Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 49

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 49
VEÐURFAR ræktun verða tryggari og upp- skera til dæmis gulróta og hvít- káls mun aukast og nýjar teg- undir munu bætast við svo sem asíur, grasker og matarlaukur. SJÚKDÓMAVANDI Neikvæðu hliðarnar eru aukinn sjúkdómavandi og notkun varn- arlyfja og hugsanlega aukinn orkukostnaður við gróðurhúsa- ræktun vegna aukinnar skýja- hulu og minni sólgeislunar. Þess má geta að aukin úrkoma og niðurbrot jarðvegs getur valdið aukinni útskolun, en næringar- efni geta einnig bundist og orð- ið óaðgengileg þegar örveru- starfsemin eykst. Breytingar á vetrarveðráttu gætu hugsanlega valdið breyttu álagi á fjölærar plöntur og leitt til vetrar- skemmda. Sama má segja um skógrækt, viðarvöxtur mun auk- ast og skógar munu nema ný svæði en hætta er á að nýir skaðvaldar berist til landsins og valdi tjóni. Haustfetaplágur munu aukast við hlýnun og mild- ir vetur munu auka tjón af völd- um sitkalúsar. Einnig í skógrækt geta vetrarskemmdir aukist við breytingar á vetrarveðráttu og álagi. Skógræktarmenn þurfa því öðrum fremur að hugsa til fram- tíðar og huga að því hverju þeir planta út, vegna þess að tré lifa í marga áratugi og ungviði dags- ins í dag verður fyrir því álagi sem framtíðarveðráttan kann að þjóða upp á. Úthagagróður mun einnig dafna betur við bætt skil- yrði (hiti, raki, næring) og nýjar tegundir munu nema hér land en hætta á vatnsrofi og skriðum mun væntanlega aukast vegna aukinnar úrkomu. Villtar inn- lendar plöntutegundir gætu orð- ið fyrir nýju álagi sem þær eru ekki aðlagaðar og gætu hugsan- lega látið undan síga. BEITARTÍMI MUN LENGJAST OG INNISTÖÐU- TÍMI STYTTAST Framfarir í fóðuröflun munu skila sér til búfjárræktarinnar. Beitartími búfjár mun lengjast og innistöðutíminn styttast sem því nemur. Haughús yrðu minni og ódýrari og kröfur til útihúsa mundu væntanlega minnka, til Á ÍSLANDI • Á næstu 50 árum gæti meðalhiti á íslandi hækkað um 1,5°C, úrkoma aukist um 7,5% og sjávarborð hækkað um 16 senti- metra • Hitastigshækkun og úrkomuaukning mun verða tvöfalt meiri að vetrarlagi, 3°C og 15% • Þessar breytingar munu hafa talsverð jákvæð áhrif á íslensk- an landbúnað en einnig nokkrar neikvæðar afleiðingar • Öryggi í fóður- og matjurtarækt mun aukast og einnig vöxtur trjágróðurs og úthagagróðurs • Nýjar nytjajurtir munu verða teknar til ræktunar svo sem belg- jurtir, vallarrýgresi, hveiti og grasker • Aukinn sjúkdómavandi og óvenjulegt vetrarálag geta þó reynst gróðri óhagstæð dæmis vegna minni krafna um burðarþol vegna minni snjó- þyngsla, en á móti kemur að kröfur um styrk til að þola illviðri gætu aukist. Frágangur og nýt- ing búfjáráburðar verður for- gangsmál þannig að hann nýtist sem best og mengi ekki um- hverfið. Mýragas, sem myndast meðal annars við niðurbrot í mýrum og búfjáráburði, er sem fyrr greinir afar virk gróðurhúsa- lofttegund og þarf því að virkja það og nýta í stað þess að hleypa því út í andrúmsloftið. Loftslagsbreytingarnar hafa einnig áhrif á aðrar greinar landbúnaðar svo sem ferða- þjónustu, veiðimennsku og fisk- eldi. Framtíð ferðaþjónustunnar ræðst líklega mest af því fram- boði og þeirri kynningu sem boðið verður upp á ásamt þeirri