Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 21

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 21
SVÍNARÆKT SMITVARNIR Á flestum svínabúum landsins eru ágætar smitvarnir. Þær felast fyrst og fremst í fordyri, innri smitvörnum, afhend- ingaraðstöðu fyrir sláturgrísi og meindýravörnum. FORDYRI Fordyri hindrar að smit berist inn á búin með gestum og gangandi sem hugsanlega hafa komist í snertingu við mengun í ytra umhverfi. Ágætri smitvörn má koma fyrir með fordyri en því er skipt í óhreint og hreint svæði. Tengsl á milli svæðanna eru rofin með að- skilnaði svo sem rist, kanti eða vegg. Við inngöngu í fordyrið er far- ið úr ytri fötum og skóm í óhreina svæði þess. Hendur eru þvegnar og sótthreinsaðar áður en stigið er yfir á hreina svæðið þar sem far- ið er í vinnu- og skófatnað sem tilheyra búinu. Þegar búið er yfirgefið er gengið út um fordyrið og sömu varúð- arráðstafanir viðhafðar. Vinnuföt eru skilin eftir á hreina svæðinu, hendur þvegnar og sótthreinsaðar og farið í þau föt sem komið var í. INNRI SMITVARNIR Ákveðnar umgengnisreglur hindra að smit berist á milli deilda. Á sumum búum er t.d. skipt um skó- og vinnufatnað og hendur þvegnar og sótthreinsaðar áður en farið er á milli deilda búsins. Flæði dýranna innan búsins skiptir einnig mjög miklu máli. Sem dæmi má nefna að eldri grísi ætti aldrei að færa til baka til yngri grísa. Þessar innri smitvarnir rjúfa smitleiðirnar. AFHENDINGARAÐSTAÐA FYRIR ELDISGRÍSI Þessi smitvörn hindrar smit frá gripaflutningabíl inn á búið. Hér er um að ræða sérstaka aðstöðu fyrir grísahópinn sem er á leið f slát- urhús. Hún er algerlega aðskilin frá innra umhverfi búsins en hana má útfæra á ýmsa vegu. Eðlilegt er að gera þá kröfu að bíl- ar séu hreinir og sótthreinsaðir þegar gripir eru sóttir en í raun er tryggast að stóla á sjálfan sig í þessum efnum og sjá til þess að smitleiðir séu rofnar. MEINDÝRAVARNIR Það er þekkt að meindýr og fuglar geta borið með sér smit. Góðar og trúverðugar meindýravarnir eru þess vegna nauðsynlegar en eft- irlit með þeim er sennilega jafn mikilvægt og þær sjálfar. Talsvert margir meindýraeyðar hafa sérhæft sig í meindýravörnum fyrir land- búnað, bjóða uppsetningu þeirra og reglulegt eftirlit með þeim. /KK HVAÐ ER ÞAÐ SEM RÆÐUR ÞESSARI ÞRÓUN? „Það er neytandinn sem ræður ferðinni. Hann vill ekki borga hátt verð fyrir matvör- una en samt á hún að vera af toppgæðum og framleidd samkvæmt ítrustu kröfum. Þetta gengur illa upp því að það kostar pen- inga að framleiða góðar og öruggar vörur. Innflutningur á matvælum er ekki lausnin til þess að lækka matvælaverð enn frekar að mínu mati og væri það aðeins skammtíma- lausn. Mikil áhætta felist í innflutningi á matvælum og kostnaður og afleiðingar þess ófyrirsjáanlegar. Tiltrú neytenda á mat- vælum í Evrópu er ekki mikil og við höfum séð hvert hneykslið á fætur öðru í Evrópu sem og sjúkdóma sem finnast ekki hér. Það er stór partur af sjálfstæði okkar sem þjóð- ar að framleiða eigin matvæli og vera sjálf- um okkur næg. Það er mín skoðun að það sé ekki heillavænlegt fyrir Islendinga að vera undir öðrum þjóðum komnir með slíka nauðsyn sem góð matvæli eru. Ég tel að ís- lenskir svínabændur geti verið samkeppnis- færir við nágrannalönd okkar. Við erum ekki ýkja frábrugðnir dönskum svínabænd- um - ef eitthvað erum við harðgerari! Það þarf bara að skapa þau skilyrði að við get- um keppt við þá. Umræðan um landbúnað- inn mun breytast á komandi árum þegar styrkjakerfið tekur breytingum. Þá munum við trúlega sjá hækkandi matvælaverð í kjölfarið." /TB Sex þúsund tonna skítatankur stendur nokkru fyrir neðan svínabúið. Tankurinn rúmar u.þ.b. hálfs árs úrgang af svínabúinu en hann er tæmdur á vissum árstímum. Þá er skítnum dreift eða hann plægður niður. Þegar farið er með grísi til slátrunar bakkar flutningabíllinn upp að hverri deild fyrir sig. Samgangur milli deilda er háður ströngum um- gengnisreglum. Umhverfis svínahúsin er malbikað plan auk þess búið er að gróðursetja töluvert af trjám á lóðinni. FREYR 06 2005 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.