Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 30
SAUÐFJÁRRÆKT
Afkvæmarannsóknir á
hrútum á vegum búnaðar-
sambandanna haustið 2004
Umfangsmesta ræktunar-
verkefni í íslenskri sauðfjár-
rækt, sem nokkru sinni hefur
verið unnið hér á landi, eru
þær skipulögðu afkvæma-
rannsóknir á hrútum sem
hófust haustið 1998. í þess-
um rannsóknum eru samein-
aðar upplýsingar úr ómsjár-
mælingum og mati á lifandi
lömbum undan hrútunum og
upplýsingar úr kjötmati
lamba undan þeim úr slátur-
húsi.
Rannsóknirnar hafa frá upp-
hafi verið styrktar af Framleiðni-
sjóði landbúnaðarins. Strax í
upphafi haustið 1998 var þátt-
taka bænda í þessu starfi mikil
og meiri en nokkur reiknaði
með. Síðan hefur þessi starf-
semi aukist að umfangi. Mikinn
árangur af þessu starfi má sjá
nú þegar á hundruðum fjárbúa
vítt og breitt um landið.
Haustið 2004 voru tvö form
rannsókna styrkt, þ.e. svokall-
aðar stærri rannsóknir en í þeim
þurftu að vera fyrir hendi full-
gildar niðurstöður fyrir hið
minnsta átta afkvæmahópa á
viðkomandi búi. Minni rann-
sóknir nutu styrks ef fyrir hendi
voru niðurstöður fyrir fimm, sex
eða sjö afkvæmahópa á við-
komandi búi. Auk þess voru
unnar rannsóknir þó að færri
hópar væru í rannsókn. Haustið
2002 voru styrktar rannsóknir
sem eingöngu byggðu á slátur-
upplýsingum, en lítil þátttaka
bænda var í því formi, en áfram
er boðið upp á slíkar rannsóknir
hjá búnaðarsamböndunum.
Haustið 2004 voru rannsókn-
ir unnar á samtals 215 búum.
Það voru samtals 1290 af-
kvæmahópar sem voru í svo-
kölluðum stærri rannsóknum,
þ.e. rannsóknum þar sem átta
hrútar eða fleiri voru í rannsókn
á viðkomandi búi. Samtals 496
afkvæmahópar voru á búum
þar sem sjö eða færri hrútar
voru i rannsókn á viðkomandi
búi og að lokum voru unnar
rannsóknir fyrir 20 afkvæma-
hópa þar sem aðeins var byggt
á sláturniðurstöðum. Samtals
eru það því 1806 afkvæmahóp-
ar sem fá dóm í rannsóknum
haustið 2004 og hefur umfang
þessa starfs því aldrei verið
meira ef undan er skilið haustið
2002, þegar hóparnir voru eilít-
ið fleiri, og tengdust eingöngu
einföldum sláturrannsóknum
sem voru styrktar það haust.
Eins og ætíð koma fyrir örfá
dæmi þess að sami hrútur hafi
verið með afkvæmahóp í rann-
sókn á fleiri en einu búi. Samtals
telja slíkir hópar samt innan við
tuginn. Á það skal einnig minnt
að þessu til viðbótar kemur mik-
il afkvæmarannsókn hrúta á
fjárræktarbúinu á Hesti sem
fjallað er um sérstaklega hér í
blaðinu.
Tafla 1. Yfirlit um afkvæma-
rannsóknir á hrútum haustið
2004 eftir landsvæðum
Svæði Fjöldi búa Fjöldi hópa
Vesturland 41 365
Vestfirðir 14 121
Strandir 29 250
Húnavatnssýslur 36 320
Skagafjörður 36 286
Eyjafjörður 7 46
S-Þing. 9 80
N-Þing. 19 162
Múlasýslur 4 29
A-Skaft. 3 23
Suðurland 17 124
Landið allt 215 1.806
Tafla 1 gefur yfirlit um um-
fang þessarar starfsemi eftir
landsvæðum. Þróunin hefur
orðið sú að sauðfjárbændur eru
ákaflega misvirkir eftir land-
svæðum í þessari þungamiðju
ræktunarstarfsins síðustu árin.
