Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 22

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 22
NAUTGRIPIR Endurmat nautsfeðranna sem fæddir eru árin 1994, 1995 og 1996 IEftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum l'slands Tafla 1. Fjöldi og afdrif dætra einstakra nauta Fargað vegna Nafn Númer Fjöldi Lifandi Júgur Ófrjósemi Afurðir Annað % % % % % Völsungur 94006 81 40 26 7 10 17 Kaðall 94017 91 41 25 10 8 16 Frískur 94026 73 32 36 11 5 16 Punktur 94032 75 43 33 3 5 16 Seifur 95001 32 41 25 3 13 19 Soldán 95010 64 34 48 2 3 13 Túni 95024 54 44 28 6 4 18 Sproti 95036 32 28 38 6 6 22 Prakkari 96007 55 51 24 5 5 15 Hófur 96027 87 56 30 5 2 7 Fróði 96028 62 72 15 5 0 8 Hvítingur 96032 86 48 24 9 6 13 Tafla 2 Gæðaflokkun kúnna sem eftir standa Nafn Nr Góðar kýr Hlutfallstölur Meðalkýr Gallakýr Völsungur 94006 74 13 13 Kaðall 94017 52 22 26 Frískur 94026 64 22 14 Punktur 94032 57 24 19 Seifur 95001 62 38 0 Soldán 95010 45 55 0 Túni 95024 38 42 20 Sproti 95036 33 56 11 Prakkari 96007 54 43 3 Hófur 96027 71 20 9 Fróði 96028 56 38 6 Hvítingur 96032 76 15 9 Um síðustu aldamót var allri vinnu við dóma á kúm hér á landi breytt. Meðan búfjár- ræktarlög sögðu fyrir um framkvæmd mála voru full- orðnar kýr um allt land skoðaðar á fjögurra ára fresti í hverjum landshluta. Auk þess fór fram skoðun á fyrsta kálfs kvígum undan óreyndum nautum árlega að nokkru marki. Með búnað- arlögum færðist fram- kvæmd ræktunarstarfsins til fagráða í hverri búgrein. í nautgriparæktinni var skoð- unarstarfinu gerbreytt þann- ig að nú fer fram skoðun á kúm á fyrsta mjólkurskeiði um land allt á hverju ári en skoðun á fullorðnum kúm hefur verið felld niður. Á þennan hátt nást til skoðun- ar velflestar dætur naut- anna sem eru í afkvæma- rannsókn á hverjum tíma og eru á búum með afurða- skýrsluhald. Með þessari breyttu fram- kvæmd við skoðanir gerðist það um leið að það yfirlit sem áður fékkst um hvernig kýrnar þróuðust sem fullorðnar kýr fékkst ekki lengur. Þess vegna var ákveðið að fram færi á hverjum tíma endurskoðun á dætrum þeirra nauta sem valist höfðu til frekari notkunar sem nautsfeður. Það er Ijóst að það eru fyrst og fremst þessi naut sem enn er hægt að stýra tals- vert ræktunarhlutdeild hjá. Þó hætt sé að nota nautin bíður hópur sona þeirra vals á Upp- eldisstöðinni á hverjum tíma, og það hefur veruleg áhrif hvernig valið er þar úr einstök- um bræðrahópum hver rækt- unaráhrif einstakra nauta verða. Þess vegna var frá og með hópi nautsfeðranna úr nautaár- gangi 1994 tekið upp að leita við kvíguskoðun uppi þær kýr sem undan þessum nautum höfðu á sínum tíma komið í kvíguskoðun. Þetta er hliðstæð framkvæmd og notuð er í þess- um tilgangi í nálægum löndum. Hér á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir örfáum niður- stöðum úr þessari endurskoðun á þessum kúm núna þegar lok- ið er skoðun á þremur árgöng- um nauta á árunum 2002 til 2004. ( hverjum af þessum árgangi nauta sem um ræðir, þ.e. naut- anna sem fædd voru 1994, 1995 og 1996, höfðu hverju sinni fjögur naut verið valin til framhaldsnotkunar sem nauts- feður. (töflu 1 er gefið yfirlit um ör- lög kúnna í einstökum af þess- um systrahópum. Þær skýringar þarf að gera við töfluna að fyrir nautin frá 1994 þá var þetta yf- irlit bundið við allar dætur þeirra sem höfðu komið fram í skýrsluhaldi nautgriparæktarfé- laganna í framhaldi af fyrstu notkun þeirra. Breytingar á framkvæmd skoðunar gerðust einmitt á þeim tlma, sem þess- ar kýr voru að koma til fram- leiðslu, þannig að aðeins komu um tveir þriðju af þessum kúm til skoðunar. Fyrir nautin í hin- um árgöngunum er yfirlitið hins vegar bundið við dætur naut- anna sem komu til skoðunar. Rétt er að minna á það að þeg- ar þessi naut voru I sæðistöku á Nautastöðinni voru gerðar til- raunir með mismunandi þynn- ingu sæðis sem leiddu til að sum af nautunum gáfu slakan sæðingaárangur. Það skýrir lít- inn fjölda dætra undan Seifi 95001 og Sprota 95036 og hafði einnig einhver áhrif á fjölda dætra undan Prakkara 96007. Annað atriði, sem einnig verður mjög að hafa í huga þegar tölurnar í töflu 1 eru skoðaðar, er að nautin í hverj- um árgangi koma til notkunar á 22 FREYR 06 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.