Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 10
Nikkuleikarinn í Nautastöðinni
Ingimar Einarsson á Hvanneyri lætur af
störfum um þessar mundir eftir 33 ára
starf við Nautastöð BÍ á Hvanneyri.
Ingimar er einn þeirra sem unnið hafa
sitt verk af mikilli samviskusemi, hvergi
borist á en fjarveru þeirra er strax veitt
athygli. Slíkir menn þykja góðir í sin-
fóníuhljómsveit - þú heyrir þegar þeir
þagna en ekki þegar þeir spila.
Ingimar Einarsson hefur búið á Hvanneyri
síðan haustið 1969 en starfað á Nautastöð-
inni sleitulaust frá 15. maí 1972. Hann er
kvæntur Önnu Kristinsdóttur og saman
eiga þau fjórar dætur og sex barnabörn.
„Það var röð tilviljana sem gerði það að
verkum að ég flutti hingað til Hvanneyrar.
Ég lauk námi við Bændaskólann á Hólurm
árið 1957 en nam síðar bifvélavirkjun við
Iðnskólann í Reykjavík. Eftir það vann ég á
verkstæðum við vélaviðgerðir en tók svo
þátt í byggingu Búrfellsvirkjunar í lok sjö-
unda áratugarins. Ég sá auglýst eftir vél-
fræðikennara á Hvanneyri og hringdi i Guð-
mund Jónsson skólastjóra til að forvitnast
um starfið. Guðmundur var fljótur að bjóða
mér að koma og það er skemmst frá því að
segja að ég flutti upp eftir 1. október 1969
og er hér enn!"
FÓR UNGUR AÐ VINNA
Ingimar er fæddur og uppalinn í Kjarnholt-
um í Biskupstungum og er úr hópi sjö syst-
kina. „Foreldrar mínir voru Einar Gíslason
og Guðrún Ingimarsdóttir. Pabbi var fædd-
ur árið 1904 en mamma árið 1905. Maður
fór ungur að vinna og man tímana tvenna.
Tíu ára gamall gekk ég í öll helstu verk eins
og að slá með orfi og Ijá. ( Kjarnholtum var
stórt bú og þar var mikil vinnuþörf."
HANN SPILAÐI OG SÖNG...
Áhugi á tónlist kviknaði snemma en Ingimar
eignaðist sína fyrstu harmoniku tólf ára gam-
all. „Ég sá auglýsingu í blaði; Scandali harm-
onikur til sölu - Hljóðfæraverslun Sigríðar
Helgadóttur í Vesturveri - sendum í póst-
kröfu. Ég skrifaði til baka og fékk nikkuna
skömmu síðar. Ég átti kindur og fékk greitt
fyrir afurðir eins og aðrir. Á næsta bæ var
póststöð en þangað fór ég ríðandi í suðvest-
an éljagangi eina fjóra kilómetra að sækja
gripinn. Enginn var kennarinn en maður
lærði þetta smátt og smátt."
Og Ingimar hefur ekki setið aðgerðarlaus
síðan. Nú orðið spilar hann víða og við hvers
kyns tækifæri. „Það er alltaf að aukast og
það er mikið spurt. Ég geng í allt má segja,
spila undir fjöldasöng, undir borðhaldi og
dansi. Ég hef farið nokkuð víða að spila, m.a.
farið norður í Húnavatnssýslu og austur í Ár-
nessýslu. Það er góð æfingaaðstaða úti í bíl-
skúr þar sem ég æfi mig oft á kvöldin - þar
er ég ekki fyrir neinum og trufla engan."
Harmonikufélag Vesturlands var stofnað
1979 og þar var Ingimar einn af stofnendum
og síðar formaður. „Þegar tónlistin var orð-
inn svona stór hluti af lífi mínu sá ég fljótlega
að það gekk ekki annað en að fara í nám til
þess að geta stautað mig fram úr nótum og
æft með öðrum tónlistarmönnum. Því skellti
ég mér í tónlistarnám og var m.a. fimm ár í
harmonikutímum og sjö vetur i einsöngs-
námi þar sem ég tók nokkur stig. Með söng-
náminu lærði ég rétta raddbeitingu og fékk
einnig þjálfun til að syngja í kór. Tónlistar-
námið opnaði nýjar víddir fyrir mér en það að
læra um hljóma, nótnalengdir og aðra tón-
fræði þroskar mann mikið."
Tónlistin er ekki eina áhugamálið því að
Ingimar er mikill göngumaður og hefur m.a.
verið leiðsögumaður í gönguferðum á veg-
um Ferðafélags fslands.
HEFUR STARFAÐ MEÐ
FJÓRUM FRAMKVÆMDASTJÓRUM
Ingimar hefur unnið með fjórum fram-
kvæmdastjórum á Nautastöðinni og segist
alltaf hafa verið lánsamur með samstarfs-
10
FREYR 06 2005