Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 50

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 50
VEÐURFAR þarf að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Landbúnaður- inn losar fremur Iftinn koltvísýr- ing, en hlutfallslega meira af mýragasi og hláturgasi. Á (s- landi er áætlað að 47% þessara tveggja síðastnefndu gróður- húsalofttegunda komi úr rækt- unarjarðvegi, 44% frá gerjun ( meltingarfærum búfjár og 9% frá búfjáráburði. Það er því Ijóst að á þessum sviðum getur ís- lenskur landbúnaður helst lagt eitthvað af mörkum, til dæmis með réttri notkun á áburði og jarðvegi og með því að koma upp aðstöðu til að nýta mýragas úr búfjáráburði og sorpi. Þessar aðgerðir þurfa að byrja á rann- sóknum og fræðslu meðal al- mennings og skólafólks. Stjórn- völd og vísindamenn þurfa hins vegar að horfa enn lengra og aðlaga landbúnaðinn að breytt- um aðstæðum og skipuleggja framtíðina þannig að landbún- aðurinn verði betur búinn undir breyttar aðstæður í framtíðinni. Þetta er gert með því að móta landbúnaðarstefnu sem miðast meðal annars við væntanlegt umhverfi í alþjóðaviðskiptum. Einnig þarf að skipuleggja þreytta landnýtingu, efla kyn- bætur jurta og búfjár með veð- urfar framtíðarinnar í huga og leita tæknilausna á vandamál- um framtíðarinnar. Á næstu 50 árum bíða land- búnaðar á íslandi margvísleg já- kvæð tækifæri, svo sem aukin uppskera og nýjar nytjajurtir. Einnig eru framundan talsverð- ar ógnanir svo sem nýir skað- valdar og breytt álag á plöntur. Breytingarnar fela í sér mikla áskorun í að bregðast rétt við og aðlagast skynsamlega þeim aðstæðum sem framundan eru. Þá þarf að hefja aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda og umfram allt að fræða þegna framtíðarinnar um hringrás náttúrunnar og þau áhrif sem við getum haft bæði til góðs og ills. HEIMILDIR ACIA (2004) Impacts of a Warming Arctic: Arctic Climate Impact Assessment. Cambridge Univers- ity Press, 140 bls. Ananthaswamy, A. 2002. Don't count on plants to save the world from global warming. NewSci- entist 14. december 2002, 18. Bjarni Diðrik Sigurðsson, Arnór Snorrason, Bjarni Þór Kjartansson og Brynhildur Bjarnadótt- ir. 2005. Kolefnisbinding með nýskógrækt. Hvar stöndum við og hverjir eru möguleikarnir? FræðaÞing landbúnaðarins 2005. 20-24. Halldór Björnsson, 2003. Verður hlýrra á næstu öld? Morgunblaðið 23. mars, 36. Jón Guðmundsson og Hlynur Óskarsson. 2005. Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda. FræðaÞing landbúnaðarins 2005, 32-37. Lal, R. 2004. Agricultural activities and the glob- al carbon cycle. Nutrient Cyciing in Agroecosyst- ems 70, 103-116. Olesen J. & Bindi M. 2001. Consequenses of cli- mate change for European agricultural producti- vity, land use and policy. European Journal of Agronomy 16, 239-262. Olesen JE, Sommer SG, Asman WAH & Petersen SO 2003. Emission of global environment load gases from animal waste management. The 3rd international symposium on the promotion of environmental protection in the livestock farm. Sustaimable animal production in global envir- onment and animal waste management in North America. March 27-28, Tsukuba, Japan, bls. 111- 130. Withgott J. 2003. Refugee species are feeling the heat of global warming. NewScientist 4. January 2003, 4. ALLT FYRIR HESTAMENNSKUNA OG MEIRA TIL MR BÚÐIN LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 112 5 NAUTGRIPABÆNDUR Tryggið ykkur réttar gripagreiðslur! Haustið 2006 verða í fýrsta sinn greiddar gripagreiðslur á allar kýr og bornar kvígur í samræmi við upplýsingar um ásetning í tölvukerfinu MARK (www.bufe.is). Mikilvægt er að bændur kynni sér gögn um bú sín til að ganga úr skugga um að rétt sé með þau farið. Hafa skal í huga að við útreikninga verður miðað við skráningu gripa 1. september nk. Aðgangur að MARK er ókeypis og veitir einnig aðgang að tölvukerfinu www.huppa.is sem er skýrsluhaldsgagnagrunnur nautgriparæktarinnar. Hafið samband til að fá veflykil sem veitir aðgang að www.bufe.is Tölvudeild Bændasamtaka íslands Sími: 563-0300 - netfang: mark@bondi.is BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS - LANDSSAMBAND KÚABÆNDA 4 50 FREYR 06 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.