Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 9

Freyr - 01.06.2005, Blaðsíða 9
VELAR OG TÆKI Musso Sports - fjölnota pallbíll a Ha Dong-hwan Motor stofnað - forveri SsangYong Motor Hóf útflutning á strætisvögnum til Brunei muM Samstarfsamningur við AMC (American Motor Company) -yrirtækið þróar dísel- jeppa fyrir 4-6 farþega y Framleiða sérútbúna jeppa-leigubíla og jeppa með snjótönn Hefja framleiðslu á Korando-jeppum Útflutningur á Kor- ando til Norður-Evrópu H Samkomulag undirrit- að við Mercedes Benz um að þróa léttan jeppa. Ári síðar hófst hönnun á nýrri bensínvél I samstarfi fyrirtækjanna. B Samkomulag við Mercedes Benz um þróun díselvélar og hefðbundins fólksbíls. Þróun á Musso- jeppunum hafin. Nýr Korando kynntur til sögunnar Nýi Musso-jeppinn settur á markað Musso Sports settur á markað í S-Kóreu. MUSSO SPORTS 5 STROKKA DÍSELVÉL 129 HESTÖFL FERNRA DYRA VERÐ FRÁ KR. 2.295.000- Pallbílar hafa slegið í gegn á íslandi síðustu ár og ekki síst hjá bændum. Hagstæð vörugjöld gera það að verkum að pallbílar eru oft á tíðum ákjósanlegri kostur en hefðbundnir jeppar. Einn af ný- stárlegri tegundum á markaðnum er Musso Sports sem Bílabúð Benna hefur selt um nokkurt skeið. Jeppinn er smíðaður í Suður-Kóreu en byggir á tækni frá Mercedes Benz líkt og aðrir Musso-jeppar. SsangYong Motor er fjórði stærsti bílaframleiðandi í Suður- Kóreu. Fyrirtækið hefur starfað um áratugaskeið en sögu þess má rekja allt aftur til ársins 1954 þegar það hóf smlði á jeppum fyrir bandaríska herinn. Á sjö- unda áratugnum einbeitti fyrir- tækið sér einkum að smíði sérút- búinna ökutækja, s.s. strætis- vagna og slökkviliðsbíla. Árið 1983 hóf fyrirtækið, í samvinnu við AMC, framleiðslu á Korando- jeppum sem mörgum eru kunnir en þeim svipaði til gömlu Willis- jeppanna. Samvinna SsangYong og Daimler-Benz (nú Daimler- Chrysler) hófst árið 1991. Einn stærsti eigandi SsangYoung er kínverski bílaframleiðandinn SAIC (Shanghai Automotive Industry Corporation). Musso Sports er hægt að fá með 129 hestafla „Diesel Turbo Intercooler" vél sem hægt er að stækka upp I allt að 145 hestöfl- um. Diskabremsur eru á öllum hjólum, gasdemparar, styrktarbit- ar í hurðum og 70 Ktra eldsneytis- geymir sem felldur er í miðja grind bflsins. Jeppinn er áberandi langur eða tæpir 5 metrar. Það kemur á engan hátt niður á aksturseiginleikum, beygjuradíus er góður og bíllinn almennt lipur og er það ekki síst að þakka gormafjöðrun á aftur- hásingu. Að framan eru vindu- stangir. Hjólhafið er 2,75 metrar sem er lítið eitt minna en á Toy- ota Hilux. Að innan er Musso- Sports hefðbundinn þó pláss í aftursæt- um sé e.t.v. meira en í ýmsum sam- bærilegum pallbílum. Nægt pláss er fyrir bíl- stjóra og útsýni er gott úr jeppanum. Stjórntæki eru ein- föld og aðgengileg. Musso Sports er með rafstýrðum milli- kassa og hraðastilltu tannstang- arstýri, Dana/Spicer hásingum og gasdempurum. Bæði er hægt að fá jeppann með bein- skiptingu og sjálfskiptingu. Pall- urinn er klæddur svörtu pla- stefni og er 1,8 m á lengd og 1,47 m á breidd. Burðargeta palls er 569 kg. VELBUNAÐUR Vél: 5 strokka, dísel, turbo intercooler, rúmtak vélar 2.874 Afl: 129 hestöfl v. 4.100 sn. Tog: 275 Nm v. 2.100 Hröðun, 0-100 km: 14 sek. Eyðsla: 10 Itr. innanbæjar, 9,3 Itr. í blönduðum akstri. Dráttargeta: 2,8 tonn DRIFLÍNA • Fjögurra þrepa sjálfskipting eða 5 gíra beinskipting. • 4X4, hátt og lágt drif. • Rafstýrður Borge-Warner millikassi ÞYNGD Eigin þyngd, beinsk. 1.795 kg., sjálfsk. 1.850 kg. Burðargeta á palli 569 kg. STÆRÐIR Lengd: 4.935 mm Breidd: 1.865 mm Hæð: 1.760 mm Öxlabil: 2.755 mm Hæð undir lægsta punkt: 240 mm Stærð palls: lengd 1.180 mm, br. 1.475 mm, hæð 510 mm. STAÐALBÚNAÐUR M.A.: • 31" breyting á BFGoodrich dekkjum og álfelgur • Rafmagnsrúður • Samlæsingar • Viðar-mælaborð • Fjölstillanleg sæti að framan • Armpúði og þrír hnakkapúðar í aftursætum • Stillanlegt bak á aftursætum • Stokkur milli framsæta • Aflstýri er þyngist með auknum hraða • Veltistýri með loftpúða • Rafstýrðir útispeglar með hita • Hiti í afturrúðu, bremsuljós og þurrka • Barnalæsingar á afturhurðum • Hæðarstillir á bílbeltum FREYR 06 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.