Á Vesturlandi var góð þátttaka í
þessu starfi. Eins og ætíð var
starfsemin feikilega öflug á
Ströndum, í Vestur-Húnavatns-
sýslu hefur þessi þáttur verið
öflugur í starfseminni alveg frá
byrjun og Austur-Húnvatnssýsla
hefur komið inn með vaxandi
þunga undanfarin tvö haust.
Skagafjörður hefur alveg frá
upphafi verið eitt höfuðvígi
þessarar starfsemi og er svo
áfram. í Eyjafirði er umfangið
hins vegar fremur takmarkað og
einnig í Suður-Þingeyjarsýslu er
það vart í hlutfalli við umfang
sauðfjárræktar í sýslunni. Norð-
ur-Þingeyingar hafa verið alveg
frá byrjun mjög virkir í þessum
þætti ræktunarstarfsins og er
svo enn. Á Austurlandi, í Aust-
ur-Skaftafellssýslu og á Suður-
landi nýta sauðfjárræktendur
sér hins vegar þennan þátt
ræktunarstarfsins ekki sem
skyldi.
VIRKASTA LEIÐ TIL
BÆTTRA KJÖTGÆÐA
Eins og áður segir er árangur
þessa starfs þegar mikill og aug-
Ijós vítt um land. Það er ekkert
vafamál að til að vinna að bætt-
um kjötgæðum er þessi úrvals-
leið í ræktunarstarfinu mjög virk
og árangursrík. Ef niðurstöðurn-
ar eru notaðar á skipulegan hátt
í úrvalinu mun árangurinn ekki
láta á sér standa.
Aldrei verður samt lögð of
mikil áhersla á það að árangur-
inn getur aldrei orðið meiri en
gæði þeirra upplýsinga sem
unnið er með leyfa. Mikilvæg-
asta atriðið þar er tvímælalaust
það að þannig sé að rannsókn
staðið að tryggður sé óvilhallur
samanburður á milli afkvæma-
IEftir Jón Viðar
Jónmundsson,
Bændasamtökum
íslands
hópa undan hrútunum sem
hverju sinni eru í rannsókn. Að-
eins við slíkar aðstæður er hægt
að vænta tilætlaðs árangurs.
Þessar rannsóknir hafa orðið
mjög sterkur grunnur til að
styrkja einn af þremur megin-
stoðum ræktunarstarfsins í
landinu sem er val á hrútum fyr-
ir sæðingastöðvarnar. Það hefur
orðið með tvennum hætti. í
þessum rannsóknum hafa kom-
ið fram á sjónarsviðið flestir af
topphrútum síðustu ára sem á
stöðvunum standa í dag. Þar til
viðbótar fékkst haustið 2000
leyfi til að vera með hrúta úr
þessum rannsóknum í sérstakri
einangrun vegna stöðvanna á
nokkrum stöðum á landinu,
þannig að úr þeim hefur verið
valið beint inn á stöðvarnar.
Þessar rannsóknir hafa sýnt sig
að hafa aukið öryggi umtalsvert
við að velja stöðvarhrúta.
Haustið 2004 voru þannig
rannsóknir á vegum stöðvanna
á eftirtöldum stöðum: Stóra-
Fjarðarhorni í Kollafirði, sameig-
inleg rannsókn á Snartarstöðum
á Sléttu og Sveinungsvík í Þistil-
firði, Ytri-Skógum undir Eyja-
fjöllum og Teigi i Fljótshlíð, auk
rannsóknarinnar á Hesti. Niður-
stöður úr þeim rannsóknum
hafa þegar birst bændum í
mörgum nýjum sæðingastöðv-
arhrútum sem komu til notkun-
ar haustið 2004 og hafa þeir
verið rækilega kynntir í hrúta-
skrá.
Undanfarin ár hafa niðurstöð-
ur rannsóknanna verið kynntar
mjög rækilega i greinum hér í
blaðinu þar sem gerð hefur ver-
ið grein fyrir ýmsum athyglis-
verðustu hrútunum sem fram
hafa komið á hverju hausti. Það
verður ekki gert að þessu sinni.
Allar niðurstöður þessarar rann-
sókna eru hins vegar aðgengi-
legar á Netinu á vef B(
(www.bondi.is) eins og raunar
30
FREYR 06 2005