Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 38
FERÐAÞJÓNUSTA
Sjálfbær ferðaþjónusta
og umhverfisvottun
IEftir Elínu Berglindi Viktorsdóttur,
gæðastjóra Ferðaþjónustu bænda, og
Kjartan Bollason, verkefnisstjóra
Green Globe 21 á Islandi. Kennarar
við Hólaskóla - Háskólann á Hólum.
Samspil manns og náttúru á Víknaslóðum (myndin ertekin í Húsavík á Austurlandi).
Ljósm. Elín Berglind Viktorsdóttir.
Hugtakið „sjálfbær þróun"
kemur víða upp I umræðum
samtímans. Hugtakið skýrir
sig að miklu leyti sjálft en I
stuttu máli má segja að sjálf-
bær þróun miði að því að
finna jafnvægi á milli nátt-
úrufarslegra þátta, félags- og
menningarlegra þátta og
efnahagslegra þátta.
Stóra spurningin er hvern-
ig og hvað við getum lagt af
mörkum til að stuðla að sjálf-
bærri þróun? Það er Ijóst að
allir geta lagt eitthvað af
mörkum, sem einstaklingar,
fjölskyldur, fyrirtæki og heilu
atvinnugreinarnar. Grunn-
hugmyndafræðin er sú sama
en að sjálfsögðu geta áhersl-
ur verið ólíkar eftir atvinnu-
greinum. Það er mat höf-
unda að ferðaþjónusta sé ein
af þeim atvinnugreinum sem
hefur hvað mestu margföld-
unaráhrifin inn I samfélagið
og í víðustu merkingu eru
allir fslendingar þátttakend-
ur í ferðaþjónustu, beint og
óbeint, því við erum öll hluti
af upplifun ferðamanna sem
landið sækja.
SJÁLFBÆR FERÐAÞJÓNUSTA
Alþjóðaferðamálaráðið (www.
world-tourism.org) hefur skil-
greint markmið sjálfbærrar ferða-
þjónustu. Samkvæmt henni er
markmiðið að fullnægja efna-
hagslegum, félagslegum og
fagurfræðilegum þörfum á
þann hátt að varðveita og við-
halda menningu, nauðsynlegu
vistfræðilegu ferli, líffræðilegum
fjölbreytileika og nauðsynlegum
llfsskilyrðum. Sjálfbær ferða-
þjónusta á að mæta þörfum
ferðamanna og heimamanna
og stuðla að verndun og aukn-
um markaðstækifærum til
framtíðar. Jafnframt er mikil-
vægt að tekið sé tillit til hennar
í stefnumótun og við ákvarðanir
um auðlindir og náttúruverð-
mæti.
NÁTTÚRAN í FORGRUNNI
Samkvæmt könnunum Ferða-
málaráðs íslands meðal erlendra
gesta er náttúran helsti hvatinn
að ákvörðun um íslandsferð.
Ljóst er að menningarlandslag
sveitarinnar er meðal þess sem
ferðamennirnir vilja upplifa og á
það einnig við um innlenda
ferðamenn. Það eru bændur
sem nýta landið og hlúa að því
og þess vegna gegna þeir mikil-
vægu hlutverki í ferðaþjónustu,
beint og óbeint. Það er því ekki
að ástæðulausu að Ferðaþjón-
usta bænda hefur rmarkað skýra
stefnu í umhverfismálum og
hvetur félaga sína til að tileinka
sér umhverfisvæna starfshætti.
Mikilvægt er að styrkja svæðis-
bundið samstarf og leggja
áherslu á að lengja ferðatímabil-
ið á þeim svæðum sem eru til-
búin að taka á móti ferðamönn-
um utan háannatíma. Þetta
tekst með markvissu samstarfi
og samvinnu inni á svæðunum
og í samvinnu við aðra hags-
munaaðila. Til þess að tryggja
að ákveðnu ferli sé framfylgt
geta fyrirtæki og samfélög feng-
ið vottun 3ja aðila á því starfi
sem unnið er í anda sjálfbærrar
ferðaþjónustu.
FYRIRTÆKI
Markviss vinna að umhverfis-
málum felst í skipulögðum
vinnubrögum sem m.a. felur í
sér skriflega markmiðssetningu,
mælingar, skráningu en ekki síst
hagræðingu í rekstri. Margir
rekstraraðilar mikla þessa vinnu
fyrir sér en Ijóst er að þegar
grunnurinn er lagður þá verður
eftirleikurinn auðveldur,
skemmtilegur og síðast en ekki
síst fara rekstraraðilar að sjá
fram á aukna hagkvæmni í
rekstri - og sparnað. Öll fyrir-
tæki, bæði lítil og stór, eiga að
geta tileinkað sér umhverfis-
væna starfshætti en besta leiðin
til þess er að koma upp sínu eig-
in umhverfisstjórnunarkerfi.
Samstarf lítilla fyrirtækja inn-
an ákveðinna svæða er einnig
mikilvægur þáttur í umhverfis-
starfi fyrirtækja. Það styrkir
markaðssetninguna í sam-
keppni við önnur svæði, auk
þess sem samvinnan getur leitt
til nýrra hugmynda og fleiri
samstarfsverkefna. Ef verkefnin
eru vel skilgreind og fjármagn
fyrir hendi ætti að vera auðvelt
að hrinda þeim i framkvæmd
og fylgja þeim vel eftir.
UMHVERFISSTJÓRNUN
I grundvallaratriðum geta öll
fyrirtæki stuðst við umhverfis-
stjórnunarkerfið eins og það er
sett upp í rammanum hér á síð-
38
FREYR 06 2005