Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 18
SVÍNARÆKT Fullkomin fóðurstöð og 8000 grísir - Svínabúið á Melum - Svínabúum á íslandi hefur fækkað mik- ið undanfarin ár. Búin hafa stækkað með tilheyrandi fjárfestingum og svína- ræktin er ekki lengur hliðarbúgrein heidur aðalbúgrein þeirra sem hana stunda. Svínabúið á Melum í Leirár- og Melasveit er meðal stærstu svínabúa á landinu en þar er fyrirtækið Stjörnugrls með uppeldi fyrir sláturgrísi. Melar komust I fréttir fyrir nokkr- um árum þegar deilur vöknuðu um starfs- leyfi búsins og hvort það þyrfti að fara I um- hverfismat vegna stærðar sinnar. Málaferlin töfðu uppbyggingu á Melum um nokkurn tlma en svo fór að öll starfs- og byggingar- leyfi voru samþykkt og uppbygging hófst. Alls er húsakostur á Melum tæpir 10 þús- und fermetrar. Svínahúsin eru tvö, hvort um sig er 4.200 fermetrar að stærð. Tuttugu af- markaðar deildir eru á búinu sem eru vel einangraðar hver frá annarri. Á milli svína- húsanna tveggja er fóðurstöð þar sem allt fóður búsins er blandað á staðnum. Geir Gunnar Geirsson yngri er fram- kvæmdastjóri Stjörnugríss en FREYR hitti hann að máli á Melum. Geir Gunnar lærði svínarækt I Danmörku þar sem hann dvald- ist um þriggja ára skeið. Fyrsta árið nam hann við búnaðarskólann í Viborg en síðar sérhæfði hann sig í svínarækt við Vejlby- landbrugsskole í Árósum í tvö ár. I dag stjórnar hann sláturhúsinu I Saltvík, gyltu- búinu á Vallá, eldisbúinu á Melum og líf- dýrabúinu á Bjarnastöðum I Grímsnesi. Starfsmenn Stjörnugríss eru 21 og kjöt- framleiðsla á hverju ári er um 1.500 tonn. Búið á Melum er byggt fyrir 8.000 grísi á stæði en árlega fara um 20.000 sláturgrísir í gegnum búið. ELDI FRÁ FRÁFÆRUM TIL SLÁTRUNAR Á svínabúinu á Melum er unnið samkvæmt sk. FRATS- kerfi sem stendur fyrir „frá frá- færum til slátrunar". Aðferðin hefur rutt sér til rúms á undanförnum árum víða um heim en hún þykir að mörgu leyti dýravænni en eldri eldisaðferðir. Með aðferðinni er m.a. auðveldara að halda húsunum hreinum auk þess sem hún sparar vinnuafl. „Upphaflega kemur aðferðafræðin frá Bandaríkjunum en við höfum staðfært dönsk vinnubrögð. Eldið gengur þannig fyrir sig að grísirnir koma hingað að Melum eftir fráfærur og eru að lágmarki 7 kg að þyngd. Við erum með 28 stíur í hverri deild en grísunum er skipt niður í þær eftir stærð og þyngd. f hverri deild, sem er um 380 fermetrar, miðast allt við að gera ferillinn frá komu grísanna til slátrunar sem hagkvæmastan. Flitalagnir í gólfinu gera það að verkum að við getum stýrt hitastigi m.t.t. aldurs grísanna, það tryggir m.a. jafnari vaxtarhraða. Þá eru einn- ig fullkomin raka- og loftsstýrikerfi í húsinu. Þegar grísirnir eru komnir á sláturaldur fara þeir allir í einu í sláturhús en á eftir er deildin þrifin hátt og lágt og sótthreinsuð." Gallinn við FRATS-aðferðina er að stofnkostnaður við byggingar er umtalsvert meiri en í hefð- bundnu kerfi þar sem húsin eru stærri f fer- metrum talið. Fermetrarnir nýtast illa í byrjun vaxtarskeiðs en með góðu rými tryggjum við aðstæður eins og best verður á kosið." GRÆNT BÓKHALD Á Melum er fært grænt bókhald sem felst í að skrá ýmsa þætti sem snúa að umhverfis- málum. Skráningin er á höndum búsins en eftirlitsaðilar fylgjast með að bókhaldið sé rétt fært. Með því er t.d. fylgst með allri raf- magns- og olíunotkun. „Vissulega er tíma- frekt að standa í allri þeirri skráningu sem fylgir græna bókhaldinu en ég hef trú á því að þetta borgi sig þegar til lengdar lætur. Fyrir neytendur er mikilvægt að þessum upplýsingum sé haldið til haga því að þeir eiga rétt á að vita hvernig matvælafyrirtæki eins og við stöndum okkur gagnvart um- hverfinu." Fyrirtækið Stjörnugrís er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Hjördís- ar Gissurardóttur og Geirs Gunnars Geirssonar. Geir Gunnar Geirs- son yngri starfar sem bústjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Árið 1993 var hafist handa við að byggja svínabúið á Vallá. Upp- haflega komu svínin frá Lundi í Kópavogi en afi Geirs Gunnars var Geir Gunnlaugsson sem bjó þar um árabil. Stjörnugrís saman- stendur af sláturhúsinu í Saltvík, gyltubúinu á Vallá, eldisbúinu á Melum og lífdýrabúinu á Bjarnastöðum í Grímsnesi. Þá er Stjörnu- grís í samstarfi við Jóhannes Eggertsson á Sléttabóli á Skeiðum sem elur upp smágrísi fram að fráfærum. Alls er húsakostur á Melum tæpir 10 þúsund fermetrar. Svínahúsin eru tvö, hvort um sig er 4.200 fermetrar. Tuttugu afmarkaðar deildir eru á búinu sem eru vel einangraðar hver frá annarri. Á milli svínahúsanna tveggja er fóðurstöð þar sem allt fóður búsins er blandað. 18 FREYR 06 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.