Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 28
NAUTGRIPIR
mjólkurfitu var 524 kg og magn mjólkur-
próteins 365 kg. Þessi kýr ber snemma í
febrúar og fer hæst í tæplega 50 kg dags-
nyt en heldur afurðum mjög vel uppi allt ár-
ið og efnahlutföll mælast há í mjólkinni.
Faðir Svartrar var Kani 97160 en það var
heimanaut undan Búa 89017 og móðir
þess var hálfsystir Hamars 94009 að móður-
inni.
AFURÐAMAT KÚNNA
Um áratuga skeið hefur fyrsti grunnur í vali
á nautsmæðum verið kynbótamat þeirra
um afurðir. Þar hefur viðmiðun verið sú að
í grunn að nautsmæðravali kæmu þær kýr
sem eru með 110 eða hærra í kynbótamati
um afurðir. Stór hluti af þessum kúm eru
með einkunn á bilinu 110-114 og úr þeim
hópi eru það aðeins kýr, sem eru einstakir
afburðagripir um aðra eiginleika, sem
verða áhugaverðar í þessu sambandi. Hinn
hluti kúnna grisjast síðan mjög mikið vegna
þess að með tilliti til fjölmargra annarra
þátta eru þær ekki áhugaverðar sem nauts-
mæður.
Við vinnslu á kynbótamatinu í mars 2005
voru það nær 3000 kýr sem náðu þessum
viðmiðunarmörkun í matinu. Hvað upp-
runa þessara kúa varðar þá er myndin ákaf-
lega mikið breytt frá því sem var þegar byrj-
að var að reikna matið á þeim grunni, sem
nú er notaður, fyrir um áratug. Þá var þessi
listi myndaður fyrst og fremst af örfáum
stórum dætrahópum. Núna er þar hins
vegar feikilega mikil breidd í uppruna
kúnna og aðeins einn verulega stór dætra-
hópur, en Smellur 92028 á þarna nokkuð á
þriðja hundrað dætra. Dætur hans eru
margar mjög eftirsóknarverðir kynbóta-
gripir, getumiklar en um leið margar stór-
lega glæsilegir gripir bæði um skrokkbygg-
ingu, júgur- og spenagerð. Þessi dætrahóp-
ur grisjast aftur á móti talsvert í nauts-
mæðravalinu vegna þess að nokkur hluti
þeirra stenst ekki mörk um próteinhlutfall
mjólkur, sem er þeirra veikleiki öðru fremur.
í töflu 4 er gefið yfirlit um þær kýr í land-
inu sem efstar standa með afurðamatið og
er þar að finna þær kýr sem hafa 130 eða
hærra í kynbótamati um afurðir.
Efsta kýrin er líkt og áður Líf 188 í Leiru-
lækjarseli með óbreytt mat frá fyrra ári,
146, en í umfjöllun á síðasta ári er gerð
grein fyrir þessari stórstjörnu. Næstu kýr í
töflunni eru hins vegar ungar stórstjörnur
sem áhugavert verður að fylgjast með. Sól-
ey 482 á Ólafsvöllum er óættfærð kýr sem
skilað hefur feikilega miklum afurðum frá
því að hún kom á skýrslur. Kýr 575 í Bjólu
er ung gífurlega mikil mjólkurkýr undan
Krossa 91032 og þá kemur Rauð 159 í
Nýjabæ, sem er bráðefnileg dóttir Smells
92028, en móðir hennar, Rauðhuppa 34,
stóð ofarlega á sambærilegum listum fyrir
allnokkrum árum. Margar hinna kúnna í
töflunni eru kýr sem þegar á síðasta ári eða
áður hefðu skipað sér þar til sætis.
Til að halda uppi öflugu ræktunarstarfi er
sérlega mikilvægt að öflugustu kýrnar í
landinu á líðandi stund nýtist sem nauts-
mæður. Fyrsti þáttur þess að tryggja slíkt er
að þessar kýr séu sæddar með verðandi
nautsfeðrum hverju sinni. í meginatriðum
hafa bændur verið ákaflega áhugasamir
um að tryggja slíka framvindu í ræktunar-
starfinu og árangur þess birst í að drjúgur
hópur nautkálfa undan þessum bestu kúm
landsins hefur verið á Uppeldisstöðinni og
síðar Nautastöðinni á hverjum tíma.
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR
Landsmarkaskrá 2004
Landsmarkaskrá 2004 er rúmar 500 bls. og bundin í vandað
band. í skránni eru öll búfjármörk í landinu, þar með öll skráð
frostmörk hrossa í fyrsta skipti. Þar eru, auk bæjar -og
staðarskrár, bæði nafna-og bæjarnúmeraskrár þar sem tilgreint
er hvaða litir eiga að vera á plötumerkjum.
Landsmarkaskráin fæst á skrifstofu Bændasamtaka
íslands í Bændahöllinni við Hagatorg, sími 563-0300,
tölvupóstur: sth@bondi.is. Verð kr. 6.900-
VINDRAFSTÖÐVAR
Fyrir sumarhús, fjallakofa og skútur.
Afl: 100 wött, 12 eða 24 volt.
íslensk framleiðsla fyrir íslenskar
aðstæður.
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík
Sími: 540-7000
Netfang: falkinn@falkinn.is
HANDBÓK
Bændablaðið
Smáauglýsingar Bændablaðsins skila árangri.
Sími auglýsingadeildar er 563-0300.
Netfang: augl@bondi.is
28
FREYR 06 2005