ímynd sem landinu er sköpuð. Það gagnaðist án efa íslenskri ferðaþjónustu ef hún gæti aug- lýst sig umhverfisvæna. Áhrifa loftslagsbreytinganna gætir minna í vatni en í lofti, en bráðnun jöklanna kann að hafa áhrif á fiskgengd í straumvötn- um og við strendur landsins. Hins vegar eru líkur á að vöxtur og viðgangur þorsks og síldar muni aukast er sjór hlýnar. Hag- ur hreindýra ætti að batna með mildari vetrum og auknum gróðri á heiðum. BÆTT SAMKEPPNISSTAÐA ÍSLENSKS LANDBÚNAÐAR Jákvæð áhrif væntanlegra lofts- lagsbreytinga á íslandi munu lækka kostnað við framleiðslu og bæta samkeppnisstöðu ís- lensks landbúnaðar. Opnun sigl- ingaleiða geta breytt viðskipta- háttum annað hvort til hags- bóta eða ógagns fyrir fslenskan landbúnað. Hér á landi gætu myndast umsvifamiklar umskip- unarhafnir með þeim tækifær- um og hættum sem þær bjóða uppá. Stundum er sagt að ísland sé á mörkum hins byggilega heims. Árið 2050, þegar jákvæð áhrif loftslagsbreytinganna verða áþreifanleg, verður þetta ekki sagt lengur. Veðurfarslega hefur Island þá færst til suðurs um nokkur hundruð kílómetra. Fullyrða má að möguleikar ís- lensks landbúnaðar aukist vegna væntanlegra loftslags- breytinga á næstu 50 árum. HVAÐ GERA BÆNDUR NÚ? Samkvæmt upplýsingum frá Is- landi árið 2002 koma 69% gróðurhúsáhrifanna frá losuð- um koltvísýringi, 17% frá mýra- gasi og 10% frá hláturgasi. I heild veldur landbúnaðurinn einungis um 17% af losun gróð- urhúsalofttegunda á landsvísu. Inn í þessar upplýsingar vantar þó losun frá grónu og ógrónu landi, en vafamál er hvort telja beri losun frá öllu flatarmáli landsins til landbúnaðartengdar losunar. Nýjar rannsóknir benda til að mjög mikil losun verði úr landi þar sem gróðurfar hefur raskast og einnig í votlendi, sem hefur verið framræst, en á móti kemur að skógrækt og land- græðsla geta bundið nokkurt magn af koltvísýringi. Loftslagsbreytingarnar eru al- þjóðlegt vandamál og þær eru grafalvarlegt mál. Því verða menn að hugsa og bregðast við á heimsvísu, en vinna að málun- um heimafyrir. Islenskur land- búnaður er vissulega lítill í þess- ari heildarmynd og framlag hvers bónda auðvitað agnar- smátt. Engu að síður er eðlilegt að spyrja hvort einstakur bóndi á fslandi, eða landbúnaður á ís- landi sem atvinnuvegur, geti gert eitthvað til að sporna við þeirri óheillaþróun sem hér hef- ur verið lýst. Vissulega er það svo og viðbrögðin eru annars vegar viðbrögð bóndans sem at- vinnurekanda og einstaklings og hins vegar viðbrögð atvinnuveg- arins og stjórnvalda. (slenskir bændur þurfa að (1) bregðast strax við breyttum aðstæðum og í samvinnu við stjórnvöld þurfa þeir að (2) hefja aðgerðir til að draga úr mengun sem veldur loftslagsbreytingunum. Stjórn- völd verða svo að (3) skipuleggja hvernig skuli aðlagast og takast á við væntanlegar loftslags- breytingar. Viðbrögð bænda við breyttum aðstæðum fela I sér að bændur og ráðunautar þurfa þegar í stað að breyta ýmsu í hefð- bundnum landbúnaði vegna breyttra aðstæðna, svo sem sáð- tíma, yrkjavali, áburðarnotkun og varnarefnanotkun. Meðal aðgerða til að draga úr loftslags- breytingunum er aukin skóg- rækt og landgræðsla til að binda kolefni loftsins. Einnig FREYR 06 2005 49

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.