Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 4
HEYVERKUN
Hjálparefni við heyverkun
Hjálparefni til nota við heyverkun, oft einnig kölluð íblöndunarefni,
hafa verið á boðstólum um langt árabil. Um þessar mundir er fjöldi
efna fáanlegur. Mörg þeirra eru svipuð að áhrifum. Ytri skilyrði hey-
verkunarinnar ráða efnisvali, og því hvort yfirleitt er þörf hjálparefna.
IBjarni Guðmundsson,
Landbúnaðarháskóla
íslands
HLUTVERK
HJÁLPAREFNANNA?
Hjálparefni eiga að tryggja það
að ferill verkunar heysins haldist
innan fyrirsjáanlegra marka, að
örva mjólkursýrugerjun í heyinu,
að draga úr efnatapi við
geymslu heysins og að bæta
fóðurgildi þess. Verkun heys er
háð mörgum og samverkandi
áhrifaþáttum, þar sem það er
sjaldnast einn þáttur sem ár-
angrinum ræður. Um sumt er
heyverkun lík skyrgerð, nema
þar er unnið með gerilsneytt
hráefni og ytri aðstæðum
(hreinleika, hitastigi ...) stýrt ná-
kvæmlega. Eftir hætti er réttri
tegund örvera og nauðsynleg-
um hjálparefnum bætt í lögun-
ina og árangurinn verður hinn
sami frá einni lögun til annarrar.
Ennþá er ekki unnt að geril-
sneyða heyið, og gerð þess og
efnasamsetning er afar breyti-
leg.
Gott hey má stundum gera
betra með notkun viðeigandi
hjálparefna. Megni þau að
draga úr niðurbroti próteins
og/eða fóðursykra batnar fóð-
urgildi heysins. Um áhrifin mun-
ar mest þar sem heyið er megin-
hluti fóðurs eða jafnvel einasta
fóðrið sem gefið er. Sé annað
fóður (t.d. kjarnfóður) gefið með,
munar minna um áhrif hjálpar-
efna. Þá má bæta hugsanlega
efnavöntun með réttu vali
kjarnfóðurs, en spurningin snýst
um kostnað - hvor leiðin muni
vera hagkvæmust.
VAL HJÁLPAREFNA?
Bretinn Wilkinson leggur
áherslu á þrennt við kaup hjálp-
arefna:
Virkni efnanna þarf að hafa
verið staðfest með skipulegum
rannsóknum. Þannig er gagns-
lítið að styðjast við niðurstöður
fengnar með verkun á maís í
einum heimshluta ef verka á
hey úr grastegundum eða
smára t öðrum heimshluta. Vitn-
isburðir bænda eru gagnslitlir,
segir Wilkinson ennfremur, þar
sem sjaldnast er þá byggt á
beinum samanburði við önnur
efni eða verkun heys án íblönd-
unar. Umfangsmiklar rannsókn-
ir eru gerðar á virkni hjálpar-
efna. Þær, sem gerðar eru á
vegum opinberra aðila, eru not-
endum mikill stuðningur. Þjóð-
verjar, en þó einkum Frakkar,
hafa verið að koma upp sér-
stökum matskerfum og í Frakk-
landi er svo langt gengið að
óheimilt er að setja á markað
hjálparefni til heyverkunar sem
ekki hafa verið reynd í sérstök-
um tilraunum í samanburði við
maurasýru.
Hvaða hætta kann að fylgja
notkun efnanna? Sýrur geta
skaðað húð, og augu eru sér-
lega viðkvæm. Gufur frá efnun-
um geta valdið óþægindum í
öndunarfærum. Sýrandi efni
krefjast sérstakrar aðgátar við
flutninga, og þau geta skemmt
málmfleti og vélarhluta. Blönd-
un sýrandi efna í blautt og
sykruríkt hráefni leiðirtil mikillar
súrmyndunar, jafnvel svo að
heyið verði skepnunum ólyst-
ugt.
