Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 44

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 44
TÓNNINN Tæknivæðing í sauðfjárrækt Ásmundur Einar Daðason Sauðfjárræktin er í mikilli samkeppni við aðrar bú- greinar, bæði hvað varðar sölu kjöts en ekki síður um vinnuafl. Til þess að mæta þessari samkeppni er nauð- synlegt að hagræða og það er m.a. hægt að gera með því að tæknivæðast í meira mæli - þannig getur greinin náð samkeppnisforskoti og bætt afkomuna. En til hvers að tæknivæðast? Hafa orðið einhverjar breytingar og í hverju eru þær fólgnar? Hvað er tæknivæðing í sauð- fjárrækt? Tæknivæðing getur verið breytingar á húsakosti þar sem breytt vinnulag er tekið upp og/eða ný tæki tekin I notkun. Þessar breytingar geta gert það að verkum að vinnan verður auðveldari og afurðir aukast. Þó spila oftast fleiri þættir inn í. Gott er að taka dæmi af keðju þar sem hver þáttur er einn hlekkur. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn! Dæmi um nokkrar smávægi- legar breytingar sem stuðla að afurðaaukningu: • Ef sett er upp fullkomin loft- ræsting getur það stuðlað að aukinni frjósemi og afurðum. • Ef sett er upp sjálfbrynning þá minnkar það vinnu og eykur afurðir. • Ef settar eru upp fleiri sauð- burðarstíur þá er hægt að hafa ær lengur inni eftir burð sem getur minnkað vinnu og aukið afurðir. • Sjálfbrynning á sauðburði minnkar vinnuna mikið og eykur mjólkurlagni sem stuðl- ar að auknum afurðum. Allt þetta er dæmi um tækni- væðingu sem minnkar vinnu og/eða eykur afurðir é einhvern hátt. Tæknivæðing getur þýtt svo margt og því getur oft á tiðum verið erfitt að meta árangur hennar með mælingum. Að mínu mati er nauðsynlegt að líta á búið allt sem eina heild og reyna síðan að styrkja heildina ár frá ári. Vinna þarf markvisst að hverjum þætti fyrir sig og brjóta til mergjar. Tæknivæðing sauðfjárbúa hefur í gegnum tíðina fyrst og fremst falist I því að menn hafa eignast öflugri vélar og tæki til ýmissa starfa utan fjárhúsanna. T.d. til áburðardreifingar, fóður- öflunar o.fl. Á síðustu árum hefur orðið vakning hvað varð- ar tæknivæðingu innan veggja fjárhúsanna. Það að tæknivæða fjárhúsin er í raun erfiðara ferli heldur en hjá kúabændum sem hafa tæknivætt fjós sín að er- lendri fyrirmynd. Hjá kúabænd- um er öll þekking og tækni hvað þetta snertir flutt til lands- ins. Sauðfjárræktin hér á landi er um margt ólík því sem gerist erlendis og því þurfa fslenskir bændur að beita öðrum að- ferðum og mismunandi tækni. Þetta gerir það að verkum að víða er verið að leita að sömu lausnunum. Jafnframt þarf það sem flokkast undir tæknivæð- ingu á einum stað alls ekki að henta hjá öðrum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.