Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 7
Sérstakar reglur hafa verið settar í kjölfar nautariðu sem upp kom á síðustu áratugum á meginlandinu.
Þær miða að því fyrst og fremst að efla traust neytanda á þessum vörum og að tryggja og efla þannig
markaðinn auk þess að stuðla að vörnum gegn farsóttum.
REKJANLEIKI
Ein af þeim breytingum sem
mikið hefur verið rætt um að
undanförnu er rekjanleiki mat-
væla til þess m.a. að geta inn-
kallað vörur ef á þarf að halda.
Það sem átt er við er að hægt sé
að rekja sig niður eftir fram-
leiðsluferlinu allt til uppruna-
legu hráefnanna. Ef um er að
ræða matvæli úr dýraríkinu, þá
á jafnvel að vera hægt að kanna
hvaðan hráefni koma sem not-
uð voru til að framleiða fóður
sem notað var við eldi slátur-
gripa.
Þessum reglum um rekjan-
leika er skipt í almenna reglu
sem kemur fram í 18. grein
rammalöggjafar ESB annars
vegar og sérreglum sem eru
hluti af dýraheilbrigðislöggjöf
hins vegar. Almenna reglan
kveður á um að öllum matvæla-
framleiðendum beri að skrá
upplýsingar um hvaðan þeir
kaupa hráefni og hverjum þeir
selja fullunnar vörur. Þeir þurfa
því að hafa upplýsingar um eitt
skref upp og eitt skref niður eft-
ir fæðukeðjunni séð frá þeirra
eigin framleiðslufyrirtæki.
Þessi regla gerir ekki kröfu um
innri rekjanleika í fyrirtækjum
sem skýra má með eftirfarandi
dæmi: Ef matvælaframleiðandi
kaupir hráefni frá aðilum A, B
og C og selur fullunnar vörur til
aðila D, E og F þá þarf viðkom-
ÞEGAR LITIÐ ER Á MERK-
INGAR HÚSDÝRA ER MIK-
ILVÆGT AÐ HAFA í HUGA
HVERS VEGNA VERIÐ ER
AÐ GERA KRÖFU UM
ÞÆR. ÞAÐ ER DÝRAHEIL-
BRIGÐI (FARSÓTTIR) SEM
ER AÐALÁSTÆÐAN, ÞÓ
AÐ HEILBRIGÐI FÓLKS SÉ
AÐ SJÁLFSÖGÐU EINNIG
MIKILVÆGT í ÞESSU SAM-
BANDI ÞAR SEM MARGIR
SJÚKDÓMAR BERAST
MILLI MANNA OG DÝRA.
andi ekki að geta sýnt fram á að
vara sem seld er til viðskiptavin-
ar D hafi verið búin til úr hráefn-
um sem komu frá aðila A. Það
nægir að hann geti lagt fram al-
mennar upplýsingar um að
hann kaupi hráefni frá aðilum
A, B og C.
Til viðbótar þessum reglum,
þá gilda sérstakar reglur um
nauta- og kindakjöts fram-
leiðslu sem settar hafa verið í
kjölfar nautariðu sem upp kom
á slðustu áratugum. Þær miða
að því fyrst og fremst að efla
traust neytanda á þessum vör-
um og að tryggja og efla þann-
ig markaðinn auk þess að stuðla
að vörnum gegn farsóttum.
Þær upplýsingar sem skylt er
að komi fram á umbúðum
nautakjöts eru eftirfarandi: Upp-
runi sláturgrips, hvar hann var al-
inn og hvar slátrað. Ekki er gerð
krafa um að auðkennisnúmer
(eyrnamerki) sláturgrips/-a komi
beint fram á umbúðum (má þó
vera), nota má tilvísunarnúmer
sem nægir til þess að yfirvöld
geti rakið sig til baka til ein-
stakra gripa og býla. Einnig
þurfa að koma fram á umbúð-
um upplýsingar um uppruna-
og uppeldisland, sláturhús og
úrbeiningarfyrirtæki ef við á. Ef
um er að ræða hakkað kjöt og
unnar vörur þá nægir að vísa til
lotu.
Reglur um sauðfé eru einfald-
ari en þær sem gilda um naut-
gripi, enda er einstaklingsmerk-
ing ekki nauðsynlega á lömbum
yngri en sex mánaða (má lengja
í níu) sem alin eru á sama býli.
Engar sambærilegar reglur eru
um auðkenni á lambakjöti og
lýst er að ofan fyrir nautakjöt,
heldur gilda almennar reglur
um merkingar.
Nýjar reglur hafa verið settar
um þær upplýsingar sem eiga
að liggja fyrir þegar sláturdýr
eru færð til sláturhúss, sem kall-
aðar eru „upplýsingar um
fæðukeðjuna". Þessar upplýs-
ingar eru aðallega vegna far-
sótta og sjúkdóma sem berast
milli manna og dýra, niðurstöð-
ur prófana og upplýsingar um
meðhöndlanir eins og við á,
nafn dýralæknis sem með-
höndlaði gripina og upplýsingar
um fóðrun ef þær benda til þess
MATVÆLI
að sjúkdómar gætu verið í við-
komandi hjörð. í flestum tilfell-
um nægir að gefin sé yfirlýsing
um að allt sé í lagi og það sé því
ekkert sem fram þurfi að koma.
Þessar kröfur, um upplýsingar
frá býli til sláturhúss, gera sem
slíkar ekki kröfu um einstak-
lingsmerkingar dýra.
( nýju reglunum er einnig
skýrt kveðið á um auknar
menntunarkröfur þeirra sem
vinna við matvælaeftirlit, svo
sem dýralækna og aðstoðar-
manna þeirra.
Þegar litið er á merkingar
húsdýra er mikilvægt að hafa í
huga hvers vegna verið er að
gera kröfu um þær. Það er dýra-
heilbrigði (farsóttir) sem er aðal-
ástæðan, þó að heilbrigði fólks
sé að sjálfsögðu einnig mikil-
vægt í þessu sambandi þar sem
margir sjúkdómar berast milli
manna og dýra. Góð auðkenni
dýra og skýr og vönduð skrán-
ing á flutningi dýra milli býla,
svæða og/eða landa er undir-
staða öflugra farsóttarvarna.
HEIMAFRAMLEIÐSLA - SALA
BEINT TIL NEYTENDA
Reglum um takmarkaða fram-
leiðslu var breytt með þeim nýju
reglum sem hér eru til umræðu.
Fram til þessa (og fram til
1.1.2006) gilda sérstakar reglur
um „takmarkaða" framleiðslu
sem eru aðveldari I framkvæmd
en þær sem gerðar eru til iðn-
aðarframleiðslu. (flestum tilfell-
um eru framleiðslutakmarkanir,
þ.e.a.s. einungis er leyfilegt að
framleiða takmarkað magn á
viku og/eða ári. ( nýjum reglum
eru aftur á móti sömu ákvæði
fyrir alla, nema gerð er mjög
takmörkuð undanþága varð-
andi svokallaðar „upprunavör-
ur" (primary products) sem eru
seldar annað hvort beint til
neytenda eða til smásöluversl-
unar í næsta nágrenni. Þessar
vörur eru t.d. mjólk, villibráð og
fuglar og kanínur. Þessi undan-
þága nær þó ekki til slátrunar á
öðrum húsdýrum.
Almennu (nýju) reglurnar
gera engar sérstakar kröfur
tengdar stærð fyrirtækja né er
þar að finna undanþágu fyrir lít-
il fyrirtæki, nema það eitt að
fyrirtækjum með takmarkaða
framleiðslu er heimilt að nota
MM
FREYR 06 2005