Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 12

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 12
HEYVERKUN Meðferð heys á velli Hérlendis er löng hefð fyrir þurrkun heys. Ilmur þornandi töðu er hin eina sanna sumarangan í nefi margra. Mest af því heyi, sem verkað er og geymt í rúllum og ferböggum, hefur verið þurrkað á velli að meira eða minna leyti. En forþurrkun heys er í raun nákvæmnisverk eins og aðrir þættir fóðuröflunar - eigi vel að takast. IBjarni Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla íslands FORÞURRKUN - TIL HVERS? Við forþurrkunina léttist heyið og verður meðfærilegra. Hæfi- leg þurrkun gerir heyið yfirleitt lystugra og súrmyndun verður minni en sé það súrverkað beint af Ijá. Hins vegar krefst þurrkunin hagstæðs veðurs, sem ekki er alltaf ( hendi. Með- an á forþurrkun stendur á súr- efni andrúmsloftsins líka greið- an aðgang að heyinu, frum- urnar halda áfram að anda og brjóta niður fóðurefnin. Hér þarf því að leita meðalhófsins. Fá má hugmynd um vatns- magnið, sem í heyinu er á mis- munandi þurrkstigum, af þess- um tölum: Þurrefni Vatnsmagn heysins í heyinu % kg/kg þurrefnis 20 4,00 35 1,86 50 1,00 65 0,54 Við súrverkun heys, t.d. í böggum, þarf að súrsa ærið mikið vatnsmagn sé heyið hirt nýslegið. Súrmyndunin gengur á sykruforða grasanna sem breytist í mjólkursýru, ef verk- un tekst eðlilega. Allt þetta vatn reynir mjög á flutninga- tækin við meðferð heysins. Síðast en ekki síst er hvort tveggja dýrt að byggja hlöður og/eða kaupa umbúðir utan um óþarfa vatn. Á hina síðuna tekur það tíma að losna við vatnið og á meðan láta sykrur heysins líka á sjá. Mjög er mikilvægt að varðveita þær, bæði sem orku- gjafa fóðursins en líka sem for- sendu fyrir því að prótein heys- ins nýtist sem best. AÐ HVAÐA MARKI Á AÐ FORÞURRKA? Hey, sem verka á í rúllum og fer- böggum, er rétt að forþurrka meira en hey sem geyma skal í stökkum eða flatgryfjum. Miða má við þurrefnisbilið 30-45%; lægri talan gæti átt við flatgryfj- ur og heystakka en sú hærri við baggana. Þegar varla er lengur hægt að kreista safa úr blýants- gildu stráaknippi á milli fingra er þurrefni heysins 30-35%, en 42- 45% þegar komin er úr því hey- lykt og byrjar að skrjáfa I heyinu við hreyfingu, þó að enn sé það þvalt. Á þessu þurrefnisbili hefur mjög dregið úr styrk gerjunar- innar, heyið hefur losnað við mest af lausa vatninu (safa- rennsli úr heyinu nær að engu orðið) og af því fullverkuðu ætti að leggja mildan, súrsætan ilm. Forþurrkun heys, sem fara á í rúllur eða ferbagga, ætti ekki að taka lengri tíma en tvo samfellda þurrkdaga, sem í reynd þýðir u.þ.b. 35 klst. Þetta á sérstak- lega við um hey handa kröfu- miklum skepnum svo sem kúm I mikilli dagsnyt. Það er einnig rétt að hafa hlið- sjón af því hvernig nýta á heyið þegar forþurrkunarstig er ákveðið. Miðað við tilraunir hér- lendis má hafa eftirfarandi við- miðun, og er þá gert ráð fyrir að heyið sé verkað og geymt I rúll- um eða ferböggum: Notkun Hæfilegt heysins þurrkstig Mjólkurkýr 35-45% (fyrri sláttur) 55-60% (há) Sauðfé 50-65% fyrir ær en hærra en 65% fyrir lömb og gemlinga Hross Hærra en 65% Þurrkstiginu 50-55% og hærra verður sjaldan náð á tveimur þurrkdögum, sé miðað við fyrri sláttar hey. Þá þarf að treysta á þriðja þurrkdaginn, svo og næt- urmúga/-garða til þess að tím- inn nýtist sem best til virkrar þurrkunar. HRÖÐ OG VIRK ÞURRKUN Forþurrkunartíma heysins á velli verður að nýta vel. Heyið má ekki aðeins liggja þar og bíða eftir einhverju, þá tapar það orkugildi sínu að óþörfu og pró- teinið rýrnar að gæðum. Til upprifjunar skulu nefndar nokkrar reglur um vinnu og vélabeitingu við forþurrkun: • Slá árla dags - ( ginið á vax- andi þurrki dagsins. 12 FREYR 06 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.