................25
Afkvæmarannsóknir á hrútum á vegum búnaðarsambandanna
haustið 2004 - eftir Jón Viðar Jónmundsson......................30
Sauðfjárræktin 2004 - upplýsingar um sölu,
verðlag og afkomu í sauðfjárræktinni 2004......................33
Steinsmíði - að kljúfa stein - 1. þáttur í greinaflokki um steinsmíði.36
Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára - eftir Pál Lýðsson...................41
Tala búfjár og jarðargróði 2004 ...............................42
Markaðssíða
- verð á greiðslumarki, yfirlit um kjötmarkað og sölu ýmissa búvara .....47
Áhrif væntanlegra loftslagsbreytinga á landbúnað
- seinni hluti - eftir Bjarna E. Guðleifsson, Landbúnaðarháskóla fslands.48
FREYR - Búnaðarblað - 101. árgangur - nr. 3, 2005 • Útgefandi: Bændasamtök Islands • Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) • Auglýsingar: Tjörvi Bjarnason •
Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blær Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni v. Hagatorg - Póstfang: Bændahöllinni v. Hagatorg, 107
Reykjavík • Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sfmi: 563-0300, bréfsími: 562-3058 • Netfang FREYS: freyr@bondi.is
• Netfang auglýsinga: augl@bondi.is • Prentun: Isafoldarprentsmiðja, 2005 • Upplag: 6.200 eintök • Forsíðumynd: Laxárdalur í Dalasýslu. Ljósm. Odd Stefán.
FREYR 06 2005
3