Einsleitni efnanna er mikil-
vægt athugunarefni. Er efni eins
að samsetningu nú og þegar
það var fyrst sett á markað og
prófað? Sem hjálparefni í hey
var maurasýra (formic acid)
markaðssett og reynd sem 85%
hrein sýra. Siðan hefur komið
fram urmull hjálparefna byggð-
ur á maurasýru í lægri styrk.
Kynnum okkur því upplýsingar
um efnainnihald. Sum hjálpar-
efni geta breyst við geymslu,
t.d. þau sem byggð eru á líf-
rænum efnum (gerlasmit, en-
sím...). Er auðvelt að blanda
efnunum í heyið án þess að
verkunaráhrif þeirra breytist?
Þetta á einkum við efni sem
notuð eru í mjög litlum
skömmtum, t.d. innan við 1 lítri
(eða kg) í tonn af heyi.
HELSTU FLOKKAR
HJÁLPAREFNA
Þá fjölbreyttu flóru hjálparefna,
sem á markaði eru, má flokka í
• gerjunarhemla
• gerjunarhvata
• efni sem auka geymsluþol
og
• efni sem binda vökva og
safa í heyinu.
Gerjunarhemlar. Sýrur og sölt af
sýrum megna að takmarka gerj-
un og halda aftur af óæskilegri
smjörsýruverkun. Blöndun á
þremur lítrum maurasýru (85%
að styrk) í tonn lækkar sýrustig
heys úr pH 6 ( pH 4,5, en við pH
4,5 er starf óæskilegra örvera í
votheyinu drepið í dróma.
Ammoníum tetraformíat er
dæmi um salt af sýru. Til þessa
flokks má telja Kofa-salt/safa,
en þar eru natríum-nítrít og
hexametylentetramín hin virku
efni. Söltin eru allajafnan auð-
veldari og hættuminni í allri
meðferð en sýrurnar. Ráðlagt
magn þessara efna liggur á bil-
inu 2,5-5 lítrar/tonn (eða
kg/tonn); því sterkari íblöndun
sem heyið er blautara við hirð-
ingu.
Gerjunarhvatar. I þessum flokki
er t.d. hrásykur (melassi) sem
eykur hráefni til gerjunar í hey-
inu. Einnig ensím sem brjóta
niður frumuveggi plantnanna
og auka þannig gerjanlegt hrá-
efni þeirra. I flokkinn falla líka
bakteríur sem sérstaklega hafa
verið ræktaðar og verkaðar til
smitunar f heyið (inoculants).
Melassi er langreynt og -notað
hjálparefni. Síðari árin hefur
notagildi bakteríusmits verið
rannsakað rækilega. Smitið er
gagnslítið nema nægilegt hrá-
efni sé til gerjunar í heyinu, og
að það sé nógu magnað í hlut-
falli við hina náttúrulegu örveru-
flóru heysins - helst tífalt. Al-
gengast er að nota mjólkursýru-
bakteríuna Lactobacillus plant-
arum sem er þeim eiginleikum
gædd að vera hreingerjandi,
þ.e. að skila mjólkursýru sem
einustu lokaafurð sinni.
Efni sem auka geymsluþol. Hér
má einkum nefna própíonsýru
sem dæmi, en hana þekkja
margir sem afar virkt hjálparefni
við súrsun korns. Hún á best við
í sykruríku og þurrlegu heyi, sbr.
hinn góða árangur af henni við
súrsun nýskorins byggs sem oft-
ast hefur þurrefni á bilinu 55-
75%. Própíonsýra getur seinkað
hitamyndun i þurrlegu heyi eftir
að geymslan hefur verið opnuð,
því að sykrur heysins (og sterkj-
an í bygginu) er afbragðs hrá-
efni fyrir súrefnissæknar örver-
ur.
Efnl sem binda vökva og safa í
heyinu. Sé heyið hirt mjög
FREYR 06 2005