Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 35
SAUÐFJÁRRÆKT
Tafla 7.
Dilkakjöt afurðast.verð verð ársins kr. á kg Dilkakjöt afurðast.verð verðlag 2004 kr. á kg Ull verð ársins kr. á kg Ull verðl. 2002 kr. á kg
2000 254,4 299,8 352,0 414,7
2001 274,1 302,8 352,7 389,6
2002 280,7 295,9 353,2 372,2
2003 252 260,1 341,3 352,3
2004 267,00 267,0 372,3 372,3
Á árinu var likt og undanfarin
ár greitt álag á lömb í völdum
gæðaflokkum sem komu til
slátrunar frá enduðum júní til
ágústloka. Greidd var föst upp-
hæð á lamb og var greiðslan
hæst í byrjun sumars en fór síð-
an stiglækkandi. Einnig fengu
framleiðendur greitt geymslu-
gjald vegna framleiðslu á tíma-
bilinu nóvember til maíloka.
Greidd er uppbót á hvert inn-
vegið kg kjöts og fer hún hækk-
andi eftir því sem Ifður á vetur-
inn.
Greiðslur afurðastöðva fyrir
dilkakjöt hækkuðu um tæplega
6% frá fyrra ári, að meðtaldri
2% hækkun á verðskrám sem
greidd var í árslok. Til viðbótar
greiddu sláturleyfishafar einnig
uppbót á framleiðslu utan aðal-
sláturtíma sem stendur yfir frá
því um 10. september og til
loka október. Þróun afurðaverðs
á hefðbundnum sláturtíma er
sýnd í töflu 7.
Ullarþvottastöðinni í Hvera-
gerði var lokað 1. apríl 2004 og
hófst ullarþvottur ekki að nýju
fyrr en byrjað var að þvo á
Blönduósi 13. október. Á þess-
um tíma var ullarmóttaka mjög
takmörkuð, svo hluti af ullar-
Ljósmynd Jón Eiríksson.
magni ársins lendir inn á árið
2005 og er það fyrst og fremst
vetrarullin sem lendir milli ára.
Ullarverð fyrir einstaka flokka
var óbreytt milli ára. Verðhækk-
un skýrist að mestu með hærra
hlutfalli haustullar f heildar-
magni. Á ullarárinu frá 1. nóv-
ember 2003 - 31. október 2004
voru samtals metin 607.846 kg
af hreinni ull og var verðmæti
hennar 226.285.235 kr. Meðal-
verð var því 372,27 kr./kg. Ullar-
markaðir eru frekar daufir um
þessar mundir, verð frá því f
fyrra hefur lækkað um 4-5% í
erlendri mynt og þýðir það um
10% verðlækkun í fsl. krónum.
FREYR 06 2005