Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 36
STEINSMÍÐI
Steinsmíði - Að kljúfa stein
Steinhleðslur og steinveggir eiga sér alda-
langa sögu og hafa notið aukinna vinsælda
hér á landi í seinni tíð.
Erlendis eiga mannvirki úr hlöðnum steini
sér enn meiri hefð en hérlendis. Hér á eftir
fer útdráttur úr grein í norska blaðinu Bon-
devennen, þar sem fjallað er um fyrsta þátt
steinsmíðinnar, sem er að kljúfa stein. Höf-
undur greinarinnar er Helge Haugen
blaðamaður, en viðmælandi er Erik T.
Skretting fyrrverandi bóndi.
AÐ HAFA AUGA FYRIR STEINI
Mikilvægt er að átta sig á gerð steins áður
en hann er klofinn. Hann verður að vera
sem jafnastur og heilsteyptur. Sprungur og
ójöfnur spilla steininum. Mistakist val á
steini getur gott handverk ekki bætt úr því.
Hér skiptir því máli að hafa gott auga fyrir
steinum, eins og gömlu mennirnir sögðu.
Djúpberg er best til steinsmíði en stuðlað
grjót, eins og algengt er hér á landi, er lak-
ara. Steinar úr skriðum og urðum eru að
jafnaði ónothæfir til steinsmíði. Þá eru
steinblokkir sem myndast við sprengingar
með dýnamíti oftast með sprungur og risp-
ur sem valda vandræðum þegar steinninn
er klofinn. Grjót, sem borist hefur langa leið
með skriðjöklum, er oft gott efni til stein-
smíði. Það hefur þolað langflutninga og
sannað gæði sín.
Mikilvægt er að steinninn sé klofinn í nokk-
urn veginn tvo jafna hluta.
Gott er að strika borlínuna með tígulsteini.
Fleygarnir verða að vera í beinni línu.
Óskasteinninn til vinnslu er ekki hnöttótt-
ur, heldur frekar ferkantaður. Slíkur steinn
gefur besta nýtingu.
Áður en borun hefst verður að koma
steininum fyrir þannig að hann liggi frjáls,
þ.e. þannig að hvergi liggi þungi á honum.
Þá verður hann að liggja á sléttu undirlagi,
þar sem steinar standa hvergi upp úr. Þann-
ig verður vinnan auðveldust og minnst
hætta á slysum. Gott er að athafna sig við
steininn ef hann er hafður í grunnri gryfju.
Einnig er gott að láta stærstu hlið steinsins
snúa upp og að hún liggi lárétt, þannig að
bora megi lóðrétt í hana.
í mörgum steinum liggja kristallar í sömu
átt. Þá verður að leitast við að kljúfa stein-
inn í sömu átt og kristallarnir liggja. Þá
leggja sumir upp úr því að steinninn sé jafn-
heitur í gegn þegar hann er klofinn.
BORUN
Hvernig steinn er klofinn fer eftir því í hvað
á að nota grjótið. Þó er það metnaðarmál
margra steinsmiða að hleðslusteinarnir séu
sem lengstir. Að jafnaði er æskilegast að
kljúfa stein fyrst eftir langhlið hans. Mikil-
vægt er að kljúfa steininn sem næst I tvo
jafna hluta. Holurnar sem boraðar eru verða
að vera í beinni línu.
Þannig er byrjað á að draga beint strik,
oft með lituðum tígulsteini og nota trélista
Bora á holurnar lóðrétt niður í láréttan
steininn. Gott er að setja notað spena-
gúmmí á borinn til að draga úr rykinu. Fjar-
lægð milli holnanna á að vera 15 - 20 sm.
fyrir reglustiku. Holurnar, sem boraðar eru
fyrir fleygana, eru hafðar með 15-20 sm
millibili. Fleygun steinsins er þvl öruggari
sem minna bil er á milli holnanna. Ef ein-
hver skil eru ( steininum er fjarlægð milli
holanna höfð meiri. Dýpt boraðra holna á
að vera um 15 sm og má vera svolítið meiri
en lengd fleyganna.
Flestir nota nú til dags loftbor en áður var
notaður grannur bor og létt sleggja. Til að
draga úr steinflísum, sem skjótast út frá
bornum, sem og ryki, er gott að hafa
spenagúmmí utan um borinn og láta kant-
inn snúa niður. Gömlu mennirnir notuðu
lyng og torf í sama skyni.
Eyrnahlífar eru sjálfsagðar fyrir þann sem
borar.
HANDTÖK VIÐ AÐ KUÚFA GRJÓT
Fleygunum er raðað þannig að þeir
sprengja allir í sömu átt. Á hvora hlið fleygs-
ins er sett stálþynna til að minnka núning.
Þar næst er farið að slá á fleygana, fyrst
léttum höggum til að tryggja að allir fleyg-
arnir taki jafnt á. Því næst er gengið á röð-
ina og slegið á fleygana jafnt og þétt.
Hljómurinn frá fleygunum gefur til kynna
hvernig þeir taka í. Áslátturinn á ekki að
vera látlaus, steinninn þarf að vinna úr
höggunum.
Hér er búið að kljúfa steininn einu sinni.
Þessi steinn er meira en þriggja metra lang-
ur og það þarf að reka í hann 14 fleyga.
Hér er verið að festa fleygana en við loka-
hnykkinn stendur steinsmiðurinn á hnján-
um uppi á steininum. Takið eftir hjálminum
og andlitshlífinni.
36
FREYR 06 2005