Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 33

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 33
SAUÐFJÁRRÆKT Sauðfjárrækt Afurðir sauðfjár eru kjöt, slátur, gærur og ull. Samkvæmt gjaldstofni til búnaðargjalds fyrir tekjuárið 2003 voru verð- mæti sauðfjárafurða að meðtöldum beingreiðslum 4,4 millj arðar króna eða 22,4% af heildargjaldstofninum. FJOLDI FRAMLEIÐENDA Fjöldi lögbýla með virkt greiðslumark árið 2004 var 1.846 en var 1.918 á árinu 2003. Árið 2004 komu 95% framleiðslunnar frá þessum bú- um eða 8.176 tonn. Frá 352 lögbýlum án greiðslumarks komu 440 tonn og frá framleið- endum utan lögbýla komu 28,6 tonn. Fjöldi sauðfjárbúa og stærð þeirra eftir landshlutum er sýndur í töflu 2. Sauðfé hefur fækkað mikið tvo síðustu áratugi. Flest varð það árið 1977 eða 896 þúsund ásett fjár. Haustið 2004 voru sett á 455.398 fjár en 463 þús- und árið áður. Fækkun milli ára má að verulegu leyti rekja til niðurskurðar vegna riðuveiki haustið 2004. Tafla 1 sýnir fjölda sauðfjár árin 2000-2004. Tafla 1. Fjöldi sauðfjár 2000-2004, ásett fé Ár 2000 2001 2002 2003 2004 Ásett fé 465.576 473.535 469.404 463.006 455.398 Heimild: Bændasamtök íslands FRAMLEIÐSLA OG SALA Árið 2004 var framleiðsla kinda- kjöts 8.643 tonn eða 1,7% minni en haustið 2003. Dilkakjötsfram- leiðslan var 7.811 tonn en kjöt af veturgömlu og fullorðnu fé 833 tonn. Meðalfallþungi dilka var 15,05 kg. Alls varslátrað 518.142 dilkum og 34.745 fullorðnum kindum. Árið 2004 voru 1.230 tonn af kjöti framleidd í öðrum mánuð- um en september og október, eða um 14% af allri framleiðslu, en var 15% árið á undan. Að þessari breytingu hefur verið stuðlað með áðurnefndum álags- greiðslum utan hefðbundinnar sláturtíðar og hærra afurða- stöðvaverði. Innvegin ull árið 2004 samkvæmt niðurgreiðslu- reikningum var 856 tonn en 697 tonn árið 2003. Sala kindakjöts innanlands árið 2004 var 7.213 tonn eða 13,2% meiri en árið 2003, þar af var lambakjöt 6.476 tonn en kjöt af fullorðnu 736 tonn. Sala á íbúa nam 24,7 kg og hlutdeild kinda- kjöts í heildarkjötneyslu var 32,6%. Birgðir kindakjöts minnk- uðu um 13,8% frá ársbyrjun til ársloka og voru 5.582 tonn i árs- lok 2004. Meðtalið í birgðum er kjöt sem flytja skal á erlenda markaði samkvæmt álagðri út- flutningsskyldu fyrir árið 2004. Ljósmynd Jón Eiríksson. Tafla 3. Framleiðsla og sala sauðfjárafurða 2000-2004, kg Framleiðsla. Sala. Sala kiöts Framleiðsla. kjöt kjöt á íbúa u 11 * 2000 9.735.336 7.235.029 25,7 819.259 2001 8.615.997 6.768.424 23,8 675.447 2002 8.674.053 6.427.235 22,4 492.840 2003 8.673.999 6.427.235 21,9 697.438 2004 8.644.029 7.212.540 24,7 855.896 * Samkvæmt niðurgreiðslureikningum. Heimild: Bændasamtök íslands. Framleiðsla og sala sauðfjár- yafla 4. afurða innanlands árin 2004 er sýnd í töflu 3. 2000- Ár Álöað útflutnings- skylda kg ÚTFLUTNINGUR 2000 1.401.810 2001 1.382.312 Útflutningur kindakjöts sam- 2002 1.650.444 kvæmt verslunarskýrslum árið 2004 var 1.732 tonn en var 2003 2.453.631 2.253 tonn árið áður. Frá 1996 2004 2.305.155 hefur framboði dilkakjöts á inn- anlandsmarkað verið stýrt með útflutningsskyldu og hefur álögð útflutningsskylda þróast eins og sýnt er í töflu 4. Helstu útflutningslönd hafa jafnan verið Norðurlöndin en samkvæmt verslunarskýrslum Hagstofu (slands var kindakjöt flutt út til 15 landa árið 2004. Tafla 2. Fjöldi innleggjenda og stærð sauðfjárbúa 2004 eftir landshlutum Fjöldi lögbýla m. virkt gr.m Innl. kindakjöt kg Meðal innlegg, kg Virkt gr.mark, ærg. Reykjanessvæði 34 67.410,4 1.982,7 2.240,1 Vesturland 282 1.443.593,9 5.119,1 50.892,3 Vestfirðir 173 973.690,8 5.628,3 40.996,7 Norðurland vestra 357 1.781.007,3 4.988,8 73.628,5 Norðurland eystra 319 1.381.296,8 4.330,1 58.643,1 Austurland 266 1.517.632,2 5.705,4 62.415,1 Suðurland 415 1.479.337,4 3.564,7 57.170,2 Samtals allt landið 1.846 8.643.968,8 345.986,0 Heimild: Bændasamtök íslands og Landssamband sláturleyfishafa Freysmynd/TB. FREYR 06 2005 33

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.