Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 5
HEYVERKUN
5 4 Stig 3 2 1
Tegundir rýgresi vallarfoxgras önnur grös grös/belgjurtir rauðsmári
Þroskastig stöngulríkt hálfskriðið blaðríkt
Áburður, kg N/ha og slátt minna en 50 50-100 meira en 100
Hirðingarvél múgsaxari tvísaxari sláttutætari/bindivél heyhleðsluvagn
Veður sól/forþurrkað skýjað/forþurrkað skýjað skúrir
Tími sumars snemma sumars síðla sumars
Eigin heyöflunaraðstæðureru metnartil stiga þann-
ig að merkt er við þau atriði í hverri línu töflunnar
sem eiga við þær, t.d. Tegundir: vallarfoxgras (4
stig). Þroskastig: hálfskriðið (3 stig). Áburður: 50-
100 kg N/ha og slátt (2 stig). Hirðingarvél: Bindivél
(3 stig), o.s.frv. Að lokum eru stigin lögð saman og
samtala þeirra borin saman við eftirfarandi töflu:
blautt (15-25% þurrefni) getur
umtalsvert magn safa runnið frá
því. Safinn er næringarrlkur og
er því argasti mengunarvaldur
komist hann í læki, ár eða vötn.
Menn hafa reynt að stemma
safann með því að blanda I hey-
ið söxuðum hálmi, völsuðu
byggi eða öðrum vökvabind-
andi (l(frænum) efnum. Þótt
sjálf hjálparefnin kunni að vera
ódýr getur kostnaðurinn við að
vinna þau og blanda I votheyið
orðið úr hófi mikill. Nefna má
að í tilraun, sem gerð var á
Hvanneyri fyrir alllöngu, náðist
athyglisverður árangur með þvl
að blanda þurru úrgangsheyi
saman við nýslegið hey til vot-
heysgerðar - en ábatinn greiddi
ekki stússið við heyíblöndunina.
HVENÆR Á AÐ NOTA
HJÁLPAREFNI?
Hér að framan hefur verið bent
á að hin ýmsu hjálparefni hafa
mismunandi áhrif á verkun
heysins. Iblöndunin leiðir þvf
ekki alltaf til þeirra áhrifa sem
vænst var. Á grundvelli rann-
sókna og tilrauna hafa ráðgjafar
því reynt að búa til reglur til þess
að segja fyrir um það hvort líkur
á ábata af notkun hjálparefna
við heyverkun séu meiri eða
minni. Breskir heyverkunar-
menn hafa sett saman eftirfar-
andi leiðbeiningu um þörf fyrir
hjálparefni. Taflan hefur lítillega
verið staðfærð hér.
Töfluna á fyrst og fremst að
nota til þess að varpa Ijósi á
þætti sem hafa áhrif á þörf fyrir
íblöndun og hvernig þeir stig-
Stig samtals Hætta á rangri gerjun Geymsluþol Þörf hjálparefna
Færri en 15 Mikil Mikið Mikil
15-20 Miðlungs Miðlungs Nokkur
Fleiri en 20 Lítil Lítið Lítil
breytast. Hvað mikilvægasti
áhrifaþátturinn - þurrkstig heys-
ins við hirðingu - kemur þarna
við sögu með óbeinum hætti,
og muna verður að gert er ráð
fyrir að réttum vinnureglum
heyverkunarinnar sé fylgt út í
hörgul.
HVERS KONAR EFNI EIGUM
VIÐ AÐ NOTA?
Þegar greind hefur verið þörf
fyrir hjálparefni vaknar spurn-
ingin um það hvers konar efni
nota skuli. Þá er einkum spurt
um þurrkstig heysins sem hirða
skal:
1. ( nýslegnu fóðri og heyi sem
hefur verið forþurrkað lítið eitt
(18-30% þurrefni) er tryggast
að nota hreina maurasýru eða
hjálparefni þar sem maurasýra
er meginuppistaðan. ( svo
röku fóðri verður gerjun jafn-
an mikil og henni þarf að
stýra.
2. Þegar þurrefni heysins er kom-
ið upp fyrir 30-35% dregur
stórlega úr gerjun I því en hins
vegar getur myglu tekið að
gæta. Kofasil Ultra og maura-
sýrublöndur með própíonsýru
og bensósýru, t.d. GrasAAT
Plus, eiga þá betur við.
3. Sé þurrefni heysins enn meira
(35-50%) má að sönnu nota
efni sem nefnd voru undir 2.
lið en hins vegar koma þá líka
til álita efni sem örva þá tak-
mörkuðu gerjun sem orðið
getur í heyinu. Smitun með
mjólkursýrugerlum að við-
bættum ensímum þykir þá
koma til álita en aðferðin er
nær óreynd enn við íslenskar
aðstæður. Þessi efni (inocul-
ants) eru boðin undir ýmsum
verslunarheitum, en rann-
sóknir í nágrannalöndum
benda til mjög misjafns árang-
urs af notkun þeirra.
Á tímum hefðbundinnar vot-
heysgerðar notuðu íslenskir
bændur maurasýru í nokkrum
mæli, enda heyið þá jafnan hirt
nýlega slegið og lítt forþurrkað.
Eftir að upp var tekin verkun á
forþurrkuðu heyi I rúllu- og fer-
böggum hefur blöndun hjálpar-
efna í hey varla þekkst, enda
dregur forþurrkun mjög úr
hjálparefnaþörf.
Hérlendis hafa tilraunir og at-
huganir með notkun hjálpar-
efna einkum verið gerðar á
Hvanneyri. Mest af þeim varðar
maurasýru, ýmist hreina (85%)
eða í þynningu (t.d. Foraform
og GrasAAT), og Kofasil (Kofa-
safa), þar sem heyið hefur verið
verkað í rúlluböggum og/eða í
smáílátum á rannsóknastofu. (
viðeigandi umhverfi (þurrefni
heysins...) og við verkavöndun
hafa efnin bætt verkun heysins,
og í sumum tilfellum einnig
fóðrunarvirði þess (sjá t.d. Fjölrit
Rala nr. 209, bls. 40-42).
AÐ LOKUM
Þörf fyrir blöndun hjálparefna I
hey fyrir verkun ræðst af ýmsum
þáttum, eins og hér hefur verið
lýst. Fjölmargir bændur verka
skínandi góð hey án hjálparefna;
með réttu vali sláttutíma, mark-
vissri forþurrkun og góðum frá-
gangi heysins í rúllu, ferbagga,
stæðu eða hlöðu.
Stöðugt er unnið að þróun
nýrra hjálparefna og framboð
sumra þeirra er kynnt í öflugu
markaðsstarfi. Almenn þekking
á eðli og áhrifum hjálparefna
ásamt skipulegum prófunum og
rannsóknum á þeim er kaupend-
um og notendum nauðsynleg.
Krafan er nefnilega sú að hjálp-
arefnin greiði hið minnsta kostn-
að við efniskaup, dreifibúnað og
sérstaka fyrirhöfn með minna
efnatapi, öruggari verkun heys-
ins og betra fóðurgildi. Geri þau
það ekki er aðeins um óþarfa
efna- og peningaeyðslu ( bú-
rekstrinum að ræða.
FREYR 06 2005
5