Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 20

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 20
SVÍNARÆKT VERSTU SÓTTIRNAR EKKI AÐ FINNA HÉRLENDIS Geir Gunnar segir íslenska svínabændur heppna að þvi leyti að verstu sóttirnar sem er að finna í nágrannalöndunum eru ekki hérlendis. Ströng umgengnisskilyrði eru sett á svínabúum hérlendis og er því m.a. hald- ið fram að þau séu strangari hér á landi en víða erlendis. „Það hefur verið unnið mikið starf við að halda sjúkdómum í lágmarki og það er m.a. að þakka góðu starfi dýralækna og þeirra sem vinna við búgreinina. Eftir að norski stofninn kom til landsins hafa menn lagt meiri áherslu á heilbrigði og þekking hefur batnað innan geirans. Það hefur tek- ist að ráða við nokkra sjúkdóma sem áður voru landlægir, t.d. ber ekki lengur á kláða og blóðskitu. I Danmörku eru stéttarbræð- ur okkar að kljást við mjög skæða veirusjúk- dóma sem við þekkjum ekki hér. Ég hef reyndar þá skoðun að við eigum að fara varlega í að dauðhreinsa umhverfið um of. Dýrin verða að hafa „virkt" ónæmiskerfi og það gildir um svínin líkt og mannfólkið að af misjöfnu þrífast börnin best þó að fyrir- byggjandi aðferðir séu að sjálfsögðu nauð- synlegar." NORSKI SVÍNASTOFNINN STENDUR SIG VEL Kynbætur og framfarir hafa verið miklar í ís- lenskri svínarækt síðustu tíu árin. „Við vor- um mjög fljót að taka upp norska erfðaefn- ið þegar það kom árið 1994. Gamli stofninn var harðger og frjósamur en ókosturinn var mikil fitusöfnun og hægur vöxtur. Norska kynið er komið mun lengra í öllum kynbót- um og þar eru einstaklingarnir jafnari að gæðum ef svo má að orði komast. Norski stofninn hefur reynst okkur vel enda er hann mjög hreinn og góður á allan hátt." KJÖTGÆÐI OG KYNBÆTUR „Framtíðarverkefni í kjötgæðunum er að fylgja norsku kynbótastefnunni. Ef við fylgjum henni eftir mun okkur farnast vel að mínu mati. Við fáum reglulega nýtt erðaefni sem uppfærir stofninn okkar. Eft- ir að þeir tóku Duroc-kynið inn í kynblönd- unina hjá sér erum við að sjá meyrara og safaríkara kjöt. Við stefnum að því að halda því sem við höfum í dag og betrum- bæta enn frekar." í dag eru kynbótagrísir fluttir til Hríseyjar en þaðan er þeim dreift á svínabúin í land- inu. Þar gæti þó orðið breyting á í framtíð- inni. „Norðmennirnir vilja helstsenda okkur gyltur á öll búin og senda síðan norska gelti sem notaðir yrðu til undaneldis. Þetta er ný stefna sem við erum að kynna okkur og vonandi verður tekin ákvörðun um fram- haldið bráðlega. Sæðingar eru almennt notaðar en árið 1993 byrjuðum við að sæða allar okkar gyltur. Við erum með 4 til 6 gelti á hverjum tíma sem tappað er af reglulega. Flest búin eru með þetta fyrirkomulag og það hefur reynst okkur vel." SVART TÍMABIL í ÍSLENSKRI LANDBÚNAÐARSÖGU Staðan í svínaræktinni er betri nú en áður að mati Geirs Gunnars og á hann þá við ár- in 2001-2003 þegar undirboð og óstöðug- leiki einkenndi kjötmarkaðinn. Hann segir að vissulega hafi Stjörnugrís þurft að herða sultarólina og berjast en örlög marga svína- bænda hafi verið dapurleg. Geir tekur jafn- vel svo djúpt í árinni að telja tímabilið það svartasta í íslenskri landbúnaðarsögu. „Því miður var fórnarkostnaðurinn mikill þegar verðstríðið stóð sem hæst fyrir nokkrum misserum. Margir urðu illa úti og örlög þeirra voru dapurleg. Tjónið upp á marga milljarða og enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Við náðum blessunarlega að standa þetta af okkur en margir voru ólánsamari og gáfust upp." STÆRÐIN ER TÍMANNA TÁKN „Vissulega er eftirsjá að smáu búunum og helst vildi maður hafa marga kollega. Hag- kvæmni stærðarinnar er hins vegar svo mikil í svínaræktinni að það er ómögulegt að lifa af litlum búum. Þetta er þróunin alls staðar I kringum okkur. Þegar ég fór til Danmerkur árið 1995 var 200 gyltna bú talin heppileg bústærð en I dag er sagt að það þurfi 1000 gyltur til að vera samkeppnisfær." Á Vallá er Stjörnugrís með aðstöðu fyrir gyltur. Hér eru gylturnar á geldstöðunni en í sama húsi eru gotstíur. I sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi er slátrað um 40 þúsund grísum á ári. Húsið var byggt árið 1999 og er eina sérhæfða svínasláturhúsið á landinu. 20 FREYR 06 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.