Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 8

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 8
MATVÆLI Heimaframleiðsla og sala beint til neytenda. Almennu (nýju) reglurnar gera engar sérstakar kröfur tengdar stærð fyrirtækja. Þó er fyrirtækjum með takmarkaða framleiðslu heimilt að nota staðlað innra eftirlit og þurfa því ekki að framkvæma „GÁMES - greiningu" heldur geta notast við fyrirfram ákveðna mikilvæga eftirlitsstaði. staðlað innra eftirlit og þurfa því ekki að framkvæma „GÁMES - greiningu" heldur geta notast við fyrirfram ákveðna mikilvæga eftirlitsstaði. Það er algengt að heyra kvartað undan núgildandi kröf- um sem ESB gerir vegna fram- leiðslu á matvælum úr dýrarík- inu. Það er skoðun höfundar að þessar kvartanir séu oft byggð- ar á misskilningi. í mörgum til- fellum lenda framleiðendur í erfiðleikum þegar verið er að breyta húsnæði sem byggt var með aðrar kröfur í huga. Aftur á móti ef húsnæði er hannað frá byrjun með ESB-kröfur í huga þá verður slíkt húsnæði ekki verulega dýrara í byggingu en annað húsnæði til sömu nota. Það sem vefst fyrir mörgum eru kröfur um innra eftirlit. ESB hefur komið auga á þetta vandamál og því er á nokkrum stöðum í þessari nýju löggjöf kveðið á um að samdar skuli og gefnar út leiðbeiningar um þessa þætti. Einnig hefur ný- ÞAÐ ER ÞVÍ NIÐURSTAÐA HÖFUNDAR AÐ AUÐVELD- ARA VERÐI FYRIR ÞÁ SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ SETJA UPP LÍTIL SLÁTURHÚS EÐA AÐRA TAKMARKAÐA ÚR- VINNSLU Á LANDBÚNAÐAR- AFURÐUM HELDUR EN HINGAÐ TIL HEFUR VERIÐ. lega verið ákveðið að gera átak í fræðslumálum varðandi mat- vælaeftirlit og matvælafram- leiðslu og verja verulegum fjár- munum til þessa verkefnis sem mun sérstaklega koma litlum og meðalstórum fyrirtækum til góða. Á íslandi hefur fram til þessa ekki verið unnið samkvæmt nú- verandi ákvæðum ESB um tak- markaða framleiðslu, enda slíkt ekki að finna í íslenskum reglu- gerðum. Eins og hér að ofan er minnst á eru nýir staðlar sem gilda munu frá og með 1. janú- ar 2006 heldur auðveldari ( framkvæmd heldur en þeir sem nú er farið eftir. Það er því nið- urstaða höfundar að auðveld- ara verði fyrir þá sem hafa áhuga á að setja upp lítil slátur- hús eða aðra takmarkaða úr- vinnslu á landbúnaðarafurðum heldur en hingað til hefur verið. Það er alls ekki rétt að erfiðara sé fyrir lítil fyrirtæki að uppfylla ESB-skilyrði og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu ef vel er að málum staðið frá upphafi. STUTT SAMANTEKT Hér hafa verið kynntar ( mjög stuttu máli nýjar reglur ESB um matvælaframleiðslu. Breytingar sem snúa að iðnaðinum eru þær helstar að kveðið er skýrara á um ábyrgð matvælaframleið- enda og gerðar eru skýrar kröf- ur um einfalt rekjanleikakerfi. Breytingar sem snúa að mat- vælaeftirliti og hinu opinbera kerfi eru víðtækari og miða að því að samhæfa reglur sem gilda í aðildarrlkjunum og styrkja þannig innri markað ESB og auka traust neytenda á land- búnaðarafurðum og öðrum matvælum. Einungis reynslan getur skorið úr um það hvort þessar reglur verða farsælar og skila tilætluð- um árangri. Þær eru settar sam- kvæmt bestu vitund og í sam- ræmi við það sem gerist annars staðar í heiminum. Þær sýna, eins og svo margt annað á okk- ar tímum, hvað heimsviðskipti hafa mikil áhrif á allt okkar starfsumhverfi, enda ætlumst við til þess að þær vörur sem við kaupum í auknum mæli víðs- vegar um heiminn uppfylli ákveðinn lágmarksstaðal. Aðrir neytendur erlendis gera sömu kröfu til okkar framleiðsluað- ferða og heilbrigðiseftirlits. ísland framleiðir mikið af mat- vælum og selur um allan heim. Ég tel að þessar nýju reglur séu ekkert sem við þurfum að óttast heldur séu miklu frekar tækifæri til að bæta og tryggja gæði og ímynd landbúnaðarframleiðslu okkar á komandi árum. FrEYR 06 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.