Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 40

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 40
FERÐAÞJÓNUSTA 41 j.i * r ta* W B t=ai j Á Borgarfirði eystri er Ijóst hvert ruslið á að fara - hér er gefið til kynna að unnið sé að umhverfismálum. Ljósm. Elín Berglind Viktorsdóttir. Umhverfismerki Tegund fyrirtækja m Norræna umhverfis- merkið Svanurinn Hótel og farfuglaheimili, vörur Green Globe 21 Öll ferðaþjónustufyrirtæki og samfélög Bláfáninn Baðstrendur og smábátahafnir Vottunarstofan Tún Lífræn framleiðsla: Matvæli, náttúruafurðir og veitingaþjónusta ISO14001 Fyrirtæki almennt UMHVERFISVOTTUN Umhverfisvottun eykur líkur á að dregið sé úr neikvæðum um- hverfis- og félagslegum áhrifum sem ferðaþjónustan getur haft á umhverfið um leið og jákvæð umhverfis- og félagsleg áhrif eru aukin. Einnig getur umhverfis- vottun tryggt að ferðaþjónusta sem atvinnugrein sé ábyrg gagnvart almenningi og skapi markaðslegan ávinning fyrir þau fyrirtæki sem uppfylla ákveðnar kröfur og eru vottaðar. Helstu umhverfismerki tengd ferðaþjónustu á Islandi eru þrjú. Norræna umhverfismerkið, þ.e. Svanurinn, er líklegast þekkt- asta merkið og nær yfir fleiri at: vinnugreinar, en í ferðaþjónustu geta aðeins hótel og farfugla- heimili fengið vottun Svansins. Green Globe 21 er umhverfis- vottunarferli sem hentar öllum tegundum af ferðaþjónustufyr- irtækjum auk þess sem Green Globe 21 vottar einnig samfé- lög. Bláfáninn er umhverfis- merki fyrir baðstrendur og smá- bátahafnir. Þá getur Vottunar- stofan Tún vottað veitingastaði sem uppfylla tiltekin lágmarks- skilyrði varðandi framboð á líf- rænum matvælum. Til viðbótar umhverfismerkjunum má nefna ISO14001 en þar er umhverfis- stjórnunarkerfi fyrirtækis vottað samkvæmt samnefndum staðli. Árangursríkust er eflaust sú leið að bæði fyrirtæki og samfé- lög séu samtaka í þessum mál- um og vinni að sameiginlegum markmiðum. ( þessu sambandi má nefna verkefni fimm sveitar- félaga á Snæfellsnesi og þjóð- garðsins Snæfellsjökull sem miðar að vottun Green Globe 21. Á svæðinu eru einnig þrjú fyrirtæki aðilar að Green Globe 21, þ.á m. fyrsta umhverfisvott- aða ferðaþjónustufyrirtækið á Islandi. Þetta er mjög spennandi frumkvöðlaverkefni, ekki bara á (slandi heldur líka á alþjóðlegum vettvangi og þess má geta að fleiri sveitarfélög hér á landi hafa sýnt áhuga á þessu verk- efni. FRAMTÍÐARTÆKIFÆRI Kröfur til „umhverfisgæða" hafa verið að aukast undanfarin ár, og koma þær frá hinu opin- bera, en ekki síður með aukinni vitund almennings á umhverf- inu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og hefur það eflaust hjálpað okkur við að halda á lofti merkjum um að ísland sé hreint og fagurt land, ríkt af náttúruauðlindum. Það eitt ger- ir fsland ekki að umhverfisvæn- um áfangastað heldur þurfa all- ir að leggja sitt af mörkum. Markviss vinna að umhverfis- málum er góð leið til að tryggja gæði umhverfisins, jákvæð áhrif á samfélagið og ánægju ferða- manna. Þetta er verkefni okkar allra, ekki aðeins þeirra sem hafa beina atvinnu af ferða- þjónustu. HEIMILDIR: AIÞjóða ferðamálaráðið. www.world-tourism.org Elín Berglind Viktorsdóttir. 2004. Gæðahandbók FerðaÞjónustu bænda. Handbók bænda 2004. Bls. 237-253. Ferðamálaráð Islands. www.ferdamalarad.is Font, Xavier. 2003. Research Note: Sustainable Tourism and Ecoturism Certification: Raising Standards and Benefits. Journal of Ecotourism. Vol.2, no.3. Bls. 213-218 2003 Staðardagskrá 21 á Islandi. www.samband.is Stefán Gíslason. Mynd af umhverf- isstjórnunarkerfi (2002) og tölvu- póstur (2005) 40 FREYR 06 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.